Ný húsgagnalína frá Volka Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 24. mars 2014 11:00 Olga Hrafnsdóttir og Elísabet Jónsdóttir kynna nýjustu vörur sínar á HönnunarMars. mynd/daníel Hönnunartvíeykið Volki kynnir nýja húsgagnalínu á HönnunarMars, inni- og útihúsgögn sem unnin eru út frá íslenskum vitum. "Við tókum ljósmyndir af vitum um allt land og heilluðumst alveg upp úr skónum. Úr urðu húsgögn sem við hönnuðum út frá formum vitanna,“ útskýrir Olga Hrafnsdóttir sem ásamt Elísabetu Jónsdóttur skipar hönnunardúettinn Volka. Volki hefur meðal annars vakið athygli fyrir litríka prjónahönnun úr ull, svo sem teppi, trefla og púða og einnig kolla sem klæddir eru grófu hekli úr ull. Volki frumsýnir nú nýja húsgagnalínu á HönnunarMars sem kallast Viti. Línan innheldur inni- og útihúsgögn sem unnin eru úr stáli og viði, ljós í tveimur stærðum og kolla.Viti Glæný húsgagnalína Volka er hönnuð út frá formum íslenskra vita. Línan verður kynnt á HönnunarMars í Mengi, Óðinsgötu 2.„Okkur fannst vanta einföld, litrík húsgögn sem hægt væri að nota bæði úti og inni,“ segir Olga. „Annað ljósið er einnig borð sem hægt er að kippa með sér út og kollunum er hægt að stafla upp. Þeir eru með trésessum og sessum úr íslenskri ull. Við létum pólýhúða stálið í líflegum litum og gerðum meira að segja tilraunir með efni sem notað er á pallinn á pallbílum. Okkur langaði í mjúka áferð á húsgögnin og þeir hjá Bílahöllinni gerðu fyrir okkur prufur með þetta efni. Það þolir nánast allt. Þetta efni er meira að segja notað á gólf í hesthúsum,“ segir Olga. „Þeir áttu æðislega fallegan grænan lit sem við notuðum á kollana. Nú bíðum við bara eftir sumrinu.“ Þær Olga og Elísabet kynna nýju línuna í Mengi á Óðinsgötu 2 og verður opnun á miðvikudaginn 26. mars milli klukkan 17 og 20. „Mengi er skemmtileg verslun með bókverk, myndlist og hönnun og alltaf á fimmtudögum, föstudögum og laugarögum eru uppákomur, ýmist tónleikar leiksýningar eða gjörningar. Við erum núna með vinnustofu í Mengi og ætlum að bjóða upp á léttar veitingar og tónlist á opnuninni. Við hlökkum mikið til, það er alltaf svo frábær stemning á HönnunarMars." HönnunarMars Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Lífið Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira
Hönnunartvíeykið Volki kynnir nýja húsgagnalínu á HönnunarMars, inni- og útihúsgögn sem unnin eru út frá íslenskum vitum. "Við tókum ljósmyndir af vitum um allt land og heilluðumst alveg upp úr skónum. Úr urðu húsgögn sem við hönnuðum út frá formum vitanna,“ útskýrir Olga Hrafnsdóttir sem ásamt Elísabetu Jónsdóttur skipar hönnunardúettinn Volka. Volki hefur meðal annars vakið athygli fyrir litríka prjónahönnun úr ull, svo sem teppi, trefla og púða og einnig kolla sem klæddir eru grófu hekli úr ull. Volki frumsýnir nú nýja húsgagnalínu á HönnunarMars sem kallast Viti. Línan innheldur inni- og útihúsgögn sem unnin eru úr stáli og viði, ljós í tveimur stærðum og kolla.Viti Glæný húsgagnalína Volka er hönnuð út frá formum íslenskra vita. Línan verður kynnt á HönnunarMars í Mengi, Óðinsgötu 2.„Okkur fannst vanta einföld, litrík húsgögn sem hægt væri að nota bæði úti og inni,“ segir Olga. „Annað ljósið er einnig borð sem hægt er að kippa með sér út og kollunum er hægt að stafla upp. Þeir eru með trésessum og sessum úr íslenskri ull. Við létum pólýhúða stálið í líflegum litum og gerðum meira að segja tilraunir með efni sem notað er á pallinn á pallbílum. Okkur langaði í mjúka áferð á húsgögnin og þeir hjá Bílahöllinni gerðu fyrir okkur prufur með þetta efni. Það þolir nánast allt. Þetta efni er meira að segja notað á gólf í hesthúsum,“ segir Olga. „Þeir áttu æðislega fallegan grænan lit sem við notuðum á kollana. Nú bíðum við bara eftir sumrinu.“ Þær Olga og Elísabet kynna nýju línuna í Mengi á Óðinsgötu 2 og verður opnun á miðvikudaginn 26. mars milli klukkan 17 og 20. „Mengi er skemmtileg verslun með bókverk, myndlist og hönnun og alltaf á fimmtudögum, föstudögum og laugarögum eru uppákomur, ýmist tónleikar leiksýningar eða gjörningar. Við erum núna með vinnustofu í Mengi og ætlum að bjóða upp á léttar veitingar og tónlist á opnuninni. Við hlökkum mikið til, það er alltaf svo frábær stemning á HönnunarMars."
HönnunarMars Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Lífið Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira