Opel lokar Bochum verksmiðjunni Finnur Thorlacius skrifar 8. desember 2014 16:27 Verksmiðja Opel í Bochum hefur nú verið lokað. Verksmiðja Opel í Bochum í Þýskalandi var eitt sinn flagskip Opel og þar unnu mest 22.000 starfsmenn. Hún hefur verið starfrækt samfellt í 52 ár. Nú hefur síðasti framleiðslubíll Opel runnið í gegnum framleiðslulínuna í Bochum og var það Opel Zafira. Þessi lokun markar einu lokun bílaverksmiðju í Þýskalandi frá síðari heimstyrjöld. Undir það síðasta unnu einungis 3.000 manns í verksmiðjunni, en 300 þeirra halda vinnunni við íhlutaframleiðslu. Aðrir starfsmenn hennar verða að finna sér aðra vinnu, sem Opel mun aðstoða þá með. Evrópski hluti General Motors sem inniheldur Opel og systurmerki þess Vauxhall í Bretlandi hefur samtals tapað 18 milljörðum Bandaríkjadala frá árinu 1999, eða 2.230 milljörðum króna. Þessi lokun í Bochum er líður í því að skrúfa fyrir þetta tap og er það markmið Opel að vera rekið með hagnaði frá og með næsta ári. Aukin sala Opel bíla undanfarið gefur góðar vonir um að það gæti tekist. Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent
Verksmiðja Opel í Bochum í Þýskalandi var eitt sinn flagskip Opel og þar unnu mest 22.000 starfsmenn. Hún hefur verið starfrækt samfellt í 52 ár. Nú hefur síðasti framleiðslubíll Opel runnið í gegnum framleiðslulínuna í Bochum og var það Opel Zafira. Þessi lokun markar einu lokun bílaverksmiðju í Þýskalandi frá síðari heimstyrjöld. Undir það síðasta unnu einungis 3.000 manns í verksmiðjunni, en 300 þeirra halda vinnunni við íhlutaframleiðslu. Aðrir starfsmenn hennar verða að finna sér aðra vinnu, sem Opel mun aðstoða þá með. Evrópski hluti General Motors sem inniheldur Opel og systurmerki þess Vauxhall í Bretlandi hefur samtals tapað 18 milljörðum Bandaríkjadala frá árinu 1999, eða 2.230 milljörðum króna. Þessi lokun í Bochum er líður í því að skrúfa fyrir þetta tap og er það markmið Opel að vera rekið með hagnaði frá og með næsta ári. Aukin sala Opel bíla undanfarið gefur góðar vonir um að það gæti tekist.
Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent