Ítalir bíða eftir að sjá fögn Stjörnumanna Kristinn Páll Teitsson skrifar 19. ágúst 2014 07:30 Marta Carissimi leikur nú með Stjörnunni og heldur með sínu liði. vísir/Arnþór Marta Carissimi, leikmaður meistaraflokks kvennaliðs Stjörnunnar, lék með Inter á síðasta ári, en hún er mjög spennt fyrir leiknum sem fer fram á Laugardalsvelli á miðvikudaginn. Marta lék með Inter fyrir aðeins einu ári, en leikur í dag með mótherjum ítalska stórveldisins á Íslandi. „Ég er spennt fyrir þessum leik þar sem þetta er skemmtileg tilviljun að ári eftir að ég spila fyrir Inter á sínum tíma leik ég með Stjörnunni en ég er frá Tórínó og ég er því ekki stuðningsmaður Inter,“ segir Marta í viðtali við Fréttablaðið. Marta þekkir aðstoðarþjálfara Inter, en þeir hafa ekkert haft samband til þess að spyrjast fyrir um leikmenn Stjörnunnar. „Þessi lið leika ekki saman líkt og hérna heima svo við æfðum ekki á sama stað og karlalið Inter. Maður þekkir samt alla því þetta eru allt stjörnur sem þurfa að fá allt það besta,“ sagði Marta létt en hún á ekki von á öðru en að leikmenn Inter vanmeti ekki Stjörnuna. „Þeir vita nánast allt um þetta lið og þeir vita að þeir eru leikmenn Inter. Þeir vita að þetta verður ekki auðvelt en þeir vita jafnframt að ætlast er til að þeir vinni þetta nokkuð auðveldlega. Ítalskir fjölmiðlar þekkja Stjörnuna út frá fögnunum sem voru fyrir nokkrum árum og það býst enginn við því að þeir geti veitt Inter einhverja keppni.“ „Inter er stórveldi á heimsvísu og þeir gera kröfur um það að fara langt í öllum keppnum og það er gríðarleg pressa á leikmönnum Inter fyrir þennan leik,“ sagði Marta sem sagði að margir af ítölskum vinum hennar vonist til þess að Stjarnan skori í leikjunum til þess að leikmennirnir tækju fögnin frægu. „Fyrstu dagana voru allir að tala um þessi fögn, ítalskir fjölmiðlar og íbúar Mílanó. Sumir töluðu jafnvel um að leikmenn Inter myndu valta yfir þá en ég hef fundið fyrir því að Ítalir vonast til þess að Stjarnan nái að skora.“ „Það eru margir sem eru búnir að deila fögnunum á samskiptamiðlunum og ég held að það sé óhætt að segja að allir vonist eftir því að Stjarnan skori og við fáum að sjá eitt fagn. Það trúir enginn að þeir séu hættir að gera þetta. Ég sagði þeim að þeir væru hættir þessu en þau vonast samt eftir því að þeir bjóði upp á eitt gott fagn,“ sagði Marta. Marta er líkt og áður hefur verið nefnt frá Tórínó og mun því halda með Stjörnunni í leiknum á miðvikudaginn. „Ég fer á leikinn og ég mun styðja Stjörnuna því ég spila með þeim. Ég vonast til þess að þeir nái góðum úrslitum. Svo mæti ég að sjálfsögðu daginn eftir og hvet íslenska landsliðið í leiknum gegn Danmörku,“ sagði Marta sem virðist vera yfir sig hrifin af íslenskum fótbolta. Íslenski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Marta Carissimi, leikmaður meistaraflokks kvennaliðs Stjörnunnar, lék með Inter á síðasta ári, en hún er mjög spennt fyrir leiknum sem fer fram á Laugardalsvelli á miðvikudaginn. Marta lék með Inter fyrir aðeins einu ári, en leikur í dag með mótherjum ítalska stórveldisins á Íslandi. „Ég er spennt fyrir þessum leik þar sem þetta er skemmtileg tilviljun að ári eftir að ég spila fyrir Inter á sínum tíma leik ég með Stjörnunni en ég er frá Tórínó og ég er því ekki stuðningsmaður Inter,“ segir Marta í viðtali við Fréttablaðið. Marta þekkir aðstoðarþjálfara Inter, en þeir hafa ekkert haft samband til þess að spyrjast fyrir um leikmenn Stjörnunnar. „Þessi lið leika ekki saman líkt og hérna heima svo við æfðum ekki á sama stað og karlalið Inter. Maður þekkir samt alla því þetta eru allt stjörnur sem þurfa að fá allt það besta,“ sagði Marta létt en hún á ekki von á öðru en að leikmenn Inter vanmeti ekki Stjörnuna. „Þeir vita nánast allt um þetta lið og þeir vita að þeir eru leikmenn Inter. Þeir vita að þetta verður ekki auðvelt en þeir vita jafnframt að ætlast er til að þeir vinni þetta nokkuð auðveldlega. Ítalskir fjölmiðlar þekkja Stjörnuna út frá fögnunum sem voru fyrir nokkrum árum og það býst enginn við því að þeir geti veitt Inter einhverja keppni.“ „Inter er stórveldi á heimsvísu og þeir gera kröfur um það að fara langt í öllum keppnum og það er gríðarleg pressa á leikmönnum Inter fyrir þennan leik,“ sagði Marta sem sagði að margir af ítölskum vinum hennar vonist til þess að Stjarnan skori í leikjunum til þess að leikmennirnir tækju fögnin frægu. „Fyrstu dagana voru allir að tala um þessi fögn, ítalskir fjölmiðlar og íbúar Mílanó. Sumir töluðu jafnvel um að leikmenn Inter myndu valta yfir þá en ég hef fundið fyrir því að Ítalir vonast til þess að Stjarnan nái að skora.“ „Það eru margir sem eru búnir að deila fögnunum á samskiptamiðlunum og ég held að það sé óhætt að segja að allir vonist eftir því að Stjarnan skori og við fáum að sjá eitt fagn. Það trúir enginn að þeir séu hættir að gera þetta. Ég sagði þeim að þeir væru hættir þessu en þau vonast samt eftir því að þeir bjóði upp á eitt gott fagn,“ sagði Marta. Marta er líkt og áður hefur verið nefnt frá Tórínó og mun því halda með Stjörnunni í leiknum á miðvikudaginn. „Ég fer á leikinn og ég mun styðja Stjörnuna því ég spila með þeim. Ég vonast til þess að þeir nái góðum úrslitum. Svo mæti ég að sjálfsögðu daginn eftir og hvet íslenska landsliðið í leiknum gegn Danmörku,“ sagði Marta sem virðist vera yfir sig hrifin af íslenskum fótbolta.
Íslenski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira