Microsoft og Sony neita því að upplýsingum hafi verið stolið Bjarki Ármannsson skrifar 24. nóvember 2014 21:03 Sony neitar því að leyninlegum upplýsingum Xbox-notenda hafi verið stolið. Vísir/AP Bæði Sony og Microsoft hafa nú neitað því að persónuupplýsingum notenda leikjaþjónustu þeirra hafi verið stolið og lekið á netið. Meðlimir nethópsins DerpTrolling héldu því fram á fimmtudag að þeir hefðu með tölvuhakki komist yfir póstföng og lykilorð rúmlega 3,500 notenda Xbox Live og PlayStation Network.Vefurinn Gamespot greinir frá. Sony, sem á PlayStation, sendi frá sér tilkynningu á sunnudaginn þar sem þvertekið var fyrir það að upplýsingunum hefði verið stolið. Microsoft, sem á Xbox, gerði slíkt hið sama í dag. Fyrirtækin segjast hafa rannsakað málið samstundis og komist að þeirri niðurstöðu að ekkert sé til í fullyrðingum DerpTrolling. Hópurinn sagðist einnig hafa komist yfir leynilegar upplýsingar notenda 2K Games, sem hafa ekki sent frá sér tilkynningu um málið. DerpTrolling hefur verið hent út af Twitter, þar sem þeir gortuðu sig af hakkinu. Leikjavísir Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Bæði Sony og Microsoft hafa nú neitað því að persónuupplýsingum notenda leikjaþjónustu þeirra hafi verið stolið og lekið á netið. Meðlimir nethópsins DerpTrolling héldu því fram á fimmtudag að þeir hefðu með tölvuhakki komist yfir póstföng og lykilorð rúmlega 3,500 notenda Xbox Live og PlayStation Network.Vefurinn Gamespot greinir frá. Sony, sem á PlayStation, sendi frá sér tilkynningu á sunnudaginn þar sem þvertekið var fyrir það að upplýsingunum hefði verið stolið. Microsoft, sem á Xbox, gerði slíkt hið sama í dag. Fyrirtækin segjast hafa rannsakað málið samstundis og komist að þeirri niðurstöðu að ekkert sé til í fullyrðingum DerpTrolling. Hópurinn sagðist einnig hafa komist yfir leynilegar upplýsingar notenda 2K Games, sem hafa ekki sent frá sér tilkynningu um málið. DerpTrolling hefur verið hent út af Twitter, þar sem þeir gortuðu sig af hakkinu.
Leikjavísir Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira