"Ég neita því að vera í þessu ástandi“ Baldvin Þormóðsson skrifar 2. júlí 2014 12:30 Viktor Árnason fótbrotnaði aðeins þremur dögum fyrir tónleika. vísir/arnþór „Þetta var nú ekki beint planað,“ segir Viktor Orri Árnason, tónlistarmaður og meðlimur Hjaltalíns, en hann fótbrotnaði aðeins viku fyrir UNICEF-tónleikana í Hörpu þar sem Hjaltalín kemur fram. „Eftir að hafa verið að horfa á HM þá fylltist ég orku og vilja til að spila fótbolta. Svo missteig ég mig svo harkalega að mér tókst að brjóta völubeinið,“ segir Viktor en hann spilar á fiðlu og hljóðgervil og þarf því vanalega að standa á meðan hann kemur fram á tónleikum. „Ég hefði þurft fótinn til þess að stíga á pedalana,“ segir hann. „Ég mun líklega nota annað settöpp þar sem ég get notað hendurnar meira til þess að stjórna effektunum.“ Fótbrotið kemur sér afar illa fyrir Viktor þar sem hann á viðburðaríkan mánuð fram undan en hann segist ekki ætla að láta aðstæðurnar aftra sér á nokkurn hátt. „Ég neita því að vera í þessu ástandi,“ segir tónlistarmaðurinn en hann er meðal annars að spila á ATP-hátíðinni, fara í tónleikaferðalag með Ólafi Arnalds og að fara að hitta kærustuna sína í Berlín. „Eina sem gæti breytt plönunum væri ef ég þyrfti að fara í aðgerð, en ég fæ ekki að vita það strax.“ Viktor hefur áður lent í því að þurfa að koma fram meiddur en þá var hann staddur í Ungverjalandi í tónleikaferðalagi ásamt Ólafi Arnalds. „Ég fékk einhvers konar tak í bakið og gat ekki hreyft mig,“ segir hann. „Þá var náð í einhvern sjúkraþjálfara sem gerði eitt það ótrúlegasta sem ég hef upplifað. Hann tók mig upp á höndunum og hélt á mér í svona fimm mínútur á meðan hann stýrði mjöðmunum mínum með fótunum sínum,“ segir Viktor. „Ég er alveg þungur maður þannig að ég get ímyndað mér hversu erfitt þetta hefur verið fyrir hann en eftir þetta gat ég hreyft mig smá og því spilað á tónleikunum. Ég þurfti bara að sleppa sólói sem ég átti að taka.“ ATP í Keflavík Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Fleiri fréttir Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Sjá meira
„Þetta var nú ekki beint planað,“ segir Viktor Orri Árnason, tónlistarmaður og meðlimur Hjaltalíns, en hann fótbrotnaði aðeins viku fyrir UNICEF-tónleikana í Hörpu þar sem Hjaltalín kemur fram. „Eftir að hafa verið að horfa á HM þá fylltist ég orku og vilja til að spila fótbolta. Svo missteig ég mig svo harkalega að mér tókst að brjóta völubeinið,“ segir Viktor en hann spilar á fiðlu og hljóðgervil og þarf því vanalega að standa á meðan hann kemur fram á tónleikum. „Ég hefði þurft fótinn til þess að stíga á pedalana,“ segir hann. „Ég mun líklega nota annað settöpp þar sem ég get notað hendurnar meira til þess að stjórna effektunum.“ Fótbrotið kemur sér afar illa fyrir Viktor þar sem hann á viðburðaríkan mánuð fram undan en hann segist ekki ætla að láta aðstæðurnar aftra sér á nokkurn hátt. „Ég neita því að vera í þessu ástandi,“ segir tónlistarmaðurinn en hann er meðal annars að spila á ATP-hátíðinni, fara í tónleikaferðalag með Ólafi Arnalds og að fara að hitta kærustuna sína í Berlín. „Eina sem gæti breytt plönunum væri ef ég þyrfti að fara í aðgerð, en ég fæ ekki að vita það strax.“ Viktor hefur áður lent í því að þurfa að koma fram meiddur en þá var hann staddur í Ungverjalandi í tónleikaferðalagi ásamt Ólafi Arnalds. „Ég fékk einhvers konar tak í bakið og gat ekki hreyft mig,“ segir hann. „Þá var náð í einhvern sjúkraþjálfara sem gerði eitt það ótrúlegasta sem ég hef upplifað. Hann tók mig upp á höndunum og hélt á mér í svona fimm mínútur á meðan hann stýrði mjöðmunum mínum með fótunum sínum,“ segir Viktor. „Ég er alveg þungur maður þannig að ég get ímyndað mér hversu erfitt þetta hefur verið fyrir hann en eftir þetta gat ég hreyft mig smá og því spilað á tónleikunum. Ég þurfti bara að sleppa sólói sem ég átti að taka.“
ATP í Keflavík Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Fleiri fréttir Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Sjá meira