Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Karl Lúðvíksson skrifar 26. nóvember 2014 18:54 Smíði nýs veiðihúss við Brynjudalsá er vel á veg komin. Brynjudalsá í Hvalfirði hefur lengi verið vinsæl enda veiðin góð og stutt að fara frá Reykjavík. Það er varla yfir neinu að kvarta þegar veitt er í ánni. Hún er passlega löng fyrir tvær stangir að fara þokkalega yfir hana á einum degi, veiðin er góð og veiðistaðirnir skemmtilegir. Það sem helst stóð því fyrir þrifum að segja ánna afbragðs kost var skortur á veiðihúsi því græni hjallinn sem stóð neðan við Efri Foss var ekki manni bjóðandi. Það er þess vegna gleðiefni að greina frá því að nýtt veiðihús verður tekið í gagnið við Brynjudalsá næsta sumar og stendur á góðum stað í dalnum þar sem útsýnið yfir dalinn tekur á móti þér á morgnana þegar stigið er út. Það er nokkuð víst að þetta á eftir að auka aðsókn að ánni enn frekar því það sem stóð veiðimönnum helst fyrir þrifum að taka konurnar með sér í þessa skemmtilegu á var skortur á snyrtilegri salernisaðstöðu já og góðu húsi til að borða í hádeginu í hvíldinni. Stangveiði Mest lesið Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði
Brynjudalsá í Hvalfirði hefur lengi verið vinsæl enda veiðin góð og stutt að fara frá Reykjavík. Það er varla yfir neinu að kvarta þegar veitt er í ánni. Hún er passlega löng fyrir tvær stangir að fara þokkalega yfir hana á einum degi, veiðin er góð og veiðistaðirnir skemmtilegir. Það sem helst stóð því fyrir þrifum að segja ánna afbragðs kost var skortur á veiðihúsi því græni hjallinn sem stóð neðan við Efri Foss var ekki manni bjóðandi. Það er þess vegna gleðiefni að greina frá því að nýtt veiðihús verður tekið í gagnið við Brynjudalsá næsta sumar og stendur á góðum stað í dalnum þar sem útsýnið yfir dalinn tekur á móti þér á morgnana þegar stigið er út. Það er nokkuð víst að þetta á eftir að auka aðsókn að ánni enn frekar því það sem stóð veiðimönnum helst fyrir þrifum að taka konurnar með sér í þessa skemmtilegu á var skortur á snyrtilegri salernisaðstöðu já og góðu húsi til að borða í hádeginu í hvíldinni.
Stangveiði Mest lesið Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði