PlayStation tuttugu ára í dag Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2014 10:45 Þann 3. desember 1994 birtist ný leikjatölva í hillum verslana í Japan. Mynd/Sony Þann 3. desember 1994 birtist ný leikjatölva í hillum verslana í Japan. Í dag eru því liðin tuttugu ár frá því að Sony PlayStation varð til. Þetta var fyrsta leikjatölva Sony og sú fyrsta þar sem geisladiskar voru notaðir. Hún var fyrsta leikjatölvan til að seljast í meira en hundrað milljónum eintaka og skipaði Sony sess á þéttsetnum markaði.Afmælisútgáfa PS4 svipar mjög til upprunalegu PlayStation tölvunnar.Mynd/Sony„Tuttugu ár er langur tími,“ segir Shuhei Yoshida, yfirmaður tölvudeildar Sony, í bloggfærslu á heimasíðu fyrirtækisins. „Árið 1994 héldu margir að við værum óðir þegar við settum upprunalegu PlayStation tölvuna á markað með svo mikilli samkeppni.“ Alls seldi Sony rúmlega 104 milljónir eintaka af PlayStation, en næsta leikjatölva fyrirtækisins varð sú vinsælasta í heiminum. PlayStation 2 var gefin út í mars 2000 og fram til janúar 2013 seldust 157,7 milljónir tölva um allan heim. Í nóvember 2006 gaf Sony út PS3 og hingað til hefur fyrirtækið selt 83,7 milljónir. Svo fyrir rétt rúmu ári gaf fyrirtækið út PS4, en 13,1 milljón eintök hennar hafa selst á þeim tíma. Sá PlayStation tölvuleikur sem sem selst hefur í flestum eintökum er Grand Theft Auto: San Andreas og seldust 17,3 milljónir eintaka af leiknum.Upphaflega PlayStation tölvan var fyrsta leikjatölvan sem seldist í meira en hundrað milljónum eintaka og notaðist við geisladiska.Vísir/GraphicNews Leikjavísir Sony-hakkið Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Þann 3. desember 1994 birtist ný leikjatölva í hillum verslana í Japan. Í dag eru því liðin tuttugu ár frá því að Sony PlayStation varð til. Þetta var fyrsta leikjatölva Sony og sú fyrsta þar sem geisladiskar voru notaðir. Hún var fyrsta leikjatölvan til að seljast í meira en hundrað milljónum eintaka og skipaði Sony sess á þéttsetnum markaði.Afmælisútgáfa PS4 svipar mjög til upprunalegu PlayStation tölvunnar.Mynd/Sony„Tuttugu ár er langur tími,“ segir Shuhei Yoshida, yfirmaður tölvudeildar Sony, í bloggfærslu á heimasíðu fyrirtækisins. „Árið 1994 héldu margir að við værum óðir þegar við settum upprunalegu PlayStation tölvuna á markað með svo mikilli samkeppni.“ Alls seldi Sony rúmlega 104 milljónir eintaka af PlayStation, en næsta leikjatölva fyrirtækisins varð sú vinsælasta í heiminum. PlayStation 2 var gefin út í mars 2000 og fram til janúar 2013 seldust 157,7 milljónir tölva um allan heim. Í nóvember 2006 gaf Sony út PS3 og hingað til hefur fyrirtækið selt 83,7 milljónir. Svo fyrir rétt rúmu ári gaf fyrirtækið út PS4, en 13,1 milljón eintök hennar hafa selst á þeim tíma. Sá PlayStation tölvuleikur sem sem selst hefur í flestum eintökum er Grand Theft Auto: San Andreas og seldust 17,3 milljónir eintaka af leiknum.Upphaflega PlayStation tölvan var fyrsta leikjatölvan sem seldist í meira en hundrað milljónum eintaka og notaðist við geisladiska.Vísir/GraphicNews
Leikjavísir Sony-hakkið Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira