Jón Arnór í viðtali á FIBA.com: Eins og dagur og nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2014 21:30 Jón Arnór Stefánsson. Vísir/Anton Jón Arnór Stefánsson, körfuboltamaður ársins og einn af þeim tíu sem koma til greina sem Íþróttamaður ársins, er í skemmtilegu viðtali á heimasíðu FIBA þar sem íslenski landsliðsmaðurinn ræðir meðal annars EM-ævintýri íslenska landsliðsins sem og hlutverk sitt hjá toppliði Unicaja Malaga á Spáni. Jón Arnór spilaði ekki fyrstu tvo leiki Íslands í undankeppninni en var stigahæstur í sigurleiknum út í Bretlandi þegar íslenska liðið fór langleiðina með að tryggja sér sæti á EM. Hann setti meðal annars niður eitt stærsta skot sitt á ferlinum þegar þriggja stiga skot hans rataði rétta leið 44 sekúndum fyrir leikslok. „Það var alveg að fara með mig að vera ekki með. Það var stór áhætta fyrir mig að spila án þess að vera með samning en ég hélt aldrei að ég þyrfti að bíða svona lengi eftir nýjum samningi. Þegar ég sá styrkleika breska liðsins sem við unnum sannfærandi á Íslandi, þá stökk ég upp á vagninn eins og klappstýra eða svo sögðu liðsfélagarnir allavega," sagði Jón Arnór. „Ég tek því alveg. Úti í Bretlandi þurftum við meiri vopn og þetta gekk upp. Þetta er ótrúlegt en við erum komnir í úrslitakeppni EM. Þetta er ótrúleg tilfinning," sagði Jón Arnór. „Ég og Hlynur erum búnir að vera svo lengi í landsliðinu þannig að þetta er mjög sérstakt fyrir okkur. Okkur hefur vantað svona til að toppa landsliðsferilinn," sagði Jón Arnór. „Þetta mun án vafa hjálpa íslenskum körfubolta. Þetta er orðinn hluti að íslenskri íþróttasögu og vonandi getum við haft góð áhrif á krakkana," sagði Jón Arnór. „Við munum berjast til síðasta blóðdropa í öllum leikjunum. Þannig er okkar nálgun á þessa leiki," sagði Jón Arnór um riðil íslenska liðsins sem er talinn vera sá erfiðasti í keppninni. Fjögur af sex liðum komast áfram í sextán liða úrslitin. Blaðamaður FIBA.com spyr Jón Arnór næst út í lífið hjá Unicaja Malaga en liðið er nú í toppsæti spænsku úrvalsdeildarinnar. „Það er frábær staða fyrir mig og það er gott að vera kominn aftur í Euroleague og vera aftur farinn að spila fyrir stórt félag. Ég gat ekki beðið eftir því að fá að spila aftur í Euroleague og loksins gekk það upp," sagði Jón Arnór. „Það var frábært tækifæri fyrir mig að fara til Malaga sem er frábært félag í frábærri borg. Ég tel að við séum með mjög gott lið með góðum liðsanda. Við höfum sýnt hvað við getum með því að vinna öflug lið á útivelli í úrvalsdeildinni," sagði Jón Arnór. Jón Arnór er að koma inn af bekknum hjá Unicaja Malaga og hann talar um það hversu ólíkt hlutverk hans er hjá Unicaja og íslenska landsliðinu. „Ég þarf að koma inn með mikla orku og ég verð að setja niður opnu skotin. Það koma dagar þar sem ég hitti en stundum hitti ég ekki. Ég reyni samt alltaf að gefa liðinu eitthvað," sagði Jón Arnór. „Ég þarf fyrst og fremst að standa mig í varnarleiknum og vera grimmur þar. Ég þarf að vera límið í liðinu, bæði innan og utan vallar. Ég sætti mig við það og geri mér grein fyrir því að það er mitt starf hér á Spáni," sagði Jón Arnór. „Hlutverk mitt hjá Unicaja og hjá íslenska landsliðinu er eins ólíkt og dagur og nótt. Á báðum stöðum þarf ég að gera það sem liðið þarf mest á að halda. Ef ég skora ekki með íslenska landsliðinu þá vinnum við ekki. Það er því mitt hlutverk hjá íslenska landsliðinu að vera „agressívur“ í sókninni og skjóta mikið," sagði Jón Arnór. Það er hægt að lesa allt viðtalið við Jón Arnór inn á heimasíðu FIBA. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson, körfuboltamaður ársins og einn af þeim tíu sem koma til greina sem Íþróttamaður ársins, er í skemmtilegu viðtali á heimasíðu FIBA þar sem íslenski landsliðsmaðurinn ræðir meðal annars EM-ævintýri íslenska landsliðsins sem og hlutverk sitt hjá toppliði Unicaja Malaga á Spáni. Jón Arnór spilaði ekki fyrstu tvo leiki Íslands í undankeppninni en var stigahæstur í sigurleiknum út í Bretlandi þegar íslenska liðið fór langleiðina með að tryggja sér sæti á EM. Hann setti meðal annars niður eitt stærsta skot sitt á ferlinum þegar þriggja stiga skot hans rataði rétta leið 44 sekúndum fyrir leikslok. „Það var alveg að fara með mig að vera ekki með. Það var stór áhætta fyrir mig að spila án þess að vera með samning en ég hélt aldrei að ég þyrfti að bíða svona lengi eftir nýjum samningi. Þegar ég sá styrkleika breska liðsins sem við unnum sannfærandi á Íslandi, þá stökk ég upp á vagninn eins og klappstýra eða svo sögðu liðsfélagarnir allavega," sagði Jón Arnór. „Ég tek því alveg. Úti í Bretlandi þurftum við meiri vopn og þetta gekk upp. Þetta er ótrúlegt en við erum komnir í úrslitakeppni EM. Þetta er ótrúleg tilfinning," sagði Jón Arnór. „Ég og Hlynur erum búnir að vera svo lengi í landsliðinu þannig að þetta er mjög sérstakt fyrir okkur. Okkur hefur vantað svona til að toppa landsliðsferilinn," sagði Jón Arnór. „Þetta mun án vafa hjálpa íslenskum körfubolta. Þetta er orðinn hluti að íslenskri íþróttasögu og vonandi getum við haft góð áhrif á krakkana," sagði Jón Arnór. „Við munum berjast til síðasta blóðdropa í öllum leikjunum. Þannig er okkar nálgun á þessa leiki," sagði Jón Arnór um riðil íslenska liðsins sem er talinn vera sá erfiðasti í keppninni. Fjögur af sex liðum komast áfram í sextán liða úrslitin. Blaðamaður FIBA.com spyr Jón Arnór næst út í lífið hjá Unicaja Malaga en liðið er nú í toppsæti spænsku úrvalsdeildarinnar. „Það er frábær staða fyrir mig og það er gott að vera kominn aftur í Euroleague og vera aftur farinn að spila fyrir stórt félag. Ég gat ekki beðið eftir því að fá að spila aftur í Euroleague og loksins gekk það upp," sagði Jón Arnór. „Það var frábært tækifæri fyrir mig að fara til Malaga sem er frábært félag í frábærri borg. Ég tel að við séum með mjög gott lið með góðum liðsanda. Við höfum sýnt hvað við getum með því að vinna öflug lið á útivelli í úrvalsdeildinni," sagði Jón Arnór. Jón Arnór er að koma inn af bekknum hjá Unicaja Malaga og hann talar um það hversu ólíkt hlutverk hans er hjá Unicaja og íslenska landsliðinu. „Ég þarf að koma inn með mikla orku og ég verð að setja niður opnu skotin. Það koma dagar þar sem ég hitti en stundum hitti ég ekki. Ég reyni samt alltaf að gefa liðinu eitthvað," sagði Jón Arnór. „Ég þarf fyrst og fremst að standa mig í varnarleiknum og vera grimmur þar. Ég þarf að vera límið í liðinu, bæði innan og utan vallar. Ég sætti mig við það og geri mér grein fyrir því að það er mitt starf hér á Spáni," sagði Jón Arnór. „Hlutverk mitt hjá Unicaja og hjá íslenska landsliðinu er eins ólíkt og dagur og nótt. Á báðum stöðum þarf ég að gera það sem liðið þarf mest á að halda. Ef ég skora ekki með íslenska landsliðinu þá vinnum við ekki. Það er því mitt hlutverk hjá íslenska landsliðinu að vera „agressívur“ í sókninni og skjóta mikið," sagði Jón Arnór. Það er hægt að lesa allt viðtalið við Jón Arnór inn á heimasíðu FIBA.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira