Spilar í sokkunum þó svo þeir séu forljótir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. apríl 2014 07:45 Jóhann Árni segir að svokallaðir "compression“-sokkar geri það að verkum að hann nái sér fyrr eftir erfiða leiki. fréttablaðið/stefán Það er komið að ögurstundu fyrir leikmenn Grindavíkur í lokaúrslitarimmu Dominos-deildar karla um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. KR vann fyrsta leik liðanna í rimmunni og með sigri í kvöld geta Reykvíkingar tryggt sér titilinn með því að vinna á heimavelli á mánudagskvöldið. „Við lítum á þennan leik sem algjöran lykilleik fyrir okkur,“ sagði Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, við Fréttablaðið í gær. Hann segir að hans menn eigi ýmislegt inni eftir slaka frammistöðu í fyrsta leik. „Í raun kom okkur á óvart hvað við áttum góðan möguleika á sigri miðað við hvernig við spiluðum. Við vorum enn í bullandi séns þegar fjórar mínútur voru eftir og höfðum þá spilað vel undir getu,“ segir Jóhann Árni. Grindvíkingar hafa notað vikuna til að undirbúa leikinn í kvöld en þó fyrst og fremst til að hvílast og safna kröftum. „Það voru mörg lítil atriði sem fóru úrskeiðis í fyrsta leiknum og þau má alltaf laga með meiri dugnaði og krafti. Við höfum engan áhuga á að lenda 2-0 undir og munum því leggja allt í sölurnar til að jafna rimmuna.“Sokkarnir hafa hjálpað til Það hefur sífellt borið meira á því að körfuboltamenn klæðist svörtum sokkum og undirbuxum í leikjum í úrslitakeppninni og hefur borið mikið á því í liði Grindavíkur. Jóhann Árni er einn þeirra sem hafa notað þennan fatnað og segir það gert af illri nauðsyn. „Þetta eru svokallaðir „compression“-sokkar sem eiga að hjálpa manni að jafna sig á milli leikja,“ útskýrir Jóhann Árni. „Maraþonhlauparar hafa notað þetta mikið og mér skilst að þessari tækni hafi fleygt fram á síðustu árum,“ segir hann og bætir við að hann hafi í fyrstu ekki haft mikla trú á þessu. „Ég hef ekki haft mikla trú á svona löguðu en ég finn mikinn mun á mér eftir að ég byrjaði að nota þetta. Ég hef því látið mig hafa það að klæðast þessu þótt þetta sé forljótt,“ segir hann og hlær. Meðal annarra leikmanna sem hafa klæðst sokkunum eru Ólafur Ólafsson, Earnest Clinch, Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Daníel Guðni Guðmundsson en framan af tímabili létu þeir nægja að nota búnaðinn á æfingum. „Það er nokkuð hár meðalaldur í liðinu og því hefur þetta hjálpað við að koma mönnum í gang eftir erfiða leiki. En það hefur svo reynst vel að klæðast þessu í úrslitakeppninni með auknu leikjaálagi.“Fær margar spurningar Jóhann Árni segir að sokkarnir og buxurnar hafi vakið mikið umtal. „Það er mikið spurt um þetta,“ segir hann í léttum dúr. „En það truflar mig ekki. Svo lengi sem þetta hjálpar okkur að vinna leiki þá skiptir útlitið mig engu máli.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Jóhann Árni segir að Grindvíkingar muni ekki breyta neinu í sínum leik í kvöld og notast áfram við þau vopn sem hafi reynst liðinu vel í vetur. „Við höfum náð góðum árangri með okkar spilamennsku í vetur og breytum henni ekki úr þessu,“ sagði hann. Dominos-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Það er komið að ögurstundu fyrir leikmenn Grindavíkur í lokaúrslitarimmu Dominos-deildar karla um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. KR vann fyrsta leik liðanna í rimmunni og með sigri í kvöld geta Reykvíkingar tryggt sér titilinn með því að vinna á heimavelli á mánudagskvöldið. „Við lítum á þennan leik sem algjöran lykilleik fyrir okkur,“ sagði Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, við Fréttablaðið í gær. Hann segir að hans menn eigi ýmislegt inni eftir slaka frammistöðu í fyrsta leik. „Í raun kom okkur á óvart hvað við áttum góðan möguleika á sigri miðað við hvernig við spiluðum. Við vorum enn í bullandi séns þegar fjórar mínútur voru eftir og höfðum þá spilað vel undir getu,“ segir Jóhann Árni. Grindvíkingar hafa notað vikuna til að undirbúa leikinn í kvöld en þó fyrst og fremst til að hvílast og safna kröftum. „Það voru mörg lítil atriði sem fóru úrskeiðis í fyrsta leiknum og þau má alltaf laga með meiri dugnaði og krafti. Við höfum engan áhuga á að lenda 2-0 undir og munum því leggja allt í sölurnar til að jafna rimmuna.“Sokkarnir hafa hjálpað til Það hefur sífellt borið meira á því að körfuboltamenn klæðist svörtum sokkum og undirbuxum í leikjum í úrslitakeppninni og hefur borið mikið á því í liði Grindavíkur. Jóhann Árni er einn þeirra sem hafa notað þennan fatnað og segir það gert af illri nauðsyn. „Þetta eru svokallaðir „compression“-sokkar sem eiga að hjálpa manni að jafna sig á milli leikja,“ útskýrir Jóhann Árni. „Maraþonhlauparar hafa notað þetta mikið og mér skilst að þessari tækni hafi fleygt fram á síðustu árum,“ segir hann og bætir við að hann hafi í fyrstu ekki haft mikla trú á þessu. „Ég hef ekki haft mikla trú á svona löguðu en ég finn mikinn mun á mér eftir að ég byrjaði að nota þetta. Ég hef því látið mig hafa það að klæðast þessu þótt þetta sé forljótt,“ segir hann og hlær. Meðal annarra leikmanna sem hafa klæðst sokkunum eru Ólafur Ólafsson, Earnest Clinch, Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Daníel Guðni Guðmundsson en framan af tímabili létu þeir nægja að nota búnaðinn á æfingum. „Það er nokkuð hár meðalaldur í liðinu og því hefur þetta hjálpað við að koma mönnum í gang eftir erfiða leiki. En það hefur svo reynst vel að klæðast þessu í úrslitakeppninni með auknu leikjaálagi.“Fær margar spurningar Jóhann Árni segir að sokkarnir og buxurnar hafi vakið mikið umtal. „Það er mikið spurt um þetta,“ segir hann í léttum dúr. „En það truflar mig ekki. Svo lengi sem þetta hjálpar okkur að vinna leiki þá skiptir útlitið mig engu máli.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Jóhann Árni segir að Grindvíkingar muni ekki breyta neinu í sínum leik í kvöld og notast áfram við þau vopn sem hafi reynst liðinu vel í vetur. „Við höfum náð góðum árangri með okkar spilamennsku í vetur og breytum henni ekki úr þessu,“ sagði hann.
Dominos-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum