Þarf ekkert að fara í kringum hlutina með strákunum Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. apríl 2014 07:30 Elsa Sæný Valgeirsdóttir er blakdrottningin í Fagralundi. Vísir/Daníel „Þetta var magnað og alveg ólýsanlegt,“ segir Elsa Sæný Valgeirsdóttir, þjálfari karlaliðs HK í blaki, sem fagnaði þriðja Íslandsmeistaratitlinum í röð eftir sigur á Stjörnunni í oddaleik, 3-0, á heimavelli sínum í Fagralundi í Kópavogi. HK-liðið upplifði hálfpartinn að vinna leikinn tvisvar því þegar það hélt sig hafa skorað sigurstigið dæmdi dómarinn Stjörnunni í hag og þurftu HK-menn að ná áttum aftur og koma sér niður á jörðina hið snarasta. „Þetta var alveg ótrúlegt. Það var eins og kippt væri undan manni fótunum en strákarnir sýndu ótrúlega sterkan karakter. Ég tók leikhlé eftir úrskurð dómarans og sá það í augum strákanna að þetta myndi ekki slá okkur út af laginu. Þetta var alveg hryllilegt samt. Spennan var rosaleg,“ segir Elsa Sæný. Eftir fjóra rafmagnaða leiki var HK-liðið einfaldlega sterkara í oddaleiknum. „Við mættum mjög ákveðin til leiks og settum tóninn í fyrstu hrinu. Allar hrinurnar voru rosalega spennandi eins og einvígið er búið að vera en móttökur og uppgjafir voru góðar hjá okkur.“Tvær þrennur Elsa Sæný, sem sjálf er margreyndur leikmaður og meistari, tók þá ákvörðun fyrir tveimur árum að þjálfa karlalið HK sem þá var ríkjandi Íslandsmeistari. Gengið gæti ekki mögulega verið betra því hún er búin að vinna þrennuna (deildarbikarinn, bikarinn og Íslandsmeistaratitilinn) bæði árin með liðið. „Þetta er búið að ganga eins og í ævintýri og nú fengum við bikarinn til eignar. Hann er bara okkar,“ segir Elsa Sæný sem hugsaði sig tvisvar um áður en hún tók að þjálfa karlalið en slíkt er ekki algengt hér á landi frekar en annars staðar. „Að taka starfið var ekkert það fyrsta sem mér datt í hug þegar mér bauðst það. Ég bjóst við að þetta yrði erfitt og ég myndi upplifa eitthvað mótlæti en mér var strax tekið rosalega vel. Þetta getur auðvitað verið svolítið skrítið en núna held ég að ég gæti ekki þjálfað stelpur. Með strákana get ég bara sagt hlutina hreint út og þarf ekkert að fara í kringum hlutina. Það hentar mér mjög vel. Svo fæ ég rosalega mikinn stuðning frá HK sem er frábært,“ segir hún.Ekki í frí strax Árangur karlaliðs HK í ár er merkilegur í ljósi þeirrar uppbyggingar sem Elsa Sæný þurfti að gera á liðinu eftir síðasta tímabili. „Ég missti nánast allt byrjunarliðið frá því í fyrra. En sem betur fer eigum við mikið af ungum og efnilegum strákum og vonandi halda þeir áfram að koma upp,“ segir hún. Elsa fær ekki sumarfrí frá blakinu alveg strax því hún var fyrr á árinu ráðin aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins. „Ég er bara að fara að byrja á því verkefni núna. HK-samningurinn minn rennur út í apríl og ég veit ekki hvað verður. Það er bara samið til eins árs í einu. En það taka við landsliðsverkefni áður en maður fær smá blak-sumarfrí,“ segir Elsa Sæný Valgeirsdóttir, blakdrottningin í Fagralundi. Íþróttir Tengdar fréttir Elsu fannst það of snemmt að taka við karlalandsliðinu Elsa Sæný Valgeirsdóttir, hinn sigursæli þjálfari karlaliðs HK, verið ráðin aðstoðarlandsliðsþjálfari karlalandsliðsins í blaki en hún mun aðstoða Brasilíumanninn Rogério Ponticelli. 21. mars 2014 08:45 Var látin sofa í ullarnærfötum Neskaupstaður er heimavöllur blakspilarans Elsu Sænýjar Valgeirsdóttur sem smitaðist snemma af blakbakteríunni eilífu á Norðfirði. 20. apríl 2013 10:00 "Viðbjóður að sjá ykkur spila“ | Þjálfari HK stal senunni Elsa Sæný Valgeirsdóttir, þjálfari karlaliðs HK í blaki, stal algjörlega senunni þegar lið hennar varð bikarmeistari í blaki eftir 3-2 sigur á Stjörnunni. 24. mars 2013 15:48 Auðveldara að þjálfa stráka en stelpur Stjarna helgarinnar í blakinu er Elsa Sæný Valgeirsdóttir, en hún varð tvöfaldur bikarmeistari í gær. Fyrst sem þjálfari karlaliðs HK og síðan sem leikmaður kvennaliðs HK. 25. mars 2013 07:00 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Sjá meira
„Þetta var magnað og alveg ólýsanlegt,“ segir Elsa Sæný Valgeirsdóttir, þjálfari karlaliðs HK í blaki, sem fagnaði þriðja Íslandsmeistaratitlinum í röð eftir sigur á Stjörnunni í oddaleik, 3-0, á heimavelli sínum í Fagralundi í Kópavogi. HK-liðið upplifði hálfpartinn að vinna leikinn tvisvar því þegar það hélt sig hafa skorað sigurstigið dæmdi dómarinn Stjörnunni í hag og þurftu HK-menn að ná áttum aftur og koma sér niður á jörðina hið snarasta. „Þetta var alveg ótrúlegt. Það var eins og kippt væri undan manni fótunum en strákarnir sýndu ótrúlega sterkan karakter. Ég tók leikhlé eftir úrskurð dómarans og sá það í augum strákanna að þetta myndi ekki slá okkur út af laginu. Þetta var alveg hryllilegt samt. Spennan var rosaleg,“ segir Elsa Sæný. Eftir fjóra rafmagnaða leiki var HK-liðið einfaldlega sterkara í oddaleiknum. „Við mættum mjög ákveðin til leiks og settum tóninn í fyrstu hrinu. Allar hrinurnar voru rosalega spennandi eins og einvígið er búið að vera en móttökur og uppgjafir voru góðar hjá okkur.“Tvær þrennur Elsa Sæný, sem sjálf er margreyndur leikmaður og meistari, tók þá ákvörðun fyrir tveimur árum að þjálfa karlalið HK sem þá var ríkjandi Íslandsmeistari. Gengið gæti ekki mögulega verið betra því hún er búin að vinna þrennuna (deildarbikarinn, bikarinn og Íslandsmeistaratitilinn) bæði árin með liðið. „Þetta er búið að ganga eins og í ævintýri og nú fengum við bikarinn til eignar. Hann er bara okkar,“ segir Elsa Sæný sem hugsaði sig tvisvar um áður en hún tók að þjálfa karlalið en slíkt er ekki algengt hér á landi frekar en annars staðar. „Að taka starfið var ekkert það fyrsta sem mér datt í hug þegar mér bauðst það. Ég bjóst við að þetta yrði erfitt og ég myndi upplifa eitthvað mótlæti en mér var strax tekið rosalega vel. Þetta getur auðvitað verið svolítið skrítið en núna held ég að ég gæti ekki þjálfað stelpur. Með strákana get ég bara sagt hlutina hreint út og þarf ekkert að fara í kringum hlutina. Það hentar mér mjög vel. Svo fæ ég rosalega mikinn stuðning frá HK sem er frábært,“ segir hún.Ekki í frí strax Árangur karlaliðs HK í ár er merkilegur í ljósi þeirrar uppbyggingar sem Elsa Sæný þurfti að gera á liðinu eftir síðasta tímabili. „Ég missti nánast allt byrjunarliðið frá því í fyrra. En sem betur fer eigum við mikið af ungum og efnilegum strákum og vonandi halda þeir áfram að koma upp,“ segir hún. Elsa fær ekki sumarfrí frá blakinu alveg strax því hún var fyrr á árinu ráðin aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins. „Ég er bara að fara að byrja á því verkefni núna. HK-samningurinn minn rennur út í apríl og ég veit ekki hvað verður. Það er bara samið til eins árs í einu. En það taka við landsliðsverkefni áður en maður fær smá blak-sumarfrí,“ segir Elsa Sæný Valgeirsdóttir, blakdrottningin í Fagralundi.
Íþróttir Tengdar fréttir Elsu fannst það of snemmt að taka við karlalandsliðinu Elsa Sæný Valgeirsdóttir, hinn sigursæli þjálfari karlaliðs HK, verið ráðin aðstoðarlandsliðsþjálfari karlalandsliðsins í blaki en hún mun aðstoða Brasilíumanninn Rogério Ponticelli. 21. mars 2014 08:45 Var látin sofa í ullarnærfötum Neskaupstaður er heimavöllur blakspilarans Elsu Sænýjar Valgeirsdóttur sem smitaðist snemma af blakbakteríunni eilífu á Norðfirði. 20. apríl 2013 10:00 "Viðbjóður að sjá ykkur spila“ | Þjálfari HK stal senunni Elsa Sæný Valgeirsdóttir, þjálfari karlaliðs HK í blaki, stal algjörlega senunni þegar lið hennar varð bikarmeistari í blaki eftir 3-2 sigur á Stjörnunni. 24. mars 2013 15:48 Auðveldara að þjálfa stráka en stelpur Stjarna helgarinnar í blakinu er Elsa Sæný Valgeirsdóttir, en hún varð tvöfaldur bikarmeistari í gær. Fyrst sem þjálfari karlaliðs HK og síðan sem leikmaður kvennaliðs HK. 25. mars 2013 07:00 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Sjá meira
Elsu fannst það of snemmt að taka við karlalandsliðinu Elsa Sæný Valgeirsdóttir, hinn sigursæli þjálfari karlaliðs HK, verið ráðin aðstoðarlandsliðsþjálfari karlalandsliðsins í blaki en hún mun aðstoða Brasilíumanninn Rogério Ponticelli. 21. mars 2014 08:45
Var látin sofa í ullarnærfötum Neskaupstaður er heimavöllur blakspilarans Elsu Sænýjar Valgeirsdóttur sem smitaðist snemma af blakbakteríunni eilífu á Norðfirði. 20. apríl 2013 10:00
"Viðbjóður að sjá ykkur spila“ | Þjálfari HK stal senunni Elsa Sæný Valgeirsdóttir, þjálfari karlaliðs HK í blaki, stal algjörlega senunni þegar lið hennar varð bikarmeistari í blaki eftir 3-2 sigur á Stjörnunni. 24. mars 2013 15:48
Auðveldara að þjálfa stráka en stelpur Stjarna helgarinnar í blakinu er Elsa Sæný Valgeirsdóttir, en hún varð tvöfaldur bikarmeistari í gær. Fyrst sem þjálfari karlaliðs HK og síðan sem leikmaður kvennaliðs HK. 25. mars 2013 07:00