Við erum allar mjög spenntar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2014 09:00 Guðmunda Brynja Óladóttir er fyrirliði Selfoss vísir/valli Kvennalið Selfoss braut blað í sögu félagsins á fimmtudagskvöldið þegar það tryggði sér sæti í úrslitaleik Borgunarbikarsins eftir sigur á Fylki, en Selfoss hefur aldrei áður átt lið í úrslitaleik bikarkeppninnar í knattspyrnu, hvorki kvenna- né karlalið. Sigurinn var þó allt annað en auðsóttur. Blake Ashley Stockton kom Selfossi tvisvar yfir í venjulegum leiktíma, en Carys Hawkins og Anna Björg Björnsdóttir jöfnuðu fyrir Fylki. * Ekkert var skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Alexa Gaul reyndist hetja Sunnlendinga. Bandaríski markvörðurinn varði öll þrjú víti Fylkiskvenna og skoraði svo sjálf úr síðasta víti Selfyssinga. Celeste Boureille og fyrirliðinn Guðmunda Brynja Óladóttir skoruðu einnig úr sínum spyrnum, en sú síðarnefnda var að vonum hæstánægð þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. „Þetta var ótrúlega sætt og ótrúlega skemmtilegur leikur að spila,“ segir Guðmunda sem fannst Selfyssingar vera með undirtökin stóran hluta leiksins. „Mér fannst við vera betri aðilinn fyrsta hálftímann í báðum hálfleikjum, en svo duttum við niður og þær refsuðu okkur. Þetta var baráttuleikur tveggja liða sem vildu svo sannarlega komast í úrslitaleikinn. „En Alexa er frábær í vítum og það var meiri ró yfir okkur en Fylkisliðinu í vítaspyrnukeppninni,“ bætir Guðmunda við, en hún hefur verið lengi að þrátt fyrir ungan aldur. Guðmunda hefur skorað 25 mörk í 45 leikjum fyrir Selfoss í efstu deild og eitt mark í þremur A-landsleikjum fyrir Íslands hönd. Þá hefur hún leikið fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands. Guðmunda segir sigurinn á fimmtudaginn stærstu stundina á ferlinum til þessa: „Já, ég held það. Þetta toppaði það þegar við fórum upp um deild fyrir þremur árum. Við erum allar mjög spenntar. Þetta er náttúrulega fyrsti bikarúrslitaleikurinn hjá flestum okkar og verður ótrúlega spennandi,“ segir Guðmunda og bar lof á Dagnýju Brynjarsdóttur og Thelmu Björk Einarsdóttur sem komu til Selfoss fyrir tímabilið og segir þær eiga stóran þátt í góðu gengi liðsins á tímabilinu. Selfoss situr sem stendur í 4. sæti Pepsi-deildarinnar með 19 stig eftir tíu leiki. Guðmunda segir árangurinn í deildinni í samræmi við væntingar: „Við erum bara á pari. Við ætluðum að gera betur en í fyrra þegar við lentum í 6. sæti. Markmiðið var að vera fyrir ofan það og vera við toppinn,“ segir Guðmunda að lokum, en hún og stöllur hennar mæta Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli 30. ágúst. Íslenski boltinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Kvennalið Selfoss braut blað í sögu félagsins á fimmtudagskvöldið þegar það tryggði sér sæti í úrslitaleik Borgunarbikarsins eftir sigur á Fylki, en Selfoss hefur aldrei áður átt lið í úrslitaleik bikarkeppninnar í knattspyrnu, hvorki kvenna- né karlalið. Sigurinn var þó allt annað en auðsóttur. Blake Ashley Stockton kom Selfossi tvisvar yfir í venjulegum leiktíma, en Carys Hawkins og Anna Björg Björnsdóttir jöfnuðu fyrir Fylki. * Ekkert var skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Alexa Gaul reyndist hetja Sunnlendinga. Bandaríski markvörðurinn varði öll þrjú víti Fylkiskvenna og skoraði svo sjálf úr síðasta víti Selfyssinga. Celeste Boureille og fyrirliðinn Guðmunda Brynja Óladóttir skoruðu einnig úr sínum spyrnum, en sú síðarnefnda var að vonum hæstánægð þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. „Þetta var ótrúlega sætt og ótrúlega skemmtilegur leikur að spila,“ segir Guðmunda sem fannst Selfyssingar vera með undirtökin stóran hluta leiksins. „Mér fannst við vera betri aðilinn fyrsta hálftímann í báðum hálfleikjum, en svo duttum við niður og þær refsuðu okkur. Þetta var baráttuleikur tveggja liða sem vildu svo sannarlega komast í úrslitaleikinn. „En Alexa er frábær í vítum og það var meiri ró yfir okkur en Fylkisliðinu í vítaspyrnukeppninni,“ bætir Guðmunda við, en hún hefur verið lengi að þrátt fyrir ungan aldur. Guðmunda hefur skorað 25 mörk í 45 leikjum fyrir Selfoss í efstu deild og eitt mark í þremur A-landsleikjum fyrir Íslands hönd. Þá hefur hún leikið fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands. Guðmunda segir sigurinn á fimmtudaginn stærstu stundina á ferlinum til þessa: „Já, ég held það. Þetta toppaði það þegar við fórum upp um deild fyrir þremur árum. Við erum allar mjög spenntar. Þetta er náttúrulega fyrsti bikarúrslitaleikurinn hjá flestum okkar og verður ótrúlega spennandi,“ segir Guðmunda og bar lof á Dagnýju Brynjarsdóttur og Thelmu Björk Einarsdóttur sem komu til Selfoss fyrir tímabilið og segir þær eiga stóran þátt í góðu gengi liðsins á tímabilinu. Selfoss situr sem stendur í 4. sæti Pepsi-deildarinnar með 19 stig eftir tíu leiki. Guðmunda segir árangurinn í deildinni í samræmi við væntingar: „Við erum bara á pari. Við ætluðum að gera betur en í fyrra þegar við lentum í 6. sæti. Markmiðið var að vera fyrir ofan það og vera við toppinn,“ segir Guðmunda að lokum, en hún og stöllur hennar mæta Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli 30. ágúst.
Íslenski boltinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira