Ragnheiður og Gullna hliðið hlutu flest verðlaun Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. júní 2014 16:52 Allir verðlaunahafar kvöldsins á sviðinu. Vísir/Daníel Íslensku sviðslistaverðlaunin, Gríman, voru veitt í 12. skiptið við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Sýningarnar Ragnheiður og Gullna hliðið voru sigursælar og hlutu báðar þrenn verðlaun á hátíðinni en Ragnheiður var meðal annars valin sýning ársins. Kynnar kvöldsins voru Bergur Ebbi og Dóri DNA og slógu þeir á létta strengi eins og þeim einum er lagið. Sýningin Stóru börnin eftir Lilju Sigurðardóttur hlaut Grímuverðlaunin í ár sem leikrit ársins. Sýningin var flutt af leikhópnum LabLoki í Tjarnarbíói í vetur og fjallar um konu sem býður upp á þjónustu fyrir einstaklinga sem vilja upplifa það að ganga aftur í barndóm. Þá hlutu bæði Hilmir Snær Guðnason og Margrét Vilhjálmsdóttir verðlaun fyrir leik í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í verkinu Eldraunin eftir Arthur Miller, sem sýnt var í Borgarleikhúsinu. Hvorki Hilmir Snær né Margrét gátu tekið á móti verðlaununum en sendu fulltrúa í sinn stað, Hilmir Snær sendi dóttur sína og Margrét leikkonuna Tinnu Gunnlaugsdóttur. Það var svo leikkonan Kristbjörg Kjeld sem hlaut heiðursverðlaun ársins fyrir ævistarf. Það var Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sem afhenti henni verðlaunin við mikið lófaklapp áhorfenda. Þess má geta að Kristbörg uppskar mikinn hlátur fyrr um kvöldið er hún veitti Margréti verðlaun fyrir leik í aðalhlutverki og var næstum því búin að tilkynna nafn sigurvegarans án þess að lesa upp nöfn tilnefndra. Verðlaunin á hátíðinni skiptust þannig:RagnheiðurSýning ársins 2014eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik ErlingssonÍslenska óperanStóru börninLeikrit ársins 2014eftir Lilju SigurðardótturLab LokiÓperan Ragnheiður var sigursæl á hátíðinni og hlaut þrenn verðlaun, meðal annars sem sýning ársins.Egill Heiðar Anton PálssonLeikstjóri ársins 2014fyrir Gullna hliðiðLeikfélag AkureyrarHilmir Snær GuðnasonLeikari ársins 2014 í aðalhlutverkifyrir EldrauninaÞjóðleikhúsiðMargrét VilhjálmsdóttirLeikkona ársins 2014í aðalhlutverkifyrir EldrauninaÞjóðleikhúsiðBergur Þór IngólfssonLeikari ársins 2014 í aukahlutverkifyrir Furðulegt háttalag hunds um nóttBorgarleikhúsiðStóru börnin sem sýnt var í Tjarnarbíói var valið leikrit ársins.Nanna Kristín MagnúsdóttirLeikkona ársins 2014 í aukahlutverkifyrir ÓskasteinaBorgarleikhúsiðEgill IngibergssonLeikmynd ársins 2014fyrir Gullna hliðiðLeikfélag AkureyrarHelga Mjöll OddsdóttirBúningar ársins 2014fyrir Gullna hliðiðLeikfélag AkureyrarGunnar ÞórðarsonTónlist ársins 2014fyrir RagnheiðiÍslenska óperanVala Gestsdóttir og Kristinn Gauti EinarssonHljóðmynd ársins 2014fyrir Litla prinsinnÞjóðleikhúsiðBjörn Bergsteinn Guðmundsson og Petr HloušekLýsing ársins 2014fyrir Furðulegt háttalag hunds um nóttBorgarleikhúsiðElmar GilbertssonSöngvari ársins 2014fyrir RagnheiðiÍslenska óperanKristbjörg Kjeld hlaut Heiðursverðlaun Leiklistarsambands.Vísir/StefánBrian GerkeDansari ársins 2014fyrir F A R A N G U RÍslenski dansflokkurinnValgerður RúnarsdóttirDanshöfundur ársins 2014fyrir F A R A N G U RÍslenski dansflokkurinnSöngur hrafnanna eftir Árna Kristjánssonútvarpsverk ársins 2014Leikstjórn Viðar EggertssonÚtvarpsleikhúsið á RÚVTyrfingur Tyrfingsson – leikskáldSproti ársins 2014fyrir BláskjáÓskabörn ógæfunnar og BorgarleikhúsiðHamlet litli eftir Berg Þór IngólfssonBarnasýning ársins 2014BorgarleikhúsiðKristbjörg KjeldHeiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands 2014 Gríman Leikhús Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
Íslensku sviðslistaverðlaunin, Gríman, voru veitt í 12. skiptið við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Sýningarnar Ragnheiður og Gullna hliðið voru sigursælar og hlutu báðar þrenn verðlaun á hátíðinni en Ragnheiður var meðal annars valin sýning ársins. Kynnar kvöldsins voru Bergur Ebbi og Dóri DNA og slógu þeir á létta strengi eins og þeim einum er lagið. Sýningin Stóru börnin eftir Lilju Sigurðardóttur hlaut Grímuverðlaunin í ár sem leikrit ársins. Sýningin var flutt af leikhópnum LabLoki í Tjarnarbíói í vetur og fjallar um konu sem býður upp á þjónustu fyrir einstaklinga sem vilja upplifa það að ganga aftur í barndóm. Þá hlutu bæði Hilmir Snær Guðnason og Margrét Vilhjálmsdóttir verðlaun fyrir leik í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í verkinu Eldraunin eftir Arthur Miller, sem sýnt var í Borgarleikhúsinu. Hvorki Hilmir Snær né Margrét gátu tekið á móti verðlaununum en sendu fulltrúa í sinn stað, Hilmir Snær sendi dóttur sína og Margrét leikkonuna Tinnu Gunnlaugsdóttur. Það var svo leikkonan Kristbjörg Kjeld sem hlaut heiðursverðlaun ársins fyrir ævistarf. Það var Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sem afhenti henni verðlaunin við mikið lófaklapp áhorfenda. Þess má geta að Kristbörg uppskar mikinn hlátur fyrr um kvöldið er hún veitti Margréti verðlaun fyrir leik í aðalhlutverki og var næstum því búin að tilkynna nafn sigurvegarans án þess að lesa upp nöfn tilnefndra. Verðlaunin á hátíðinni skiptust þannig:RagnheiðurSýning ársins 2014eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik ErlingssonÍslenska óperanStóru börninLeikrit ársins 2014eftir Lilju SigurðardótturLab LokiÓperan Ragnheiður var sigursæl á hátíðinni og hlaut þrenn verðlaun, meðal annars sem sýning ársins.Egill Heiðar Anton PálssonLeikstjóri ársins 2014fyrir Gullna hliðiðLeikfélag AkureyrarHilmir Snær GuðnasonLeikari ársins 2014 í aðalhlutverkifyrir EldrauninaÞjóðleikhúsiðMargrét VilhjálmsdóttirLeikkona ársins 2014í aðalhlutverkifyrir EldrauninaÞjóðleikhúsiðBergur Þór IngólfssonLeikari ársins 2014 í aukahlutverkifyrir Furðulegt háttalag hunds um nóttBorgarleikhúsiðStóru börnin sem sýnt var í Tjarnarbíói var valið leikrit ársins.Nanna Kristín MagnúsdóttirLeikkona ársins 2014 í aukahlutverkifyrir ÓskasteinaBorgarleikhúsiðEgill IngibergssonLeikmynd ársins 2014fyrir Gullna hliðiðLeikfélag AkureyrarHelga Mjöll OddsdóttirBúningar ársins 2014fyrir Gullna hliðiðLeikfélag AkureyrarGunnar ÞórðarsonTónlist ársins 2014fyrir RagnheiðiÍslenska óperanVala Gestsdóttir og Kristinn Gauti EinarssonHljóðmynd ársins 2014fyrir Litla prinsinnÞjóðleikhúsiðBjörn Bergsteinn Guðmundsson og Petr HloušekLýsing ársins 2014fyrir Furðulegt háttalag hunds um nóttBorgarleikhúsiðElmar GilbertssonSöngvari ársins 2014fyrir RagnheiðiÍslenska óperanKristbjörg Kjeld hlaut Heiðursverðlaun Leiklistarsambands.Vísir/StefánBrian GerkeDansari ársins 2014fyrir F A R A N G U RÍslenski dansflokkurinnValgerður RúnarsdóttirDanshöfundur ársins 2014fyrir F A R A N G U RÍslenski dansflokkurinnSöngur hrafnanna eftir Árna Kristjánssonútvarpsverk ársins 2014Leikstjórn Viðar EggertssonÚtvarpsleikhúsið á RÚVTyrfingur Tyrfingsson – leikskáldSproti ársins 2014fyrir BláskjáÓskabörn ógæfunnar og BorgarleikhúsiðHamlet litli eftir Berg Þór IngólfssonBarnasýning ársins 2014BorgarleikhúsiðKristbjörg KjeldHeiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands 2014
Gríman Leikhús Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira