Rory: Golf þarf að spilast hraðar svo ungt fólk nenni að taka þátt Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. desember 2014 10:30 Rory McIlroy er mikil fyrirmynd ungu kynslóðarinnar. vísir/getty Rory McIlroy, besti kylfingur heims í dag, vill að golf verði spilað hraðar svo fleiri ungir krakkar hafi áhuga á að æfa og spila íþróttina. Fram kemur á vef BBC að fjöldi ungmenna á aldrinum 16-25 ára sem stunda golf minnkaði um helming frá 2010-2013. „Það gerist allt svo hratt í dag og fólk hefur ekki jafn mikinn tíma og áður. Kannski væri best að finna leið til að spila leikinn hraðar,“ segir McIlroy sem vann bæði opna breska meistaramótið og PGA-meistaramótið á árinu. „Fleiri horfa á golf en áður en færri stundað það. Fólk hefur gaman að því að horfa á leikinn en þeir dagar eru liðnir þar sem hægt var að eyða fimm til sex klukkutímum á golfvellinum,“ segir Norður-Írinn. Yfirvöld í golfinu hafa verið treg til að kynna til nýjungar og breyta til, en það var síðast á þessu ári sem Royal and Ancient-golfklúbburinn, sem rekur St. Andrews-völlinn í Skotlandi, leyfði konum að gerast meðlimir. Þær stóðu fyrir utan fyrstu 260 árin. Rory er þó bjartsýnn og telur þá sem búa til reglurnar vera tilbúnir að horfa fram á veginn. „Ég held að þeir séu ekkert á móti þessu, sérstaklega ef þeir vilja fá fleiri til að stunda golf,“ segir hann. „Það verður engu breytt hvernig stórmót eru spiluð, það fyrirkomulag finnst mér virka mjög vel. Ég er að tala um golf hjá yngri krökkum - alls ekki hjá okkur,“ segir Rory McIlroy. Golf Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Rory McIlroy, besti kylfingur heims í dag, vill að golf verði spilað hraðar svo fleiri ungir krakkar hafi áhuga á að æfa og spila íþróttina. Fram kemur á vef BBC að fjöldi ungmenna á aldrinum 16-25 ára sem stunda golf minnkaði um helming frá 2010-2013. „Það gerist allt svo hratt í dag og fólk hefur ekki jafn mikinn tíma og áður. Kannski væri best að finna leið til að spila leikinn hraðar,“ segir McIlroy sem vann bæði opna breska meistaramótið og PGA-meistaramótið á árinu. „Fleiri horfa á golf en áður en færri stundað það. Fólk hefur gaman að því að horfa á leikinn en þeir dagar eru liðnir þar sem hægt var að eyða fimm til sex klukkutímum á golfvellinum,“ segir Norður-Írinn. Yfirvöld í golfinu hafa verið treg til að kynna til nýjungar og breyta til, en það var síðast á þessu ári sem Royal and Ancient-golfklúbburinn, sem rekur St. Andrews-völlinn í Skotlandi, leyfði konum að gerast meðlimir. Þær stóðu fyrir utan fyrstu 260 árin. Rory er þó bjartsýnn og telur þá sem búa til reglurnar vera tilbúnir að horfa fram á veginn. „Ég held að þeir séu ekkert á móti þessu, sérstaklega ef þeir vilja fá fleiri til að stunda golf,“ segir hann. „Það verður engu breytt hvernig stórmót eru spiluð, það fyrirkomulag finnst mér virka mjög vel. Ég er að tala um golf hjá yngri krökkum - alls ekki hjá okkur,“ segir Rory McIlroy.
Golf Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira