Hættur að feika'ða Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. júní 2014 07:00 Flestir hafa heyrt kjaftasöguna um mennina tvo sem hittust á förnum vegi og töldu sig þekkja hvor annan. Í ljós kom að lokum að þeir voru báðir að taka feil og höfðu þeir feikað það til þess að móðga ekki hinn. Ég taldi engar líkur á að þessi saga væri sönn þar til ég lenti í svipuðu. Ég var í gleðskap á föstudaginn þegar maður kom að mér og rétti út höndina. „Sæll og blessaður,“ sagði hann stútfullur af sjálfsöryggi. „Hvaða maður er þetta?“ hugsaði ég en tók engu að síður í höndina á honum. „Manstu ekki eftir mér?“ spurði hann og neyddi mig þar með til þess að ljúga. Það er jú auðvitað stórglæpur að muna ekki eftir einhverjum, eða það taldi ég mér trú um. Ég sagði honum að mig rámaði í hann (lygi) en ég myndi ekki hvaðan. Hann sagðist þá vinna hjá fyrirtæki í bænum sem ég hefði hannað vefsíðu fyrir. Þarna fattaði ég að það var hann sem var úti á túni en ekki ég. Ég er ekki vefsíðuhönnuður og hef aldrei unnið fyrir fyrirtækið sem hann nefndi. Flestir hefðu á þessum tímapunkti notað tækifærið og komið sér út úr aðstæðunum. „Nei, þú ert eitthvað að ruglast,“ hefði ég getað sagt og hann hefði orðið vandræðalegur en ekki ég. Ég ákvað hins vegar að gera það sem mér er tamast í aðstæðum sem þessum — að ljúga. Ég gat alveg verið vefsíðuhönnuður ef þessi maður vildi að ég væri það. Og þið haldið að þið séuð meðvirk. En upp komast svik um síðir og auðvitað endaði þetta með því að hann áttaði sig á því að ég var alls ekki maðurinn sem hann hélt að ég væri. Ég hafði skorið hann úr snörunni og hengt sjálfan mig í staðinn. Það er kannski spurning að þroskast aðeins og hætta að reyna að feika það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun
Flestir hafa heyrt kjaftasöguna um mennina tvo sem hittust á förnum vegi og töldu sig þekkja hvor annan. Í ljós kom að lokum að þeir voru báðir að taka feil og höfðu þeir feikað það til þess að móðga ekki hinn. Ég taldi engar líkur á að þessi saga væri sönn þar til ég lenti í svipuðu. Ég var í gleðskap á föstudaginn þegar maður kom að mér og rétti út höndina. „Sæll og blessaður,“ sagði hann stútfullur af sjálfsöryggi. „Hvaða maður er þetta?“ hugsaði ég en tók engu að síður í höndina á honum. „Manstu ekki eftir mér?“ spurði hann og neyddi mig þar með til þess að ljúga. Það er jú auðvitað stórglæpur að muna ekki eftir einhverjum, eða það taldi ég mér trú um. Ég sagði honum að mig rámaði í hann (lygi) en ég myndi ekki hvaðan. Hann sagðist þá vinna hjá fyrirtæki í bænum sem ég hefði hannað vefsíðu fyrir. Þarna fattaði ég að það var hann sem var úti á túni en ekki ég. Ég er ekki vefsíðuhönnuður og hef aldrei unnið fyrir fyrirtækið sem hann nefndi. Flestir hefðu á þessum tímapunkti notað tækifærið og komið sér út úr aðstæðunum. „Nei, þú ert eitthvað að ruglast,“ hefði ég getað sagt og hann hefði orðið vandræðalegur en ekki ég. Ég ákvað hins vegar að gera það sem mér er tamast í aðstæðum sem þessum — að ljúga. Ég gat alveg verið vefsíðuhönnuður ef þessi maður vildi að ég væri það. Og þið haldið að þið séuð meðvirk. En upp komast svik um síðir og auðvitað endaði þetta með því að hann áttaði sig á því að ég var alls ekki maðurinn sem hann hélt að ég væri. Ég hafði skorið hann úr snörunni og hengt sjálfan mig í staðinn. Það er kannski spurning að þroskast aðeins og hætta að reyna að feika það?
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun