Charlie Sifford heiðraður í Hvíta húsinu 29. nóvember 2014 13:00 Charlie Sifford braut niður múra í golfheiminum. AP Bandaríski kylfingurinn Charlie Sifford var heiðraður fyrr í vikunni með frelsisorðu frá forseta Bandaríkjanna, Barack Obama. Sifford, sem er 92 ára gamall, braut blað í sögu golfíþróttarinnar árið 1961 þegar að hann varð fyrsti blökkumaðurinn til þess að spila á PGA-mótaröðinni þar sem hann sigraði í tveimur mótum á ferlinum. Sifford þurfti að berjast við mikla fordóma á sínum tíma en hann var meðal annars reglulega truflaður af fordómafullum áhorfendum ásamt því að fá ekki að ganga inn í sum klúbbhús þar sem aðeins hvítt fólk mátti koma inn. Það er því óhætt að segja að hann hafi verið ákveðinn frumkvöðull fyrir svarta kylfinga en þegar Sifford tók við frelsisorðunni sagði hann við fréttamenn að hann barátta hans fyrir jafnrétti í golfheiminum hefði verið löng og ströng. Tiger Woods fylgdist með þegar að Sifford fékk orðuna en hann skrifaði hjartahlýja kveðju til hans á Twittersíðu sína í kjölfarið. „Innilega til hamingju með að vera kominn í sögubækurnar kæri Charlie, þú varst mikill innblástur fyrir föður minn sem síðan smitaði mig með golfbakteríunni, þú barðist hetjulega og vannst að lokum sigur fyrir okkur öll.“ Aðeins tveir atvinnukylfingar í sögunni höfðu fengið frelsisorðuna áður en Sifford veitti henni viðtöku en það voru þeir Jack Nicklaus og Arnold Palmer. Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Charlie Sifford var heiðraður fyrr í vikunni með frelsisorðu frá forseta Bandaríkjanna, Barack Obama. Sifford, sem er 92 ára gamall, braut blað í sögu golfíþróttarinnar árið 1961 þegar að hann varð fyrsti blökkumaðurinn til þess að spila á PGA-mótaröðinni þar sem hann sigraði í tveimur mótum á ferlinum. Sifford þurfti að berjast við mikla fordóma á sínum tíma en hann var meðal annars reglulega truflaður af fordómafullum áhorfendum ásamt því að fá ekki að ganga inn í sum klúbbhús þar sem aðeins hvítt fólk mátti koma inn. Það er því óhætt að segja að hann hafi verið ákveðinn frumkvöðull fyrir svarta kylfinga en þegar Sifford tók við frelsisorðunni sagði hann við fréttamenn að hann barátta hans fyrir jafnrétti í golfheiminum hefði verið löng og ströng. Tiger Woods fylgdist með þegar að Sifford fékk orðuna en hann skrifaði hjartahlýja kveðju til hans á Twittersíðu sína í kjölfarið. „Innilega til hamingju með að vera kominn í sögubækurnar kæri Charlie, þú varst mikill innblástur fyrir föður minn sem síðan smitaði mig með golfbakteríunni, þú barðist hetjulega og vannst að lokum sigur fyrir okkur öll.“ Aðeins tveir atvinnukylfingar í sögunni höfðu fengið frelsisorðuna áður en Sifford veitti henni viðtöku en það voru þeir Jack Nicklaus og Arnold Palmer.
Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira