Tinder - Appið sem allir eru að tala um Kristjana Arnarsdóttir skrifar 24. maí 2014 09:30 Snjallsímaforritið Tinder kom á markað haustið 2012 og hefur hægt og bítandi sótt í sig veðrið. Forritið er eins konar stefnumótaapp en það gerir fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann. „Þetta er mjög hentugt fyrir fólk sem er einhleypt því hér á landi er stefnumótamenningin mjög lítil. Mér finnst þetta klárlega vera skref í rétta átt að stefnumótamenningu því þetta gefur fólki færi á því að kynnast manneskju án þess að vera í einhverju ölæði niðri í bæ,“ segir fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir um snjallsímaforritið Tinder sem sótt hefur í sig veðrið hér á landi undanfarin misseri.Samstarfsfélagar úr Skaftahlíðinni skráðu sig á Tinder. Þessi melding kemur upp ef báðir aðilar smella á hinn víðfræga like-hnapp.Forritið er ekki flókið í notkun en það gefur fólki færi á því að kynnast innbyrðis, svo framarlega sem báðir aðilar sýni áhuga með því að smella á svokallaðan like-hnapp. Forritið er keyrt í gegnum persónubundnar Facebook-síður og er því nánast ómögulegt að villa á sér heimildir. Þegar notandi hefur valið sér prófílmynd og skrifað niður stutta lýsingu á sjálfum sér er hægt að hefja leitina. Tinder er bundið staðsetningu og því koma aðeins upp einstaklingar innan ákveðins kílómetrafjölda en hægt er að fjölga eða fækka kílómetrunum í stillingunum. Einstaklingana velur maður svo einfaldlega með því að smella annaðhvort á „like“ eða „skip“. Ef tveir einstaklingar smella á like-hnappinn hvor hjá öðrum kemur upp melding um að aðilarnir eigi saman og þá opnast spjallgluggi sem gefur fólki færi á því að hefja samræður sín á milli. Auðvelt fyrir þá feimnuAppið, sem kom á markað haustið 2012, hefur náð góðri fótfestu erlendis og er það fáanlegt á 24 tungumálum. Íslendingar virðast einnig vera að taka forritið í sátt en fjölmargir eru nú skráðir inn á síðuna hér á landi. „Mér finnst þetta skemmtilegt og sniðugt. Þetta er eins og hálfgerð stefnumótasíða án þess þó að verða hallærisleg eða tabú að tala um. Ég veit til þess að fólk hafi farið á stefnumót og jafnvel byrjað að deita eftir að hafa kynnst á Tinder,“ segir dagskrárgerðarkonan Sunneva Sverrisdóttir. Hún segir að appið auðveldi þeim sem feimnir eru að nálgast þá sem þeim finnst aðlaðandi. „Margir sjá jafnvel einhvern í bænum sem þeir þora ekki að ganga upp að og heilsa. Þetta er snilldar leið til þess að gefa til kynna að einhver áhugi sé fyrir hendi.“ Það sem þú vissir ekki um TinderForritið skráir að meðaltali um 50.000 'like' á hverri sekúndu. Tinder er til á 24 tungumálum. Að sögn framkvæmdastjóra Tinder hafa rúmlega 100 pör gift sig eftir kynni í gegnum stefnumótaappið. 53% notenda á heimsvísu eru aldrinu 18-24 ára. Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira
Snjallsímaforritið Tinder kom á markað haustið 2012 og hefur hægt og bítandi sótt í sig veðrið. Forritið er eins konar stefnumótaapp en það gerir fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann. „Þetta er mjög hentugt fyrir fólk sem er einhleypt því hér á landi er stefnumótamenningin mjög lítil. Mér finnst þetta klárlega vera skref í rétta átt að stefnumótamenningu því þetta gefur fólki færi á því að kynnast manneskju án þess að vera í einhverju ölæði niðri í bæ,“ segir fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir um snjallsímaforritið Tinder sem sótt hefur í sig veðrið hér á landi undanfarin misseri.Samstarfsfélagar úr Skaftahlíðinni skráðu sig á Tinder. Þessi melding kemur upp ef báðir aðilar smella á hinn víðfræga like-hnapp.Forritið er ekki flókið í notkun en það gefur fólki færi á því að kynnast innbyrðis, svo framarlega sem báðir aðilar sýni áhuga með því að smella á svokallaðan like-hnapp. Forritið er keyrt í gegnum persónubundnar Facebook-síður og er því nánast ómögulegt að villa á sér heimildir. Þegar notandi hefur valið sér prófílmynd og skrifað niður stutta lýsingu á sjálfum sér er hægt að hefja leitina. Tinder er bundið staðsetningu og því koma aðeins upp einstaklingar innan ákveðins kílómetrafjölda en hægt er að fjölga eða fækka kílómetrunum í stillingunum. Einstaklingana velur maður svo einfaldlega með því að smella annaðhvort á „like“ eða „skip“. Ef tveir einstaklingar smella á like-hnappinn hvor hjá öðrum kemur upp melding um að aðilarnir eigi saman og þá opnast spjallgluggi sem gefur fólki færi á því að hefja samræður sín á milli. Auðvelt fyrir þá feimnuAppið, sem kom á markað haustið 2012, hefur náð góðri fótfestu erlendis og er það fáanlegt á 24 tungumálum. Íslendingar virðast einnig vera að taka forritið í sátt en fjölmargir eru nú skráðir inn á síðuna hér á landi. „Mér finnst þetta skemmtilegt og sniðugt. Þetta er eins og hálfgerð stefnumótasíða án þess þó að verða hallærisleg eða tabú að tala um. Ég veit til þess að fólk hafi farið á stefnumót og jafnvel byrjað að deita eftir að hafa kynnst á Tinder,“ segir dagskrárgerðarkonan Sunneva Sverrisdóttir. Hún segir að appið auðveldi þeim sem feimnir eru að nálgast þá sem þeim finnst aðlaðandi. „Margir sjá jafnvel einhvern í bænum sem þeir þora ekki að ganga upp að og heilsa. Þetta er snilldar leið til þess að gefa til kynna að einhver áhugi sé fyrir hendi.“ Það sem þú vissir ekki um TinderForritið skráir að meðaltali um 50.000 'like' á hverri sekúndu. Tinder er til á 24 tungumálum. Að sögn framkvæmdastjóra Tinder hafa rúmlega 100 pör gift sig eftir kynni í gegnum stefnumótaappið. 53% notenda á heimsvísu eru aldrinu 18-24 ára.
Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira