Sumargalsi með viðbættum sykri Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 30. apríl 2014 07:00 Fyrsti gesturinn var snemma á ferðinni. Ég leit snöggt yfir gólfið, það hefði haft gott af einni yfirferð en tíminn var knappur. Átta ára afmælisgestir gerðu vonandi ekki athugasemdir við óryksugað gólf. Fleiri bættust í hópinn og brátt var húsið fullt. Ég virtist ætla að sleppa fyrir horn með gólfin. Mér hafði verið ráðlagt að vera með skipulagða dagskrá tilbúna og keyra hana strax í gang, annars myndi ég missa stjórn á aðstæðum. Ég sá strax að það var rétt. Þótt ekki væru liðnar nema nokkrar mínútur af veislunni hafði stemmingin náð hámarki. Í snarheitum bauð ég upp á snakk og hringdi í bóndann sem var að sækja pitsurnar. „Bara nokkrar mínútur í mig,“ sagði hann rólegur. Ég leit yfir iðandi gleðskapinn. Nokkrar mínútur! Eftir æðisgengið pitsuát var dagskránni þrusað í gang. Böndum skyldi komið á krakkaskarann. Danskeppni – pakkaleikur – lakkrísreimaátkeppni – limbókeppni, þetta ætti að taka tímann sinn áður en kæmi að kökunni. Rennsveitt hrópuðum við bóndinn fyrirmæli og leikreglur en það var langt síðan við sjálf vorum átta ára. Dagskráin tæmdist á augabragði og fjörið óx enn. „Það er kaka!“ æpti ég yfir skarann sem tók við sér um leið. „Er ekki boðið upp á neitt hollt á þessu heimili?“ Spurningin kom flatt upp á mig. Veitingarnar samanstóðu af sælgæti, snakki, gosi og pitsum, sem gerði sjálfsagt sitt til að auka fjörið. Hvað myndu foreldrarnir halda? „Út í garð!“ æpti ég því og skarinn rann í boðaföllum niður tröppurnar. Spriklandi af gleði tvístraðist hópurinn óvænt yfir í nærliggjandi garða svo fyrirætlanir okkar um hópmyndatöku og limbó runnu út í sandinn. Enn var langt í að tilsettum veislutíma yrði náð og ég óttaðist að þá yrði helmingurinn af gestunum týndur. Við kveiktum því á mynd og skiptum liði. Bóndinn inni en ég úti. Ég sá til strokukattanna stökkvandi milli garða. Ósvikinn sumargalsi með viðbættum sykri. Það stóð þó á endum. Allir voru í húsi þegar klukkan sló sjö. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun
Fyrsti gesturinn var snemma á ferðinni. Ég leit snöggt yfir gólfið, það hefði haft gott af einni yfirferð en tíminn var knappur. Átta ára afmælisgestir gerðu vonandi ekki athugasemdir við óryksugað gólf. Fleiri bættust í hópinn og brátt var húsið fullt. Ég virtist ætla að sleppa fyrir horn með gólfin. Mér hafði verið ráðlagt að vera með skipulagða dagskrá tilbúna og keyra hana strax í gang, annars myndi ég missa stjórn á aðstæðum. Ég sá strax að það var rétt. Þótt ekki væru liðnar nema nokkrar mínútur af veislunni hafði stemmingin náð hámarki. Í snarheitum bauð ég upp á snakk og hringdi í bóndann sem var að sækja pitsurnar. „Bara nokkrar mínútur í mig,“ sagði hann rólegur. Ég leit yfir iðandi gleðskapinn. Nokkrar mínútur! Eftir æðisgengið pitsuát var dagskránni þrusað í gang. Böndum skyldi komið á krakkaskarann. Danskeppni – pakkaleikur – lakkrísreimaátkeppni – limbókeppni, þetta ætti að taka tímann sinn áður en kæmi að kökunni. Rennsveitt hrópuðum við bóndinn fyrirmæli og leikreglur en það var langt síðan við sjálf vorum átta ára. Dagskráin tæmdist á augabragði og fjörið óx enn. „Það er kaka!“ æpti ég yfir skarann sem tók við sér um leið. „Er ekki boðið upp á neitt hollt á þessu heimili?“ Spurningin kom flatt upp á mig. Veitingarnar samanstóðu af sælgæti, snakki, gosi og pitsum, sem gerði sjálfsagt sitt til að auka fjörið. Hvað myndu foreldrarnir halda? „Út í garð!“ æpti ég því og skarinn rann í boðaföllum niður tröppurnar. Spriklandi af gleði tvístraðist hópurinn óvænt yfir í nærliggjandi garða svo fyrirætlanir okkar um hópmyndatöku og limbó runnu út í sandinn. Enn var langt í að tilsettum veislutíma yrði náð og ég óttaðist að þá yrði helmingurinn af gestunum týndur. Við kveiktum því á mynd og skiptum liði. Bóndinn inni en ég úti. Ég sá til strokukattanna stökkvandi milli garða. Ósvikinn sumargalsi með viðbættum sykri. Það stóð þó á endum. Allir voru í húsi þegar klukkan sló sjö.