Kom sjálfri sér á óvart Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 29. mars 2014 10:00 mynd/stefán „Til að ná árangri sem listamaður ræður úrslitum að hafa „talent“ því hæfileikalaus kemst maður ekki langt. Í hæfileikunum liggur grundvöllurinn, en líka því að vera á réttum stað á réttum tíma og hafa heppnina með sér,“ segir Selma sem sér um listræna útfærslu atriða hjá keppendum í Ísland Got Talent. Selmu til halds og trausts er listrænt teymi skipað þeim Vigni Snæ Vigfússyni tónlistarmanni og stílistunum Margréti og Hörpu Einarsdætrum. „Saman hjálpum við keppendum að færa atriðin yfir á næsta stig, gefum hugmyndum þeirra vængi og finnum listrænar úrlausnir í samræmi við óskir þeirra um klæðaburð, leikmuni, bakraddasöngvara, dansara eða hvað annað sem viðkemur lokaútfærslum atriðanna.“ Selma segir langflesta keppendur hafa skýrar hugmyndir um útfærslu atriða sinna, enda sé mikið í húfi. „Endanleg útfærsla verður alltaf í höndum keppendanna sjálfra en okkar er að vera til staðar fyrir þá, skiptast á hugmyndum, uppfylla óskir þeirra og mæta þeim á miðri leið.“Dýrmætt tækifæri Frá og með næsta sunnudagskvöldi verður Ísland Got Talent sýnt í beinni útsendingu. „Þá skiptir miklu hvernig til tekst og kemur í ljós hverjir standast álagið. Mér líst mjög vel á keppendurna og forvitnilegt að sjá hvernig áhorfendur koma til með að kjósa,“ segir Selma um ólík atriðin sem krefjast mismunandi nálgunar. „Sum atriðin eru nánast fullmótuð en þó þarf að huga að tónlist, myndvinnslu, búningum og fleiru sem við sinnum eftir bestu getu.“ Selma segir mikilvægt fyrir upprennandi listamenn að fá tækifæri tll að spreyta sig. „Sjálf hóf ég ferilinn sem dansari en fékk svo óvænt tækifæri í söngprufu fyrir söngleik og komst að því að ég gæti líka sungið. Þannig leiðir tækifæri á einu sviði mann iðulega á aðrar brautir og oftar en ekki kemur maður sjálfum sér á óvart.“ Selma segir hæfileikaþætti á borð við Ísland Got Talent vera afbragðs kynningu á hæfileikum fólks og vonandi verði úr flott tækifæri. „Þótt aðeins einn geti unnið keppnina styrkir hún aðra þátttakendur, gefur þeim byr undir báða vængi og dýrmætt samþykki fagfólks fyrir hæfileikum þeirra með hvatningu um að halda áfram.“ Ísland Got Talent Mest lesið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fleiri fréttir Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Sjá meira
„Til að ná árangri sem listamaður ræður úrslitum að hafa „talent“ því hæfileikalaus kemst maður ekki langt. Í hæfileikunum liggur grundvöllurinn, en líka því að vera á réttum stað á réttum tíma og hafa heppnina með sér,“ segir Selma sem sér um listræna útfærslu atriða hjá keppendum í Ísland Got Talent. Selmu til halds og trausts er listrænt teymi skipað þeim Vigni Snæ Vigfússyni tónlistarmanni og stílistunum Margréti og Hörpu Einarsdætrum. „Saman hjálpum við keppendum að færa atriðin yfir á næsta stig, gefum hugmyndum þeirra vængi og finnum listrænar úrlausnir í samræmi við óskir þeirra um klæðaburð, leikmuni, bakraddasöngvara, dansara eða hvað annað sem viðkemur lokaútfærslum atriðanna.“ Selma segir langflesta keppendur hafa skýrar hugmyndir um útfærslu atriða sinna, enda sé mikið í húfi. „Endanleg útfærsla verður alltaf í höndum keppendanna sjálfra en okkar er að vera til staðar fyrir þá, skiptast á hugmyndum, uppfylla óskir þeirra og mæta þeim á miðri leið.“Dýrmætt tækifæri Frá og með næsta sunnudagskvöldi verður Ísland Got Talent sýnt í beinni útsendingu. „Þá skiptir miklu hvernig til tekst og kemur í ljós hverjir standast álagið. Mér líst mjög vel á keppendurna og forvitnilegt að sjá hvernig áhorfendur koma til með að kjósa,“ segir Selma um ólík atriðin sem krefjast mismunandi nálgunar. „Sum atriðin eru nánast fullmótuð en þó þarf að huga að tónlist, myndvinnslu, búningum og fleiru sem við sinnum eftir bestu getu.“ Selma segir mikilvægt fyrir upprennandi listamenn að fá tækifæri tll að spreyta sig. „Sjálf hóf ég ferilinn sem dansari en fékk svo óvænt tækifæri í söngprufu fyrir söngleik og komst að því að ég gæti líka sungið. Þannig leiðir tækifæri á einu sviði mann iðulega á aðrar brautir og oftar en ekki kemur maður sjálfum sér á óvart.“ Selma segir hæfileikaþætti á borð við Ísland Got Talent vera afbragðs kynningu á hæfileikum fólks og vonandi verði úr flott tækifæri. „Þótt aðeins einn geti unnið keppnina styrkir hún aðra þátttakendur, gefur þeim byr undir báða vængi og dýrmætt samþykki fagfólks fyrir hæfileikum þeirra með hvatningu um að halda áfram.“
Ísland Got Talent Mest lesið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fleiri fréttir Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Sjá meira