Vonskuveður setti strik í listsköpunina Gunnar Leó Pálsson skrifar 23. júlí 2014 09:30 Verk Kristínar Þorláksdóttur og Ýmis Grönvold kallast Afapollur og er á húsvegg við höfnina í Vestmannaeyjum. mynd/Laufey Konný Guðjónsdóttir „Það var haft samband við mig og ég fengin í þetta verkefni en sá sem hafði samband hafði séð verk mín og vildi fá mig í þetta,“ segir listakonan Kristín Þorláksdóttir, en hún hefur nú ásamt listamanninum Ými Grönvold lokið við stærðarinnar listaverk sem prýðir stóran vegg á húsi í eigu Eimskipafélagsins við höfnina í Vestmannaeyjum. Verkið, sem ber nafnið Afapollur, prýðir vegg sem er um fjórtán metrar að breidd og átta til níu metrar á hæð, á húsi sem er það fyrsta sem fólk sér þegar það kemur út úr Herjólfi í Vestmannaeyjum. „Nafnið er dregið af stað sem var í Eyjum fyrir gos sem hét Afapollur. Þangað komu börn oft til þess að leika sér en staðurinn hvarf í gosinu. Fólk hefur verið að koma til mín og segja mér að verkið minni á bernskuminningar sínar, sem er fallegt að heyra,“ segir Kristín. Hún segist þó ekki hafa verið lofthrædd í átta til níu metra hæð, þegar hún málaði efsta hluta verksins. „Ég var ekki lofthrædd, fyrst þegar ég vann í svona lyftu þá var ég smeyk en er orðin vanari í dag.“Kristín ÞorláksdóttirÍslenskt veðurfar er þó ekki alltaf það ákjósanlegasta fyrir götulistamenn en Kristín og Ýmir lentu í alls kyns veðri. „Það tók um það bil átta heila daga að mála verkið en í þremur atrennum, við fórum þrisvar sinnum til Eyja en fórum alltaf heim á milli því það kom brjálað veður,“ segir Kristín og hlær. Hún er þó ekki tengd Eyjum á nokkurn hátt, nema að stjúpmóðir hennar er frá Eyjum. „Ég hafði síðast komið til Eyja þegar ég var tíu ára á pysjuveiðum.“ Samstarf Kristínar og Ýmis gekk mjög vel. „Við berum mikla virðingu hvort fyrir öðru og gekk þetta mjög vel.“Kristín Þorláksdóttir og Ýmir Grönvold við vinnslu verksins.mynd/Laufey Konný GuðjónsdóttirMikla undirbúningsvinnu þarf að vinna fyrir smíði svona stærðarinnar listaverks. „Maður þarf að hafa fullkomna mynd fyrir framan sig, skyssan þarf að vera mjög góð. Ég var með skyssuna í símanum mínum, það er betra en að hafa þetta á pappír því hann getur blotnað og rifnað.“ Kristín, sem útskrifaðist af listnámsbraut frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, hefur lengi haft mikinn áhuga á götulist og segir greinina vera að vaxa og stækka mikið og þá sérstaklega hér á landi. Þá er hún á leið í myndlistarnám í OCAD í Toronto í haust. Hún hefur unnið ýmis verk eins og til dæmis nítján metra hátt vegglistaverk við Hamraborgina í Kópavogi. Hún á ekki langt að sækja hæfileikana því hún er dóttir Tolla Morthens. Hún opnar sýningu í dag á Kaffi Krók við höfnina í Eyjum og ber sýningin nafnið Leikir. Veður Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
„Það var haft samband við mig og ég fengin í þetta verkefni en sá sem hafði samband hafði séð verk mín og vildi fá mig í þetta,“ segir listakonan Kristín Þorláksdóttir, en hún hefur nú ásamt listamanninum Ými Grönvold lokið við stærðarinnar listaverk sem prýðir stóran vegg á húsi í eigu Eimskipafélagsins við höfnina í Vestmannaeyjum. Verkið, sem ber nafnið Afapollur, prýðir vegg sem er um fjórtán metrar að breidd og átta til níu metrar á hæð, á húsi sem er það fyrsta sem fólk sér þegar það kemur út úr Herjólfi í Vestmannaeyjum. „Nafnið er dregið af stað sem var í Eyjum fyrir gos sem hét Afapollur. Þangað komu börn oft til þess að leika sér en staðurinn hvarf í gosinu. Fólk hefur verið að koma til mín og segja mér að verkið minni á bernskuminningar sínar, sem er fallegt að heyra,“ segir Kristín. Hún segist þó ekki hafa verið lofthrædd í átta til níu metra hæð, þegar hún málaði efsta hluta verksins. „Ég var ekki lofthrædd, fyrst þegar ég vann í svona lyftu þá var ég smeyk en er orðin vanari í dag.“Kristín ÞorláksdóttirÍslenskt veðurfar er þó ekki alltaf það ákjósanlegasta fyrir götulistamenn en Kristín og Ýmir lentu í alls kyns veðri. „Það tók um það bil átta heila daga að mála verkið en í þremur atrennum, við fórum þrisvar sinnum til Eyja en fórum alltaf heim á milli því það kom brjálað veður,“ segir Kristín og hlær. Hún er þó ekki tengd Eyjum á nokkurn hátt, nema að stjúpmóðir hennar er frá Eyjum. „Ég hafði síðast komið til Eyja þegar ég var tíu ára á pysjuveiðum.“ Samstarf Kristínar og Ýmis gekk mjög vel. „Við berum mikla virðingu hvort fyrir öðru og gekk þetta mjög vel.“Kristín Þorláksdóttir og Ýmir Grönvold við vinnslu verksins.mynd/Laufey Konný GuðjónsdóttirMikla undirbúningsvinnu þarf að vinna fyrir smíði svona stærðarinnar listaverks. „Maður þarf að hafa fullkomna mynd fyrir framan sig, skyssan þarf að vera mjög góð. Ég var með skyssuna í símanum mínum, það er betra en að hafa þetta á pappír því hann getur blotnað og rifnað.“ Kristín, sem útskrifaðist af listnámsbraut frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, hefur lengi haft mikinn áhuga á götulist og segir greinina vera að vaxa og stækka mikið og þá sérstaklega hér á landi. Þá er hún á leið í myndlistarnám í OCAD í Toronto í haust. Hún hefur unnið ýmis verk eins og til dæmis nítján metra hátt vegglistaverk við Hamraborgina í Kópavogi. Hún á ekki langt að sækja hæfileikana því hún er dóttir Tolla Morthens. Hún opnar sýningu í dag á Kaffi Krók við höfnina í Eyjum og ber sýningin nafnið Leikir.
Veður Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira