Jón Arnór verður ekki með í Lúxemborg 29. júlí 2014 07:00 Jón Arnór verður ekki með íslenska landsliðinu í Lúxemborg. Vísir/ Jón Arnór Stefánsson verður ekki með körfuboltalandsliðinu í æfingaferðinni til Lúxemborgar, en strákarnir halda utan á miðvikudaginn og leika tvo vináttulandsleiki við heimamenn á fimmtudag og föstudag. Leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM 2015, en Ísland er í riðli með Bosníu og Bretlandi og leikur heima og að heiman við hvora þjóð. „Hann fær frí af persónulegum ástæðum,“ segir Arnar Guðjónsson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, við Fréttablaðið sem hefur lista yfir landsliðshópinn undir höndum. KKÍ birtir hann svo formlega í dag. Allir bestu körfuknattleiksmenn þjóðarinnar eru með fyrir utan Jakob Örn Sigurðarson sem sagði Fréttablaðinu fyrr í mánuðinum að hann vildi taka sér hvíld frá landsliðinu og huga að fjölskyldunni. „Jón Arnór spilar þessa leiki,“ ítrekar Arnar sem segir íslenska liðið eiga tækifæri á að komast á EM, en tveir sigrar á löskuðu, en þó sterku, liði Breta verða mögulega nóg. „Við eigum séns. Það er mjög ólíklegt að NBA-leikmenn Breta verði með og það voru miklir peningar teknir úr körfuboltanum eftir Ólympíuleikana,“ segir Arnar, en NBA-leikmennirnir eru Luol Deng, leikmaður Miami Heat og Joel Freeland hjá Portland Trailblazers. Bosnía er með lið á heimsmælikvarða og þykir ólíklegt að okkar strákar nái að stríða því. Bretarnir eru skotmarkið, en leikirnir við þá verða ekkert grín þótt liðið sé ekki jafnsterkt og fyrir tveimur árum. „Þarna eru leikmenn sem spila í ACB-deildinni á Spáni. Þetta er alvöru lið þó að það vanti tvo menn. Áhuginn á körfubolta er að aukast í Bretlandi og þetta verður í fyrsta skipti sem sýnt er beint frá leikjum í undankeppni EM,“ segir Arnar. Eins og sjá má á leikmannahópi íslenska liðsins eru allir atvinnumenn Íslands nema tveir; Jakob Örn og Ægir Þór Steinarsson. Sigurður Þorvaldsson er kominn aftur í liðið frá síðustu undankeppni og þá eru Grindvíkingarnir Ólafur Ólafsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson í hópnum ásamt ungstirnunum Elvari Má Friðrikssyni og Martin Hermannssyni.Hópurinn sem fer til Lúxemborg: Ólafur Ólafsson, Grindavík Haukur Helgi Pálsson, Breogan Elvar Már Friðriksson, Njarðvík Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Grindavík Hlynur Bæringsson, Sundsvall Dragons Sigurður Þorvaldsson, Snæfelli Martin Hermannsson, KR Axel Kárason, Værlöse Ragnar Nathanaelsson, Sundsvall Dragons Hörður Axel Vilhjálmsson, MBC Logi Gunnarsson, Njarðvík Pavel Ermolinskij, KR Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Fleiri fréttir Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson verður ekki með körfuboltalandsliðinu í æfingaferðinni til Lúxemborgar, en strákarnir halda utan á miðvikudaginn og leika tvo vináttulandsleiki við heimamenn á fimmtudag og föstudag. Leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM 2015, en Ísland er í riðli með Bosníu og Bretlandi og leikur heima og að heiman við hvora þjóð. „Hann fær frí af persónulegum ástæðum,“ segir Arnar Guðjónsson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, við Fréttablaðið sem hefur lista yfir landsliðshópinn undir höndum. KKÍ birtir hann svo formlega í dag. Allir bestu körfuknattleiksmenn þjóðarinnar eru með fyrir utan Jakob Örn Sigurðarson sem sagði Fréttablaðinu fyrr í mánuðinum að hann vildi taka sér hvíld frá landsliðinu og huga að fjölskyldunni. „Jón Arnór spilar þessa leiki,“ ítrekar Arnar sem segir íslenska liðið eiga tækifæri á að komast á EM, en tveir sigrar á löskuðu, en þó sterku, liði Breta verða mögulega nóg. „Við eigum séns. Það er mjög ólíklegt að NBA-leikmenn Breta verði með og það voru miklir peningar teknir úr körfuboltanum eftir Ólympíuleikana,“ segir Arnar, en NBA-leikmennirnir eru Luol Deng, leikmaður Miami Heat og Joel Freeland hjá Portland Trailblazers. Bosnía er með lið á heimsmælikvarða og þykir ólíklegt að okkar strákar nái að stríða því. Bretarnir eru skotmarkið, en leikirnir við þá verða ekkert grín þótt liðið sé ekki jafnsterkt og fyrir tveimur árum. „Þarna eru leikmenn sem spila í ACB-deildinni á Spáni. Þetta er alvöru lið þó að það vanti tvo menn. Áhuginn á körfubolta er að aukast í Bretlandi og þetta verður í fyrsta skipti sem sýnt er beint frá leikjum í undankeppni EM,“ segir Arnar. Eins og sjá má á leikmannahópi íslenska liðsins eru allir atvinnumenn Íslands nema tveir; Jakob Örn og Ægir Þór Steinarsson. Sigurður Þorvaldsson er kominn aftur í liðið frá síðustu undankeppni og þá eru Grindvíkingarnir Ólafur Ólafsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson í hópnum ásamt ungstirnunum Elvari Má Friðrikssyni og Martin Hermannssyni.Hópurinn sem fer til Lúxemborg: Ólafur Ólafsson, Grindavík Haukur Helgi Pálsson, Breogan Elvar Már Friðriksson, Njarðvík Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Grindavík Hlynur Bæringsson, Sundsvall Dragons Sigurður Þorvaldsson, Snæfelli Martin Hermannsson, KR Axel Kárason, Værlöse Ragnar Nathanaelsson, Sundsvall Dragons Hörður Axel Vilhjálmsson, MBC Logi Gunnarsson, Njarðvík Pavel Ermolinskij, KR
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Fleiri fréttir Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Sjá meira