Samfélag óttans Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 7. júní 2014 07:00 Þegar rætt er um hryðjuverkaógnir gleymist oft hversu fáir standa á bak við þær, hversu fáar þær eru og hversu lítið mannfallið hefur verið í samanburði við allar helstu dánarorsakir á Vesturlöndum. Áhrifaríkasta vopn hryðjuverkamanna er nefnilega ekki sprengjur, hálfsjálfvirkir hríðskotarifflar eða hver önnur verkfæri sem notuð eru til að fremja illvirki. Það er ótti almennings við hið óþekkta; hvar og hvenær næsta árás mun eiga sér stað. Ekki bætir úr skák að tilgangur og markmið illvirkjanna eru okkur algjörlega framandi. Og sumir verða alltaf hræddari en aðrir. Þeir urðu fljótt helstu boðberar fagnaðarerindis hryðjuverkamannanna. Eins ótrúlegt og það hljómar þá virtust viðkomandi nýta hvert tækifæri til að ýta undir eigin vanlíðan, tóku allt hið versta af netmiðlum og dreifðu til að kynda enn frekar undir eigin ótta og annarra. Það er ekki að ástæðulausu að meðferð við ofsakvíða/-hræðslu gengur út á að greina einkennin áður en kastið byrjar. Því þegar það er á annað borð hafið er fólk fast í spíral og færist alltaf neðar og neðar þar til kastið er yfirstaðið. Á meðan á því stendur virkar ekkert lengur; hvorki heilbrigð skynsemi, rökhugsun eða neitt annað. Þessi ótti gerði vestrænum stjórnvöldum kleift að ryðjast inn í einkalíf okkar með grófari hætti en áður gerðist – setja á stofn eftirlitsþjóðfélag sem ekki enn sér fyrir endann á. Angar af þessu rötuðu meira að segja inn í íslenska löggjöf þótt hvorki fyrr né síðar hafi nokkrar vísbendingar bent til þess að hryðjuverk væru yfirvofandi hér á landi. Það er kaldhæðnislegt en aðferðafræði þeirra sem kynda nú undir andúð á múslimum byggir á nákvæmlega sömu aðferðafræði og hinir örfáu hryðjuverkamenn. Einstök tilvik frá meginlandinu um nauðungarhjónabönd, umskurð kvenna og illa áttaða einstaklina sem röfla um upptöku sjaríalaga eru notuð til að kynda undir ótta almennings. Og alveg eins og með hryðjuverkin þá verða sumir hræddari en aðrir. Við finnum þá á Facebook og í athugasemdakerfum netsins póstandi sleggjudómum sem standast enga skoðun, tölfræði frá vafasömum xenófóbískum stofnunum og fölsuðum myndum af börnum sem hefur verið nauðgað til dauða eftir nauðungarhjónaband. Þetta er allt á sömu bókina lært. Það eina sem er eftir er að stjórnvöld fari að setja lög til að bregðast við þessari nýju „ógn“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun
Þegar rætt er um hryðjuverkaógnir gleymist oft hversu fáir standa á bak við þær, hversu fáar þær eru og hversu lítið mannfallið hefur verið í samanburði við allar helstu dánarorsakir á Vesturlöndum. Áhrifaríkasta vopn hryðjuverkamanna er nefnilega ekki sprengjur, hálfsjálfvirkir hríðskotarifflar eða hver önnur verkfæri sem notuð eru til að fremja illvirki. Það er ótti almennings við hið óþekkta; hvar og hvenær næsta árás mun eiga sér stað. Ekki bætir úr skák að tilgangur og markmið illvirkjanna eru okkur algjörlega framandi. Og sumir verða alltaf hræddari en aðrir. Þeir urðu fljótt helstu boðberar fagnaðarerindis hryðjuverkamannanna. Eins ótrúlegt og það hljómar þá virtust viðkomandi nýta hvert tækifæri til að ýta undir eigin vanlíðan, tóku allt hið versta af netmiðlum og dreifðu til að kynda enn frekar undir eigin ótta og annarra. Það er ekki að ástæðulausu að meðferð við ofsakvíða/-hræðslu gengur út á að greina einkennin áður en kastið byrjar. Því þegar það er á annað borð hafið er fólk fast í spíral og færist alltaf neðar og neðar þar til kastið er yfirstaðið. Á meðan á því stendur virkar ekkert lengur; hvorki heilbrigð skynsemi, rökhugsun eða neitt annað. Þessi ótti gerði vestrænum stjórnvöldum kleift að ryðjast inn í einkalíf okkar með grófari hætti en áður gerðist – setja á stofn eftirlitsþjóðfélag sem ekki enn sér fyrir endann á. Angar af þessu rötuðu meira að segja inn í íslenska löggjöf þótt hvorki fyrr né síðar hafi nokkrar vísbendingar bent til þess að hryðjuverk væru yfirvofandi hér á landi. Það er kaldhæðnislegt en aðferðafræði þeirra sem kynda nú undir andúð á múslimum byggir á nákvæmlega sömu aðferðafræði og hinir örfáu hryðjuverkamenn. Einstök tilvik frá meginlandinu um nauðungarhjónabönd, umskurð kvenna og illa áttaða einstaklina sem röfla um upptöku sjaríalaga eru notuð til að kynda undir ótta almennings. Og alveg eins og með hryðjuverkin þá verða sumir hræddari en aðrir. Við finnum þá á Facebook og í athugasemdakerfum netsins póstandi sleggjudómum sem standast enga skoðun, tölfræði frá vafasömum xenófóbískum stofnunum og fölsuðum myndum af börnum sem hefur verið nauðgað til dauða eftir nauðungarhjónaband. Þetta er allt á sömu bókina lært. Það eina sem er eftir er að stjórnvöld fari að setja lög til að bregðast við þessari nýju „ógn“.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun