ATP og Secret Solstice með þeim bestu í Evrópu Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. maí 2014 12:30 Tómas Young, skipuleggjandi ATP-hátíðarinnar er ánægður með að komast á lista með nokkrum af þekktustu tónlistarhátíðum heims. visir/vilhelm Tvær tónlistarhátíðir sem fram fara á Íslandi í sumar eru á lista yfir topp tíu tónlistarhátíðir í Evrópu í sumar, þetta kemur fram á hinni virtu tónlistarheimasíðu Consequence of Sound. Um er að ræða tónlistarhátíðirnar ATP-hátíðina sem fram fer á Ásbrú í Keflavík dagana 10. til 12. júlí og Secret Solstice-hátíðina sem fram fer 20. til 22. júní í Laugardalnum í Reykjavík. ATP er í sjöunda sæti listans og Secret Solstice er í tíunda sæti listans. „Það er mjög gaman að vera kominn á lista með svona stórum hátíðum. Þetta er mjög skemmtileg viðurkenning,” segir Tómas Young, skipuleggjandi ATP-tónlistarhátíðarinnar, en á sama lista má finna hátíðir á borð við Hróarskelduhátíðina í Danmörku sem er í þriðja sæti, Glastonbury á Bretlandi í öðru sæti og Primavera Sound í Barcelona sem er í fyrsta sæti listans.Hljómsveitin Portishead kemur fram á ATP-hátíðinni í sumar.mynd/einkasafnTómas segist þekkja til þessarar virtu síðu. „Þetta er nokkurs konar tónlistarblogg þar sem tónlist og tónlistarviðburðir fá umfjöllun,“ bætir Tómas við. Mikil aðsókn er að ATP-hátíðinni en að sögn Tómasar eru um 1.300 erlendir gestir væntanlegir á hátíðina. Helstu hljómsveitir á ATP eru Portishead, Interpol og Mogwai svo nokkrar séu nefndar. Á Secret Solstice koma fram hljómsveitir á borð við Massive Attack, Schoolboy Q og Disclosure svo nokkrar séu nefndar. Þá kemur fram fjöldi íslenskra hljómsveita á báðum hátíðunum. ATP í Keflavík Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Fleiri fréttir Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Sjá meira
Tvær tónlistarhátíðir sem fram fara á Íslandi í sumar eru á lista yfir topp tíu tónlistarhátíðir í Evrópu í sumar, þetta kemur fram á hinni virtu tónlistarheimasíðu Consequence of Sound. Um er að ræða tónlistarhátíðirnar ATP-hátíðina sem fram fer á Ásbrú í Keflavík dagana 10. til 12. júlí og Secret Solstice-hátíðina sem fram fer 20. til 22. júní í Laugardalnum í Reykjavík. ATP er í sjöunda sæti listans og Secret Solstice er í tíunda sæti listans. „Það er mjög gaman að vera kominn á lista með svona stórum hátíðum. Þetta er mjög skemmtileg viðurkenning,” segir Tómas Young, skipuleggjandi ATP-tónlistarhátíðarinnar, en á sama lista má finna hátíðir á borð við Hróarskelduhátíðina í Danmörku sem er í þriðja sæti, Glastonbury á Bretlandi í öðru sæti og Primavera Sound í Barcelona sem er í fyrsta sæti listans.Hljómsveitin Portishead kemur fram á ATP-hátíðinni í sumar.mynd/einkasafnTómas segist þekkja til þessarar virtu síðu. „Þetta er nokkurs konar tónlistarblogg þar sem tónlist og tónlistarviðburðir fá umfjöllun,“ bætir Tómas við. Mikil aðsókn er að ATP-hátíðinni en að sögn Tómasar eru um 1.300 erlendir gestir væntanlegir á hátíðina. Helstu hljómsveitir á ATP eru Portishead, Interpol og Mogwai svo nokkrar séu nefndar. Á Secret Solstice koma fram hljómsveitir á borð við Massive Attack, Schoolboy Q og Disclosure svo nokkrar séu nefndar. Þá kemur fram fjöldi íslenskra hljómsveita á báðum hátíðunum.
ATP í Keflavík Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Fleiri fréttir Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Sjá meira