Við viljum vera í toppbaráttunni Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. júní 2014 06:00 Ingimundur Ingimundarson í leik með ÍR. Vísir/Valgarður „Við ákváðum að snúa bökum saman og reyna að búa til flott lið fyrir fólkið hérna,“ segir Hlynur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Akureyrar handboltafélags í samtali við Fréttablaðið. Akureyringar hafa heldur betur látið til sín taka á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Þeir voru búnir að klófesta Sverre Jakobsson sem spilandi þjálfara og nú síðast í fyrradaga sömdu við liðið tveir silfurdrengir til viðbótar; Ingimundur Ingimundarson og markvörðurinn Hreiðar Levy Guðmundsson. Peking-vörnin mætt til leiks fyrir norðan. „Við vorum búnir að vinna lengi í Sverre en þetta með hina tvo er nýdottið inn á borð. Við vissum alltaf af Hreiðari en það var ekkert öruggt að hann kæmist heim. Það leystist svo fyrir örfáum dögum og Diddi dettur inn í þetta því þeir eru miklir félagar og vilja spila saman,“ segir Hlynur og fagnar því að loksins hafi hlutirnir aðeins fallið með landsbyggðarliði í leikmannamálum. „Þetta datt svolítið fyrir okkur. Það er alltaf mjög erfitt að fá menn út á land. Svo halda þeir oft að það að spila úti á landi sé ávísun á einhverja gullkistu. Menn vilja oft fá miklu meira þegar þeir fara út á land,“ segir Hlynur. Eitthvað hlýtur þetta þó að kosta. „Það er dýrt að vera með lélegt lið,“ svarar framkvæmdastjórinn um hæl. „Það er miklu dýrara en að vera með gott lið. Þú þarft alltaf að standa undir ákveðnum kostnaði sama hversu gott liðið er. Þó gott lið sé aðeins dýrara þá færðu fleiri áhorfendur og meiri tekjur ef þú kemst lengra á Íslandsmótinu og þegar vel gengur vilja áhorfendur og stuðningsaðilar taka þátt í fjörinu,“ segir Hlynur. Akureyri endaði í sjötta sæti annað tímabilið í röð eftir að hafa komist í undanúrslit árið áður og lokaúrslitin 2011. „Við viljum vera með í toppbaráttunni en ekki berjast á botninum. Vonandi bætum við bara fleiri leikmönnum við. Við erum að vinna í liðinu okkar sem stendur,“ segir Hlynur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Akureyrar handboltafélags. Olís-deild karla Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Skórnir hennar seldust upp á mínútu Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Íslenska landsliðið í krikket á leiðinni til Varsjár Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Sjá meira
„Við ákváðum að snúa bökum saman og reyna að búa til flott lið fyrir fólkið hérna,“ segir Hlynur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Akureyrar handboltafélags í samtali við Fréttablaðið. Akureyringar hafa heldur betur látið til sín taka á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Þeir voru búnir að klófesta Sverre Jakobsson sem spilandi þjálfara og nú síðast í fyrradaga sömdu við liðið tveir silfurdrengir til viðbótar; Ingimundur Ingimundarson og markvörðurinn Hreiðar Levy Guðmundsson. Peking-vörnin mætt til leiks fyrir norðan. „Við vorum búnir að vinna lengi í Sverre en þetta með hina tvo er nýdottið inn á borð. Við vissum alltaf af Hreiðari en það var ekkert öruggt að hann kæmist heim. Það leystist svo fyrir örfáum dögum og Diddi dettur inn í þetta því þeir eru miklir félagar og vilja spila saman,“ segir Hlynur og fagnar því að loksins hafi hlutirnir aðeins fallið með landsbyggðarliði í leikmannamálum. „Þetta datt svolítið fyrir okkur. Það er alltaf mjög erfitt að fá menn út á land. Svo halda þeir oft að það að spila úti á landi sé ávísun á einhverja gullkistu. Menn vilja oft fá miklu meira þegar þeir fara út á land,“ segir Hlynur. Eitthvað hlýtur þetta þó að kosta. „Það er dýrt að vera með lélegt lið,“ svarar framkvæmdastjórinn um hæl. „Það er miklu dýrara en að vera með gott lið. Þú þarft alltaf að standa undir ákveðnum kostnaði sama hversu gott liðið er. Þó gott lið sé aðeins dýrara þá færðu fleiri áhorfendur og meiri tekjur ef þú kemst lengra á Íslandsmótinu og þegar vel gengur vilja áhorfendur og stuðningsaðilar taka þátt í fjörinu,“ segir Hlynur. Akureyri endaði í sjötta sæti annað tímabilið í röð eftir að hafa komist í undanúrslit árið áður og lokaúrslitin 2011. „Við viljum vera með í toppbaráttunni en ekki berjast á botninum. Vonandi bætum við bara fleiri leikmönnum við. Við erum að vinna í liðinu okkar sem stendur,“ segir Hlynur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Akureyrar handboltafélags.
Olís-deild karla Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Skórnir hennar seldust upp á mínútu Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Íslenska landsliðið í krikket á leiðinni til Varsjár Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Sjá meira