Reykingafasistinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. nóvember 2014 08:15 Ekki veit ég hvort það var uppeldið eða einhver skoðun sem ég ræktaði með mér. Það var allavega ekki slagarinn hennar Ruthar Reginalds því aðeins klassísk tónlist heyrðist á heimili mínu þar til ég flutti að heiman. Sígarettur hafa einfaldlega alltaf verið „vondar“ í huga mér og skiptir þá engu í hvað átt er litið. Þær brenna peningum, lyktin af reyknum og reykingarfólki getur verið hrikaleg og svo hin vel þekkta skaðsemi þegar kemur að heilsunni. Í fáum stéttum er jafnmikið reykt og hjá fjölmiðlafólki. Einhver blanda af hefð og stressi líklega en margt besta og skemmtilegasta fjölmiðlafólk landsins reykir. Hópferðirnar í reykingarskúrinn hjá 365 eru stöðugar yfir daginn þar sem fólk slúðrar og deilir leyndarmálum sem ég fæ svo að heyra löngu síðar. Þegar þau eru ekki lengur leyndarmál. Líklega eina neikvæða hlið þess að standa utan við þennan sértrúarsöfnuð. Ein versta hlið reykinga er sóðaskapurinn og óvirðingin fyrir umhverfinu sem sumt reykingafólk sýnir. Sígarettur, já og tyggjó, virðast vera þeir tveir hlutir sem stór hluti samfélagsins virðist samþykkja að megi henda hvert sem er. Nú síðast í vikunni mætti ég gesti á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni á göngu upp Laugaveginn. Augu okkar mættust og um leið naut hann síðasta innsogsins áður en sígarettan fór sína leið á gangstéttina. Hvað ég hefði viljað vera Michael Douglas í Falling Down á því augnabliki og missa mig. En hvers vegna er þetta svona? Af hverju eru örlög strætóskýla landsins að gegna hlutverki kirkjugarða fyrir sígarettustubba? Læðist enginn efi að fólki sem fleygir stubbunum sínum á jörðina að um barnslega hegðun sé að ræða? Barnið ég á enn eftir að taka minn fyrsta smók og ætli hann bíði ekki til sjötugs þegar ég fer „all in“ og prófa allt dópið sem ég hef farið á mis við. Það verður alvöru partý. Ég lofa samt að taka tillit til umhverfisins og næsta manns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Samúel Karl Ólason Skoðun
Ekki veit ég hvort það var uppeldið eða einhver skoðun sem ég ræktaði með mér. Það var allavega ekki slagarinn hennar Ruthar Reginalds því aðeins klassísk tónlist heyrðist á heimili mínu þar til ég flutti að heiman. Sígarettur hafa einfaldlega alltaf verið „vondar“ í huga mér og skiptir þá engu í hvað átt er litið. Þær brenna peningum, lyktin af reyknum og reykingarfólki getur verið hrikaleg og svo hin vel þekkta skaðsemi þegar kemur að heilsunni. Í fáum stéttum er jafnmikið reykt og hjá fjölmiðlafólki. Einhver blanda af hefð og stressi líklega en margt besta og skemmtilegasta fjölmiðlafólk landsins reykir. Hópferðirnar í reykingarskúrinn hjá 365 eru stöðugar yfir daginn þar sem fólk slúðrar og deilir leyndarmálum sem ég fæ svo að heyra löngu síðar. Þegar þau eru ekki lengur leyndarmál. Líklega eina neikvæða hlið þess að standa utan við þennan sértrúarsöfnuð. Ein versta hlið reykinga er sóðaskapurinn og óvirðingin fyrir umhverfinu sem sumt reykingafólk sýnir. Sígarettur, já og tyggjó, virðast vera þeir tveir hlutir sem stór hluti samfélagsins virðist samþykkja að megi henda hvert sem er. Nú síðast í vikunni mætti ég gesti á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni á göngu upp Laugaveginn. Augu okkar mættust og um leið naut hann síðasta innsogsins áður en sígarettan fór sína leið á gangstéttina. Hvað ég hefði viljað vera Michael Douglas í Falling Down á því augnabliki og missa mig. En hvers vegna er þetta svona? Af hverju eru örlög strætóskýla landsins að gegna hlutverki kirkjugarða fyrir sígarettustubba? Læðist enginn efi að fólki sem fleygir stubbunum sínum á jörðina að um barnslega hegðun sé að ræða? Barnið ég á enn eftir að taka minn fyrsta smók og ætli hann bíði ekki til sjötugs þegar ég fer „all in“ og prófa allt dópið sem ég hef farið á mis við. Það verður alvöru partý. Ég lofa samt að taka tillit til umhverfisins og næsta manns.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Samúel Karl Ólason Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Samúel Karl Ólason Skoðun