Vantar að þora að gera krakkana eins góða og hægt er Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. apríl 2014 06:30 Íslandsmeistarinn Tinna Helgadóttir starfar sem yfirþjálfari hjá Værlöse í Danmörku en henni býðst ekki starf hér heima. Vísir/Daníel Tinna Helgadóttir varð á sunnudaginn Íslandsmeistari í badminton í þriðja skiptið. Hún starfar sem yfirþjálfari hjá Værlöse í Danmörku en fær ekki starf hér heima. Ýmsu er ábótavant í barna- og unglingastarfinu á Íslandi að hennar mati. „Mér finnst vanta svolitla nýjungagirni í þjálfunina. Það eru búnir að vera sömu þjálfararnir í félögunum í mörg ár. Ef maður á að halda áfram að taka framförum sem þjálfari verður maður að fylgjast með hvað er að gerast. Það vantar líka að sambandið ýti undir þetta. Það er ekki nógu mikil samvinna milli þess og félaganna. Þjálfararnir eru ekki að uppfæra sig nóg,“ segir Tinna og bendir á að yngri þjálfarar eins og hún og bróðir hennar, Magnús Ingi, hafi farið út til að mennta sig í fræðunum. Sama gildir um tvær aðrar stúlkur sem Tinna þekkir til. Sjálf fór Tinna til Álaborgar í þjálfaraskóla í eitt ár 2005-2006 í boði TBR en þegar hún kom aftur heim var ekkert starf á lausu í félaginu. „Mér var í raun sagt að það væri ekkert í boði. Mér finnst vanta miklu meira að yngri kynslóðin sé notuð til þess að reyna að vekja áhuga á badmintoni aftur. Það eru sömu mennirnir búnir að þjálfa hjá TBR í 25 ár. Ég er ekkert að skjóta á eitthvert eitt félag eða einn mann. Alls ekki. Mér finnst bara að það eigi að nota það fólk sem er fullt eldmóðs og vill gefa eitthvað af sér. Ég er búin að vera yfirþjálfari í fjögur ár hér í Danmörku og finnst þetta ótrúlega gaman. Mér finnst vanta sama eldmóð í starfið heima,“ segir Tinna.Fá ekki bestu krakkana Útbreiðslustarf er einnig eitthvað sem þarf að bæta að mati Tinnu. Hún bendir á að badminton sé á grafarbakkanum eða nánast dautt á stöðum úti á landi líkt og Keflavík, Akureyri, Siglufirði og fyrir austan þar sem það lifði góðu lífi áður. „Badminton er eiginlega bara í Reykjavík. Pabbi minn er aðeins að þjálfa á Akranesi, svo er badminton í Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Útbreiðslustarfið er ekki nógu gott. Badminton er íþróttagrein sem Íslendingar eiga að geta orðið góðir í því þetta er einstaklingsgrein. Það eru möguleikar í þessu en við verðum ekki betri á meðan unglingastarfið er ekki betra. Núna er þetta bara happa og glappa ef það kemur upp eitthvert náttúrutalent,“ segir Tinna. Hvað varðar þjálfunina sjálfa segir hún að það þurfi að þora að fara lengra með hana. Það séu oft ekki bestu íþróttamennirnir sem sækja í badminton og því þurfi að haga þjálfuninni eftir því. „Mér finnst vanta hérna heima að þora að gera krakkana eins góða og þeir geta orðið. Þegar ég flutti til Danmerkur opnaðist nýr heimur fyrir mér. Ég hef virkilega séð hvernig hægt er að æfa og gera þessa litlu krakka mjög góða og hvað maður getur kennt þeim,“ segir Tinna. „Vandamálið heima, eins og erlendis, er að við fáum oft afgangana frá fótbolta og handbolta. Krakkar sem virkilega eru góðir íþróttum byrja annars staðar. Það þýðir að maður þarf að vera framsæknari í þjálfuninni,“ segir Tinna Helgadóttir, Íslandsmeistari í badminton og yfirþjálfari hjá Værlöse í Danmörku. Innlendar Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Jordan lagði NASCAR Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fremsta íþróttafólk ársins kemur úr fótbolta og frjálsum „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Mest lesið í erlenda sportinu: Króatarnir hans Dags, huggandi Zlatan og svipleg fráföll Býst núna við því versta frá áhorfendum Þurfa líklega að æfa þar sem liðsfélagi þeirra dó Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Sjá meira
Tinna Helgadóttir varð á sunnudaginn Íslandsmeistari í badminton í þriðja skiptið. Hún starfar sem yfirþjálfari hjá Værlöse í Danmörku en fær ekki starf hér heima. Ýmsu er ábótavant í barna- og unglingastarfinu á Íslandi að hennar mati. „Mér finnst vanta svolitla nýjungagirni í þjálfunina. Það eru búnir að vera sömu þjálfararnir í félögunum í mörg ár. Ef maður á að halda áfram að taka framförum sem þjálfari verður maður að fylgjast með hvað er að gerast. Það vantar líka að sambandið ýti undir þetta. Það er ekki nógu mikil samvinna milli þess og félaganna. Þjálfararnir eru ekki að uppfæra sig nóg,“ segir Tinna og bendir á að yngri þjálfarar eins og hún og bróðir hennar, Magnús Ingi, hafi farið út til að mennta sig í fræðunum. Sama gildir um tvær aðrar stúlkur sem Tinna þekkir til. Sjálf fór Tinna til Álaborgar í þjálfaraskóla í eitt ár 2005-2006 í boði TBR en þegar hún kom aftur heim var ekkert starf á lausu í félaginu. „Mér var í raun sagt að það væri ekkert í boði. Mér finnst vanta miklu meira að yngri kynslóðin sé notuð til þess að reyna að vekja áhuga á badmintoni aftur. Það eru sömu mennirnir búnir að þjálfa hjá TBR í 25 ár. Ég er ekkert að skjóta á eitthvert eitt félag eða einn mann. Alls ekki. Mér finnst bara að það eigi að nota það fólk sem er fullt eldmóðs og vill gefa eitthvað af sér. Ég er búin að vera yfirþjálfari í fjögur ár hér í Danmörku og finnst þetta ótrúlega gaman. Mér finnst vanta sama eldmóð í starfið heima,“ segir Tinna.Fá ekki bestu krakkana Útbreiðslustarf er einnig eitthvað sem þarf að bæta að mati Tinnu. Hún bendir á að badminton sé á grafarbakkanum eða nánast dautt á stöðum úti á landi líkt og Keflavík, Akureyri, Siglufirði og fyrir austan þar sem það lifði góðu lífi áður. „Badminton er eiginlega bara í Reykjavík. Pabbi minn er aðeins að þjálfa á Akranesi, svo er badminton í Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Útbreiðslustarfið er ekki nógu gott. Badminton er íþróttagrein sem Íslendingar eiga að geta orðið góðir í því þetta er einstaklingsgrein. Það eru möguleikar í þessu en við verðum ekki betri á meðan unglingastarfið er ekki betra. Núna er þetta bara happa og glappa ef það kemur upp eitthvert náttúrutalent,“ segir Tinna. Hvað varðar þjálfunina sjálfa segir hún að það þurfi að þora að fara lengra með hana. Það séu oft ekki bestu íþróttamennirnir sem sækja í badminton og því þurfi að haga þjálfuninni eftir því. „Mér finnst vanta hérna heima að þora að gera krakkana eins góða og þeir geta orðið. Þegar ég flutti til Danmerkur opnaðist nýr heimur fyrir mér. Ég hef virkilega séð hvernig hægt er að æfa og gera þessa litlu krakka mjög góða og hvað maður getur kennt þeim,“ segir Tinna. „Vandamálið heima, eins og erlendis, er að við fáum oft afgangana frá fótbolta og handbolta. Krakkar sem virkilega eru góðir íþróttum byrja annars staðar. Það þýðir að maður þarf að vera framsæknari í þjálfuninni,“ segir Tinna Helgadóttir, Íslandsmeistari í badminton og yfirþjálfari hjá Værlöse í Danmörku.
Innlendar Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Jordan lagði NASCAR Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fremsta íþróttafólk ársins kemur úr fótbolta og frjálsum „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Mest lesið í erlenda sportinu: Króatarnir hans Dags, huggandi Zlatan og svipleg fráföll Býst núna við því versta frá áhorfendum Þurfa líklega að æfa þar sem liðsfélagi þeirra dó Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Sjá meira