Hagar vilja tollfrjálsan innflutning á ostum Jóhanna Margrét Einarsdóttir og Haraldur Guðmundsson skrifar 5. febrúar 2014 07:00 Framleiðsla á innlendum buffala-, geita- og ærmjólkurostum er sögð engin eða hverfandi. Nordicphotos/Getty „Við teljum eðlilegt að þegar skortur er á vörum og innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn, séu þær þá fluttar inn án gjalda og tolla,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. Fyrirtækið hefur óskað eftir því við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að settur verði opinn tollkvóti án allra gjalda fyrir innflutning á buffala-, geita- og ærmjólkurostum. Finnur segir fáránlegt að ekki megi flytja inn lífrænan kjúkling sem mikið sé spurt um nema á „ofurtollum“. Hvað varðar ostana segir Finnur að það sé vaxandi eftirspurn eftir þeim.Finnur Árnason„Þegar buffala-, geita- og ærostar eru seldir á verði sem er skikkanlegt, seljast þeir vel. Þeir eru hins vegar svo hátt tollaðir í dag að það er eins og fjárfesting að ætla að halda litla ostaveislu. Það getur ekki talist eðlilegt,“ segir Finnur. Í bréfi Haga til ráðuneytisins færir fyrirtækið þau rök fyrir beiðninni að framleiðsla á innlendum buffala-, geita- og ærmjólkurostum sé ýmist engin eða hverfandi og anni þar af leiðandi ekki eftirspurn. Á það hafi íslenskir geitabændur meðal annars bent. Það sé því viðvarandi skortur á umræddum vörum sem eðlilegt sé að ráðuneytið bregðist við með því að ákveða opinn tollkvóta án gjalda. Slíkt sé í samræmi við heimildir ráðuneytisins og fyrri ákvarðanir þegar skortur hefur verið á öðrum landbúnaðarvörum. Finnur nefnir í því sambandi að þegar skortur hafi verið á nautakjöti hér á landi hafi það verið flutt inn tímabundið án tolla. Þá sé skammt um liðið síðan Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði fengu að flytja inn ótollað smjör frá Írlandi með þeim rökum að innlend framleiðsla gæti ekki annað eftirspurn eftir rjóma og smjöri í desember. Þórir Hrafnsson, upplýsingafulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, staðfestir að Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara hafi borist beiðni Haga. „Það er reiknað með því að það verði fundur í nefndinni í lok vikunnar og þangað til er ekkert meira um málið að segja,“ segir Þórir. Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
„Við teljum eðlilegt að þegar skortur er á vörum og innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn, séu þær þá fluttar inn án gjalda og tolla,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. Fyrirtækið hefur óskað eftir því við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að settur verði opinn tollkvóti án allra gjalda fyrir innflutning á buffala-, geita- og ærmjólkurostum. Finnur segir fáránlegt að ekki megi flytja inn lífrænan kjúkling sem mikið sé spurt um nema á „ofurtollum“. Hvað varðar ostana segir Finnur að það sé vaxandi eftirspurn eftir þeim.Finnur Árnason„Þegar buffala-, geita- og ærostar eru seldir á verði sem er skikkanlegt, seljast þeir vel. Þeir eru hins vegar svo hátt tollaðir í dag að það er eins og fjárfesting að ætla að halda litla ostaveislu. Það getur ekki talist eðlilegt,“ segir Finnur. Í bréfi Haga til ráðuneytisins færir fyrirtækið þau rök fyrir beiðninni að framleiðsla á innlendum buffala-, geita- og ærmjólkurostum sé ýmist engin eða hverfandi og anni þar af leiðandi ekki eftirspurn. Á það hafi íslenskir geitabændur meðal annars bent. Það sé því viðvarandi skortur á umræddum vörum sem eðlilegt sé að ráðuneytið bregðist við með því að ákveða opinn tollkvóta án gjalda. Slíkt sé í samræmi við heimildir ráðuneytisins og fyrri ákvarðanir þegar skortur hefur verið á öðrum landbúnaðarvörum. Finnur nefnir í því sambandi að þegar skortur hafi verið á nautakjöti hér á landi hafi það verið flutt inn tímabundið án tolla. Þá sé skammt um liðið síðan Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði fengu að flytja inn ótollað smjör frá Írlandi með þeim rökum að innlend framleiðsla gæti ekki annað eftirspurn eftir rjóma og smjöri í desember. Þórir Hrafnsson, upplýsingafulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, staðfestir að Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara hafi borist beiðni Haga. „Það er reiknað með því að það verði fundur í nefndinni í lok vikunnar og þangað til er ekkert meira um málið að segja,“ segir Þórir.
Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira