Meistararnir stefna á atvinnumennsku Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. júlí 2014 08:00 Ólafía Þórunn og Birgir Leifur lyfta bikurum sínum á loft í gær. fréttablaðið/daníel Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, varð í gær Íslandsmeistari í höggleik í sjötta sinn á ferlinum. Jafnaði hann þar með árangur Úlfars Jónssonar og Björgvins Þorsteinssonar en enginn hefur unnið titilinn oftar. „Það er ekki slæmt að vera kominn í hóp þessara goðsagna,“ sagði sigurreifur Birgir Leifur eftir keppnina í gær og það mátti heyra á honum að hann væri ekki hættur. „Ef heilsan leyfir þá stefni ég hiklaust á þann sjöunda.“ GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð Íslandsmeistari í annað sinn í kvennaflokki en hún vann titilinn einnig árið 2011. Hún hafði betur eftir spennandi baráttu við Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, GK, sem gaf eftir á sextándu holu þegar hún var búin að minnka muninn í eitt högg með því að ná tveimur fuglum í röð skömmu áður. „Ég reyndi hvað ég gat til að halda mínu striki og hugsa sem minnst um hvað aðrir voru að gera,“ sagði Ólafía við Fréttablaðið í gær. „Það er svo alltaf geðveikt að klára sigurpúttið, sama hversu stutt það er,“ bætti hún við í léttum dúr.Stoltur af sigrinum Yfirburðir Birgis Leifs voru gríðarlega miklir en hann var aðeins einu höggi frá því að bæta mótsmetið. Hann spilaði á samtals tíu höggum undir pari en fékk skolla á átjándu holu Leirdalsvallar í gær. „Ég var svo sem ekki með mótsmetið í huganum þegar ég var að klára en það er fúlt að vita af þessu núna,“ segir þessi mikli keppnismaður. „En ég er hrikalega stoltur af þessu og það var mjög gaman að vinna sigur á mínum heimavelli og fyrir áhorfendur þar.“ Birgir Leifur hefur náð lengst allra íslenskra kylfinga á alþjóðavísu og ætlar að reyna aftur við minnst eina atvinnumótaröð í haust, annaðhvort þá evrópsku eða bandarísku. „Við skulum sjá til hvað fjárhagurinn leyfir en mjög líklega mun ég bara einbeita mér að úrtökumótunum fyrir aðra mótaröðina. Ég er ánægður með mína spilamennsku þó svo að maður geti alltaf bætt sig á öllum sviðum,“ segir hann.Ætlar á Evrópumótaröðina Ólafía Þórunn útskrifaðist frá Wake Forest-háskólanum í Bandaríkjunum í vor og hyggur einnig á að reyna við úrtökumótin fyrir Evrópumótaröðina. En hún ætlar fyrst að freista þess að komast á HM áhugamanna í Japan í september. „Það væri mjög gaman að komast til Japans,“ segir hún. Golf Tengdar fréttir Birgir Leifur enn og aftur meistari Hafði gríðarlega yfirburði á Íslandsmótinu í höggleik sínum heimavelli. 27. júlí 2014 15:07 Ólafía Þórunn Íslandsmeistari í annað sinn GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér titilinn á Leirdalsvelli. 27. júlí 2014 16:00 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, varð í gær Íslandsmeistari í höggleik í sjötta sinn á ferlinum. Jafnaði hann þar með árangur Úlfars Jónssonar og Björgvins Þorsteinssonar en enginn hefur unnið titilinn oftar. „Það er ekki slæmt að vera kominn í hóp þessara goðsagna,“ sagði sigurreifur Birgir Leifur eftir keppnina í gær og það mátti heyra á honum að hann væri ekki hættur. „Ef heilsan leyfir þá stefni ég hiklaust á þann sjöunda.“ GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð Íslandsmeistari í annað sinn í kvennaflokki en hún vann titilinn einnig árið 2011. Hún hafði betur eftir spennandi baráttu við Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, GK, sem gaf eftir á sextándu holu þegar hún var búin að minnka muninn í eitt högg með því að ná tveimur fuglum í röð skömmu áður. „Ég reyndi hvað ég gat til að halda mínu striki og hugsa sem minnst um hvað aðrir voru að gera,“ sagði Ólafía við Fréttablaðið í gær. „Það er svo alltaf geðveikt að klára sigurpúttið, sama hversu stutt það er,“ bætti hún við í léttum dúr.Stoltur af sigrinum Yfirburðir Birgis Leifs voru gríðarlega miklir en hann var aðeins einu höggi frá því að bæta mótsmetið. Hann spilaði á samtals tíu höggum undir pari en fékk skolla á átjándu holu Leirdalsvallar í gær. „Ég var svo sem ekki með mótsmetið í huganum þegar ég var að klára en það er fúlt að vita af þessu núna,“ segir þessi mikli keppnismaður. „En ég er hrikalega stoltur af þessu og það var mjög gaman að vinna sigur á mínum heimavelli og fyrir áhorfendur þar.“ Birgir Leifur hefur náð lengst allra íslenskra kylfinga á alþjóðavísu og ætlar að reyna aftur við minnst eina atvinnumótaröð í haust, annaðhvort þá evrópsku eða bandarísku. „Við skulum sjá til hvað fjárhagurinn leyfir en mjög líklega mun ég bara einbeita mér að úrtökumótunum fyrir aðra mótaröðina. Ég er ánægður með mína spilamennsku þó svo að maður geti alltaf bætt sig á öllum sviðum,“ segir hann.Ætlar á Evrópumótaröðina Ólafía Þórunn útskrifaðist frá Wake Forest-háskólanum í Bandaríkjunum í vor og hyggur einnig á að reyna við úrtökumótin fyrir Evrópumótaröðina. En hún ætlar fyrst að freista þess að komast á HM áhugamanna í Japan í september. „Það væri mjög gaman að komast til Japans,“ segir hún.
Golf Tengdar fréttir Birgir Leifur enn og aftur meistari Hafði gríðarlega yfirburði á Íslandsmótinu í höggleik sínum heimavelli. 27. júlí 2014 15:07 Ólafía Þórunn Íslandsmeistari í annað sinn GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér titilinn á Leirdalsvelli. 27. júlí 2014 16:00 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Birgir Leifur enn og aftur meistari Hafði gríðarlega yfirburði á Íslandsmótinu í höggleik sínum heimavelli. 27. júlí 2014 15:07
Ólafía Þórunn Íslandsmeistari í annað sinn GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér titilinn á Leirdalsvelli. 27. júlí 2014 16:00