Jordan Spieth í yfirburðastöðu í Flórída 7. desember 2014 11:52 Pútterinn hefur verið sjóðandi heitur hjá Spieth um helgina. AP Hinn ungi Jordan Spieth hefur borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína á Hero World Challenge sem fram fer á Isleworth í Flórída en fyrir lokahringinn leiðir þessi magnaði kylfingur með sjö höggum eftir þriðja hring upp á 63 högg eða níu undir pari. Spieth hefur átt mjög gott ár og hefur jafnt og þétt klifrað upp í hæstu sæti heimslistans í golfi með nokkrum frábærum frammistöðum, án þess að hafa unnið mörg mót. Það er samt greinilegt að þessi skemmtilegi kylfingur er enn að taka framförum því á undanförnum vikum hefur hann spilað hreint út sagt stórkostlegt golf en í síðustu viku sigraði hann á Opna ástralska meistaramótinu eftir lokahring upp á 63 högg sem Rory McIlroy lýsti sem „mögnuðum“. Í öðru sæti á 13 höggum undir pari eru þeir Henrik Stenson og Keegan Bradley sem lék mjög gott golf í gær og kom inn á 65 höggum eða sjö undir pari.Tiger Woods átti ágætan þriðja hring í endurkomu sinni þrátt fyrir að hafa verið með flensu. Hann kom inn á 69 höggum eða þremur undir pari og er því á sléttu pari eftir að hafa leikið fyrsta hring á 77 höggum. Það þarf hálfgert kraftaverk á Isleworth vellinum til þess að einhver nái Jordan Spieth á lokahringnum í kvöld en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00. Golf Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Hinn ungi Jordan Spieth hefur borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína á Hero World Challenge sem fram fer á Isleworth í Flórída en fyrir lokahringinn leiðir þessi magnaði kylfingur með sjö höggum eftir þriðja hring upp á 63 högg eða níu undir pari. Spieth hefur átt mjög gott ár og hefur jafnt og þétt klifrað upp í hæstu sæti heimslistans í golfi með nokkrum frábærum frammistöðum, án þess að hafa unnið mörg mót. Það er samt greinilegt að þessi skemmtilegi kylfingur er enn að taka framförum því á undanförnum vikum hefur hann spilað hreint út sagt stórkostlegt golf en í síðustu viku sigraði hann á Opna ástralska meistaramótinu eftir lokahring upp á 63 högg sem Rory McIlroy lýsti sem „mögnuðum“. Í öðru sæti á 13 höggum undir pari eru þeir Henrik Stenson og Keegan Bradley sem lék mjög gott golf í gær og kom inn á 65 höggum eða sjö undir pari.Tiger Woods átti ágætan þriðja hring í endurkomu sinni þrátt fyrir að hafa verið með flensu. Hann kom inn á 69 höggum eða þremur undir pari og er því á sléttu pari eftir að hafa leikið fyrsta hring á 77 höggum. Það þarf hálfgert kraftaverk á Isleworth vellinum til þess að einhver nái Jordan Spieth á lokahringnum í kvöld en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00.
Golf Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira