Keflvíkingar hoppuðu upp um þrjú sæti rétt fyrir jólafrí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2014 21:13 Guðmundur Jónsson Vísir/Daníel Keflvíkingar unnu tíu stiga sigur á Haukum, 85-75, í lokaleik fyrri umferðar Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld en sigurinn skilar Keflavíkurliðinu í fimmta sæti deildarinnar. Keflvíkingum tókst að halda Alex Francis niðri og tryggðu sér síðan sigurinn með því að vinna síðustu níu mínúturnar 23-9. Haukarnir áttu möguleika á því að taka þriðja sætið af Stjörnunni en tókst ekki að fylgja á eftir frábærum sigri á Tindastól í síðasta leik. Keflvíkingar léku án Bandaríkjamannsins William Thomas Graves VI í þessum leik en hann er farinn til Ísrael. Damon Johnson er líka enn meiddur en Keflavíkurliðið sýndi mikinn styrk með að klára leikinn án þessara frábæru leikmanna. Keflavík var í áttunda sæti fyrir leikinn en hoppaði upp um þrjú sæti. Liðið er með jafnmörg stig og nágrannarnir í Njarðvík en ofar á sigrinum í innbyrðisleik Reykjanesbæjarliðanna. Guðmundur Jónsson skoraði 22 stig og var stigahæstur í Keflavíkurliðinu en hann skoraði 11 af 22 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Hin gamalreyndi Gunnar Einarsson (15 stig) átti sinn besta leik með Keflavík í vetur og Valur Orri Valsson (15 stig) var einnig mjög öflugur. Emil Barja var með 15 stig hjá Haukum og Alex Francis bætti við 14 stigum og 14 fráköstum. Francis nýtti aðeins 4 af 14 skotum sínum og tapaði alls 11 boltum en hann komst lítið áleiðis gegn grimmum Keflvíkingum. Haukar voru einu stigi yfir eftir fyrsta leikhlutann, 21-20, og náðu mest ellefu stiga forskoti í öðrum leikhlutanum. Haukarnir voru síðan komnir 36-25 yfir þegar sex mínútur voru til hálfleiks en Keflvíkingum tókt að jafna metin í 43-43 fyrir hálfleik eftir frábæran sprett þar sem þeir skoruðu tíu mörk í röð. Valur Orri Valsson kom að öllum þessum tíu stigum, skoraði fimm sjálfur og átti stoðsendingarnar í hinar tvær körfurnar. Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel og komust bæði í 40-44 og 57-52 en Haukar svöruðu þá með sex stigum í röð og komust aftur yfir. Emil Barja kláraði síðan leikhlutann á því að koma Haukum fjórum stigum yfir, 63-59, með því að setja niður tvö vítaskot. Haukar voru 66-62 yfir þegar níu mínútur voru eftir af leiknum en Keflvíkingar unnu lokakafla leiksins 23-9 og tryggðu sér flottan sigur.Keflavík-Haukar 85-75 (20-21, 23-22, 16-20, 26-12)Keflavík: Guðmundur Jónsson 22/5 fráköst, Valur Orri Valsson 15/6 fráköst, Gunnar Einarsson 15, Reggie Dupree 13/6 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 11/7 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 4/6 fráköst, Andrés Kristleifsson 3, Eysteinn Bjarni Ævarsson 2/6 fráköst.Haukar: Emil Barja 15/8 fráköst/5 stoðsendingar, Alex Francis 14/14 fráköst, Kristinn Marinósson 14/5 fráköst, Hjálmar Stefánsson 8, Kári Jónsson 6/4 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 6, Haukur Óskarsson 6/4 fráköst, Helgi Björn Einarsson 4, Steinar Aronsson 1, Kristján Leifur Sverrisson 1. Dominos-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Tindastóll - Þór Þ. | Hvernig koma Stólarnir undan Evrópuleiknum? Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Sjá meira
Keflvíkingar unnu tíu stiga sigur á Haukum, 85-75, í lokaleik fyrri umferðar Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld en sigurinn skilar Keflavíkurliðinu í fimmta sæti deildarinnar. Keflvíkingum tókst að halda Alex Francis niðri og tryggðu sér síðan sigurinn með því að vinna síðustu níu mínúturnar 23-9. Haukarnir áttu möguleika á því að taka þriðja sætið af Stjörnunni en tókst ekki að fylgja á eftir frábærum sigri á Tindastól í síðasta leik. Keflvíkingar léku án Bandaríkjamannsins William Thomas Graves VI í þessum leik en hann er farinn til Ísrael. Damon Johnson er líka enn meiddur en Keflavíkurliðið sýndi mikinn styrk með að klára leikinn án þessara frábæru leikmanna. Keflavík var í áttunda sæti fyrir leikinn en hoppaði upp um þrjú sæti. Liðið er með jafnmörg stig og nágrannarnir í Njarðvík en ofar á sigrinum í innbyrðisleik Reykjanesbæjarliðanna. Guðmundur Jónsson skoraði 22 stig og var stigahæstur í Keflavíkurliðinu en hann skoraði 11 af 22 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Hin gamalreyndi Gunnar Einarsson (15 stig) átti sinn besta leik með Keflavík í vetur og Valur Orri Valsson (15 stig) var einnig mjög öflugur. Emil Barja var með 15 stig hjá Haukum og Alex Francis bætti við 14 stigum og 14 fráköstum. Francis nýtti aðeins 4 af 14 skotum sínum og tapaði alls 11 boltum en hann komst lítið áleiðis gegn grimmum Keflvíkingum. Haukar voru einu stigi yfir eftir fyrsta leikhlutann, 21-20, og náðu mest ellefu stiga forskoti í öðrum leikhlutanum. Haukarnir voru síðan komnir 36-25 yfir þegar sex mínútur voru til hálfleiks en Keflvíkingum tókt að jafna metin í 43-43 fyrir hálfleik eftir frábæran sprett þar sem þeir skoruðu tíu mörk í röð. Valur Orri Valsson kom að öllum þessum tíu stigum, skoraði fimm sjálfur og átti stoðsendingarnar í hinar tvær körfurnar. Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel og komust bæði í 40-44 og 57-52 en Haukar svöruðu þá með sex stigum í röð og komust aftur yfir. Emil Barja kláraði síðan leikhlutann á því að koma Haukum fjórum stigum yfir, 63-59, með því að setja niður tvö vítaskot. Haukar voru 66-62 yfir þegar níu mínútur voru eftir af leiknum en Keflvíkingar unnu lokakafla leiksins 23-9 og tryggðu sér flottan sigur.Keflavík-Haukar 85-75 (20-21, 23-22, 16-20, 26-12)Keflavík: Guðmundur Jónsson 22/5 fráköst, Valur Orri Valsson 15/6 fráköst, Gunnar Einarsson 15, Reggie Dupree 13/6 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 11/7 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 4/6 fráköst, Andrés Kristleifsson 3, Eysteinn Bjarni Ævarsson 2/6 fráköst.Haukar: Emil Barja 15/8 fráköst/5 stoðsendingar, Alex Francis 14/14 fráköst, Kristinn Marinósson 14/5 fráköst, Hjálmar Stefánsson 8, Kári Jónsson 6/4 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 6, Haukur Óskarsson 6/4 fráköst, Helgi Björn Einarsson 4, Steinar Aronsson 1, Kristján Leifur Sverrisson 1.
Dominos-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Tindastóll - Þór Þ. | Hvernig koma Stólarnir undan Evrópuleiknum? Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Sjá meira