Daginn sem Skeifan brann Sara McMahon skrifar 8. júlí 2014 07:00 Á meðan Skeifan stóð í ljósum logum mjakaðist ég ásamt ótal öðrum ferðalöngum eftir Suðurlandsveginum í átt til höfuðborgarinnar. Ég missti því af brunanum en gat lesið mér til um hann á öllum fréttamiðlum í gær. Nokkrar fréttir sögðu frá margmenninu sem safnast hafði saman við Skeifuna til þess að fylgjast með því sem fram fór, þvert á ráðleggingar lögreglumannanna er vöktuðu svæðið. Í fljótu bragði mætti ætla að þeir sem söfnuðust þarna saman væru hálfgerðir kjánar, að hópast í átt að stórbruna þar sem hættuástand hafði skapast. En við nánari skoðun er ljóst að fylkingin laðaðist að brunanum líkt og mý að mykjuskán – eðlishvötin dró mannskapinn að bálinu sem átti upptök sín í efnalauginni Fönn. Vísindamenn vilja nefnilega meina að aðdráttaraflið sem eldur hefur á Vesturlandabúa stafi af því að við lærðum aldrei að meðhöndla hann sem börn, ólíkt þeim þjóðum sem nota enn eld við sín daglegu störf. Þar missa börn áhuga á eldi skömmu eftir að þau læra að kveikja hann og meðhöndla. Bálið verður hversdagslegt og óspennandi. Nútímalegt líferni okkar er því sökudólgurinn og það sem gerir logana svo lokkandi í okkar augum. Sömu helgi og Skeifubruninn átti sér stað var goslokunum í Vestmannaeyjum fagnað. Ég var viðstödd hátíðahöldin ásamt lítilli frænku minni sem spurði linnulaust út í eldgos, upphöf þeirra og afleiðingar. „Eru eldgos hættuleg?“ „Getur aftur komið eldgos?“ „Getur fólk dáið?“ Spurningunum rigndi yfir fullorðna fólkið sem reyndi eftir bestu getu að svara spurningum barnsins og um leið slá á óttann. Litla frænkan og mannskapurinn sem safnaðist saman í Skeifunni á sem sagt það sameiginlegt að heillast af og óttast eldinn, fegurð hans og eyðileggingarmátt. Þetta er allt í eðli okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun
Á meðan Skeifan stóð í ljósum logum mjakaðist ég ásamt ótal öðrum ferðalöngum eftir Suðurlandsveginum í átt til höfuðborgarinnar. Ég missti því af brunanum en gat lesið mér til um hann á öllum fréttamiðlum í gær. Nokkrar fréttir sögðu frá margmenninu sem safnast hafði saman við Skeifuna til þess að fylgjast með því sem fram fór, þvert á ráðleggingar lögreglumannanna er vöktuðu svæðið. Í fljótu bragði mætti ætla að þeir sem söfnuðust þarna saman væru hálfgerðir kjánar, að hópast í átt að stórbruna þar sem hættuástand hafði skapast. En við nánari skoðun er ljóst að fylkingin laðaðist að brunanum líkt og mý að mykjuskán – eðlishvötin dró mannskapinn að bálinu sem átti upptök sín í efnalauginni Fönn. Vísindamenn vilja nefnilega meina að aðdráttaraflið sem eldur hefur á Vesturlandabúa stafi af því að við lærðum aldrei að meðhöndla hann sem börn, ólíkt þeim þjóðum sem nota enn eld við sín daglegu störf. Þar missa börn áhuga á eldi skömmu eftir að þau læra að kveikja hann og meðhöndla. Bálið verður hversdagslegt og óspennandi. Nútímalegt líferni okkar er því sökudólgurinn og það sem gerir logana svo lokkandi í okkar augum. Sömu helgi og Skeifubruninn átti sér stað var goslokunum í Vestmannaeyjum fagnað. Ég var viðstödd hátíðahöldin ásamt lítilli frænku minni sem spurði linnulaust út í eldgos, upphöf þeirra og afleiðingar. „Eru eldgos hættuleg?“ „Getur aftur komið eldgos?“ „Getur fólk dáið?“ Spurningunum rigndi yfir fullorðna fólkið sem reyndi eftir bestu getu að svara spurningum barnsins og um leið slá á óttann. Litla frænkan og mannskapurinn sem safnaðist saman í Skeifunni á sem sagt það sameiginlegt að heillast af og óttast eldinn, fegurð hans og eyðileggingarmátt. Þetta er allt í eðli okkar.