Ítalir bíða eftir að sjá fögn Stjörnumanna Kristinn Páll Teitsson skrifar 19. ágúst 2014 07:30 Marta Carissimi leikur nú með Stjörnunni og heldur með sínu liði. vísir/Arnþór Marta Carissimi, leikmaður meistaraflokks kvennaliðs Stjörnunnar, lék með Inter á síðasta ári, en hún er mjög spennt fyrir leiknum sem fer fram á Laugardalsvelli á miðvikudaginn. Marta lék með Inter fyrir aðeins einu ári, en leikur í dag með mótherjum ítalska stórveldisins á Íslandi. „Ég er spennt fyrir þessum leik þar sem þetta er skemmtileg tilviljun að ári eftir að ég spila fyrir Inter á sínum tíma leik ég með Stjörnunni en ég er frá Tórínó og ég er því ekki stuðningsmaður Inter,“ segir Marta í viðtali við Fréttablaðið. Marta þekkir aðstoðarþjálfara Inter, en þeir hafa ekkert haft samband til þess að spyrjast fyrir um leikmenn Stjörnunnar. „Þessi lið leika ekki saman líkt og hérna heima svo við æfðum ekki á sama stað og karlalið Inter. Maður þekkir samt alla því þetta eru allt stjörnur sem þurfa að fá allt það besta,“ sagði Marta létt en hún á ekki von á öðru en að leikmenn Inter vanmeti ekki Stjörnuna. „Þeir vita nánast allt um þetta lið og þeir vita að þeir eru leikmenn Inter. Þeir vita að þetta verður ekki auðvelt en þeir vita jafnframt að ætlast er til að þeir vinni þetta nokkuð auðveldlega. Ítalskir fjölmiðlar þekkja Stjörnuna út frá fögnunum sem voru fyrir nokkrum árum og það býst enginn við því að þeir geti veitt Inter einhverja keppni.“ „Inter er stórveldi á heimsvísu og þeir gera kröfur um það að fara langt í öllum keppnum og það er gríðarleg pressa á leikmönnum Inter fyrir þennan leik,“ sagði Marta sem sagði að margir af ítölskum vinum hennar vonist til þess að Stjarnan skori í leikjunum til þess að leikmennirnir tækju fögnin frægu. „Fyrstu dagana voru allir að tala um þessi fögn, ítalskir fjölmiðlar og íbúar Mílanó. Sumir töluðu jafnvel um að leikmenn Inter myndu valta yfir þá en ég hef fundið fyrir því að Ítalir vonast til þess að Stjarnan nái að skora.“ „Það eru margir sem eru búnir að deila fögnunum á samskiptamiðlunum og ég held að það sé óhætt að segja að allir vonist eftir því að Stjarnan skori og við fáum að sjá eitt fagn. Það trúir enginn að þeir séu hættir að gera þetta. Ég sagði þeim að þeir væru hættir þessu en þau vonast samt eftir því að þeir bjóði upp á eitt gott fagn,“ sagði Marta. Marta er líkt og áður hefur verið nefnt frá Tórínó og mun því halda með Stjörnunni í leiknum á miðvikudaginn. „Ég fer á leikinn og ég mun styðja Stjörnuna því ég spila með þeim. Ég vonast til þess að þeir nái góðum úrslitum. Svo mæti ég að sjálfsögðu daginn eftir og hvet íslenska landsliðið í leiknum gegn Danmörku,“ sagði Marta sem virðist vera yfir sig hrifin af íslenskum fótbolta. Íslenski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Íslenski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Marta Carissimi, leikmaður meistaraflokks kvennaliðs Stjörnunnar, lék með Inter á síðasta ári, en hún er mjög spennt fyrir leiknum sem fer fram á Laugardalsvelli á miðvikudaginn. Marta lék með Inter fyrir aðeins einu ári, en leikur í dag með mótherjum ítalska stórveldisins á Íslandi. „Ég er spennt fyrir þessum leik þar sem þetta er skemmtileg tilviljun að ári eftir að ég spila fyrir Inter á sínum tíma leik ég með Stjörnunni en ég er frá Tórínó og ég er því ekki stuðningsmaður Inter,“ segir Marta í viðtali við Fréttablaðið. Marta þekkir aðstoðarþjálfara Inter, en þeir hafa ekkert haft samband til þess að spyrjast fyrir um leikmenn Stjörnunnar. „Þessi lið leika ekki saman líkt og hérna heima svo við æfðum ekki á sama stað og karlalið Inter. Maður þekkir samt alla því þetta eru allt stjörnur sem þurfa að fá allt það besta,“ sagði Marta létt en hún á ekki von á öðru en að leikmenn Inter vanmeti ekki Stjörnuna. „Þeir vita nánast allt um þetta lið og þeir vita að þeir eru leikmenn Inter. Þeir vita að þetta verður ekki auðvelt en þeir vita jafnframt að ætlast er til að þeir vinni þetta nokkuð auðveldlega. Ítalskir fjölmiðlar þekkja Stjörnuna út frá fögnunum sem voru fyrir nokkrum árum og það býst enginn við því að þeir geti veitt Inter einhverja keppni.“ „Inter er stórveldi á heimsvísu og þeir gera kröfur um það að fara langt í öllum keppnum og það er gríðarleg pressa á leikmönnum Inter fyrir þennan leik,“ sagði Marta sem sagði að margir af ítölskum vinum hennar vonist til þess að Stjarnan skori í leikjunum til þess að leikmennirnir tækju fögnin frægu. „Fyrstu dagana voru allir að tala um þessi fögn, ítalskir fjölmiðlar og íbúar Mílanó. Sumir töluðu jafnvel um að leikmenn Inter myndu valta yfir þá en ég hef fundið fyrir því að Ítalir vonast til þess að Stjarnan nái að skora.“ „Það eru margir sem eru búnir að deila fögnunum á samskiptamiðlunum og ég held að það sé óhætt að segja að allir vonist eftir því að Stjarnan skori og við fáum að sjá eitt fagn. Það trúir enginn að þeir séu hættir að gera þetta. Ég sagði þeim að þeir væru hættir þessu en þau vonast samt eftir því að þeir bjóði upp á eitt gott fagn,“ sagði Marta. Marta er líkt og áður hefur verið nefnt frá Tórínó og mun því halda með Stjörnunni í leiknum á miðvikudaginn. „Ég fer á leikinn og ég mun styðja Stjörnuna því ég spila með þeim. Ég vonast til þess að þeir nái góðum úrslitum. Svo mæti ég að sjálfsögðu daginn eftir og hvet íslenska landsliðið í leiknum gegn Danmörku,“ sagði Marta sem virðist vera yfir sig hrifin af íslenskum fótbolta.
Íslenski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Íslenski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira