Snæfell vann í tvíframlengdum leik | Öruggt hjá KR Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. nóvember 2014 21:25 Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. Vísir/Daníel Snæfell vann mikilvæg tvö stig er liðið lagði ÍR að velli, 98-95, í tvíframlengdum leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld. Eftir æsispennandi lokamínútur í venjulegum leiktíma þurfti að tvíframlengja leikinn þar sem heimamenn reyndust með sterkari taugar og unnu nauman sigur. Snæfellingar leiddu af og voru með fjögurra stiga forystu í hálfleik, 38-34. ÍR-ingum óx þó ásmegin eftir því sem leið á þriðja leikhlutann og náðu að minnka muninn í eitt stig. ÍR-ingar virtust svo ætla að sigla fram úr í fjórða leikhluta en Snæfellingar neituðu að játa sig sigraða og komust yfir, 70-68, með 9-0 spretti þegar lítið var eftir. Gestirnir náðu svo aftur undirtökunum undir lok leiksins og voru þremur stigum eftir, 77-74, þegar fjórtán sekúndur voru eftir. Snæfell fór á vítalínuna þegar tvær sekúndur voru eftir og leikurinn virtist úti. Austin Bracey setti niður fyrra vítið en klikkaði á því síðara. Christopher Woods náði frákastinu, náði að jafna metin og knýja leikinn þar með í framlengingu. Aftur fékk ÍR tækifæri til að tryggja sér sigurinn undir lok fyrri framlengingarinnar en Breiðhyltingar klikkuðu í síðustu tveimur sóknum sínum. Woods jafnaði metin á vítalínunni þegar sex sekúndur voru eftir og því þurfti að framlengja á ný. Enn var allt í járnum í upphafi síðari framlengingarinnar en Snæfell komst fjórum stigum yfir þegar rúm mínúta var eftir. ÍR minnkaði muninn í tvö og fékk boltann þegar sex sekúndur voru eftir en náði ekki að jafna metin. Snæfellingar héldu út og fögnuðum góðum sigri. Woods skoraði 35 stig fyrir Snæfell auk þess sem hann tók 23 fráköst. Austin Bracey kom næstur með 30 stig en stigahæstur hjá ÍR var Trey Hampton með 38 stig. Matthías Orri Sigurðarson skoraði svo 27 stig fyrir ÍR-inga. Topplið KR vann svo enn einn sigurinn í kvöld er liðið lagði Skallagrím í Borgarnesi, 113-82. KR-ingar stungu af í öðrum leikhluta en Pavel Ermolinskij átti stórleik í kvöld með 15 stig, 12 fráköst og 16 stoðsendingar. Stjarnan hafði svo betur gegn Þór Þorlákshöfn og komst þar með upp í þriðja sæti deildarinnar. Stjörnumenn eru með tíu stig en nánar má lesa um leikinn hér. KR er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir átta leiki en Tindastóll er í öðru sæti með tólf stig og á leik til góða.Úrslit kvöldsins:Snæfell-ÍR 98-95 (23-19, 15-15, 15-18, 24-25, 10-10, 11-8)Snæfell: Christopher Woods 35/23 fráköst, Austin Magnus Bracey 30, Stefán Karel Torfason 14/9 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8/12 fráköst/5 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 6, Snjólfur Björnsson 4, Jóhann Kristófer Sævarsson 1.ÍR: Trey Hampton 38/16 fráköst/5 stolnir/4 varin skot, Matthías Orri Sigurðarson 27/4 fráköst, Sveinbjörn Claessen 9/6 fráköst/5 stoðsendingar, Kristján Pétur Andrésson 7/12 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 6, Christopher Gardingo 5, Ragnar Örn Bragason 3/6 fráköst.Skallagrímur-KR 82-113 (26-27, 11-37, 25-23, 20-26)Skallagrímur: Sigtryggur Arnar Björnsson 25, Tracy Smith Jr. 20/11 fráköst, Davíð Ásgeirsson 19, Daði Berg Grétarsson 7, Einar Ólafsson 4, Páll Axel Vilbergsson 4/5 fráköst, Davíð Guðmundsson 3.KR: Michael Craion 27/9 fráköst, Björn Kristjánsson 20, Darri Hilmarsson 19/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 15/12 fráköst/16 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 14/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 7, Finnur Atli Magnússon 5, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 2, Jón Hrafn Baldvinsson 2, Högni Fjalarsson 2.Stjarnan - Þór Þ. 85-79 (41-39)Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 19, Marvin Valdimarsson 18, Dagur Kár Jónsson 16, Jarrid Frye 15, Tómas Þórður Hilmarsson 6, Sigurður Dagur Sturluson 4, Jón Orri Kristjánsson 4, Ágúst Angantýsson 2, Jón Sverrisson 1.Stig Þórs: Vincent Senford 23, Nemanja Sovic 19, Tómas Heiðar Tómasson 16, Þorsteinn Már Ragnarsson 6, Emil Karel Einarsson 4, Oddur Ólafsson 4, Grétar Ingi Erlendsson 4, Baldur Þór Ragnarsson 3. Dominos-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira
Snæfell vann mikilvæg tvö stig er liðið lagði ÍR að velli, 98-95, í tvíframlengdum leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld. Eftir æsispennandi lokamínútur í venjulegum leiktíma þurfti að tvíframlengja leikinn þar sem heimamenn reyndust með sterkari taugar og unnu nauman sigur. Snæfellingar leiddu af og voru með fjögurra stiga forystu í hálfleik, 38-34. ÍR-ingum óx þó ásmegin eftir því sem leið á þriðja leikhlutann og náðu að minnka muninn í eitt stig. ÍR-ingar virtust svo ætla að sigla fram úr í fjórða leikhluta en Snæfellingar neituðu að játa sig sigraða og komust yfir, 70-68, með 9-0 spretti þegar lítið var eftir. Gestirnir náðu svo aftur undirtökunum undir lok leiksins og voru þremur stigum eftir, 77-74, þegar fjórtán sekúndur voru eftir. Snæfell fór á vítalínuna þegar tvær sekúndur voru eftir og leikurinn virtist úti. Austin Bracey setti niður fyrra vítið en klikkaði á því síðara. Christopher Woods náði frákastinu, náði að jafna metin og knýja leikinn þar með í framlengingu. Aftur fékk ÍR tækifæri til að tryggja sér sigurinn undir lok fyrri framlengingarinnar en Breiðhyltingar klikkuðu í síðustu tveimur sóknum sínum. Woods jafnaði metin á vítalínunni þegar sex sekúndur voru eftir og því þurfti að framlengja á ný. Enn var allt í járnum í upphafi síðari framlengingarinnar en Snæfell komst fjórum stigum yfir þegar rúm mínúta var eftir. ÍR minnkaði muninn í tvö og fékk boltann þegar sex sekúndur voru eftir en náði ekki að jafna metin. Snæfellingar héldu út og fögnuðum góðum sigri. Woods skoraði 35 stig fyrir Snæfell auk þess sem hann tók 23 fráköst. Austin Bracey kom næstur með 30 stig en stigahæstur hjá ÍR var Trey Hampton með 38 stig. Matthías Orri Sigurðarson skoraði svo 27 stig fyrir ÍR-inga. Topplið KR vann svo enn einn sigurinn í kvöld er liðið lagði Skallagrím í Borgarnesi, 113-82. KR-ingar stungu af í öðrum leikhluta en Pavel Ermolinskij átti stórleik í kvöld með 15 stig, 12 fráköst og 16 stoðsendingar. Stjarnan hafði svo betur gegn Þór Þorlákshöfn og komst þar með upp í þriðja sæti deildarinnar. Stjörnumenn eru með tíu stig en nánar má lesa um leikinn hér. KR er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir átta leiki en Tindastóll er í öðru sæti með tólf stig og á leik til góða.Úrslit kvöldsins:Snæfell-ÍR 98-95 (23-19, 15-15, 15-18, 24-25, 10-10, 11-8)Snæfell: Christopher Woods 35/23 fráköst, Austin Magnus Bracey 30, Stefán Karel Torfason 14/9 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8/12 fráköst/5 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 6, Snjólfur Björnsson 4, Jóhann Kristófer Sævarsson 1.ÍR: Trey Hampton 38/16 fráköst/5 stolnir/4 varin skot, Matthías Orri Sigurðarson 27/4 fráköst, Sveinbjörn Claessen 9/6 fráköst/5 stoðsendingar, Kristján Pétur Andrésson 7/12 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 6, Christopher Gardingo 5, Ragnar Örn Bragason 3/6 fráköst.Skallagrímur-KR 82-113 (26-27, 11-37, 25-23, 20-26)Skallagrímur: Sigtryggur Arnar Björnsson 25, Tracy Smith Jr. 20/11 fráköst, Davíð Ásgeirsson 19, Daði Berg Grétarsson 7, Einar Ólafsson 4, Páll Axel Vilbergsson 4/5 fráköst, Davíð Guðmundsson 3.KR: Michael Craion 27/9 fráköst, Björn Kristjánsson 20, Darri Hilmarsson 19/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 15/12 fráköst/16 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 14/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 7, Finnur Atli Magnússon 5, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 2, Jón Hrafn Baldvinsson 2, Högni Fjalarsson 2.Stjarnan - Þór Þ. 85-79 (41-39)Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 19, Marvin Valdimarsson 18, Dagur Kár Jónsson 16, Jarrid Frye 15, Tómas Þórður Hilmarsson 6, Sigurður Dagur Sturluson 4, Jón Orri Kristjánsson 4, Ágúst Angantýsson 2, Jón Sverrisson 1.Stig Þórs: Vincent Senford 23, Nemanja Sovic 19, Tómas Heiðar Tómasson 16, Þorsteinn Már Ragnarsson 6, Emil Karel Einarsson 4, Oddur Ólafsson 4, Grétar Ingi Erlendsson 4, Baldur Þór Ragnarsson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira