Fólkið á Airwaves: Sólgin í íslensku súkkulaðikökuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2014 11:15 Joyce, Theo og Maaike. Vísir/Andri Marinó „Við erum ástfangin af Íslandi,“ segja hjónin Joyce og Theo van Kaathoven frá Hollandi sem eru á meðal fimm þúsund erlendra gesta á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni sem fór formlega af stað í gærkvöldi. Hjónin voru mætt í Hörpu í gærkvöldi ásamt vinkonu sinni Maaike van Oorsouw og voru í frábærum gír þegar blaðamaður hitti á þau. „Við elskum íslenska náttúru, fólkið og Reykjavík. Eiginlega bara allt,“ segir Theo og Joyce bætir um leið við: „Og súkkulaðikökuna. Hún er ótrúlega góð.“ Blaðamaður verður aðeins undrandi. Þótt hann sé sjálfur mikill aðdáandi súkkulaðiköku gerði hann sér ekki grein fyrir að sú íslenska væri svo vinsæl meðal ferðamanna, eða Hollendinga. Aðspurð hvar þau fái þessa tilteknu súkkulaðiköku svara hjónakornin því til að þau geti fengið hana úti um allt í íslenskum bakaríum. „Svona súkkulaðikaka er ófáanleg í Hollandi,“ segja þau hlæjandi og bæta við að íslenska gulrótarkakan sé sömuleiðis einstök. Þremenningarnir hafa verið vinir í níu ár, voru saman í skóla. Van Kaathoven-hjónin eru á Íslandi í fjórða skipti en þetta er í annað sinn sem þau mæta á Iceland Airwaves. Maaike er hins vegar í sinni fyrstu heimsókn til landsins. Í tal berst að hún er einhleyp. „Við erum að leita að kærasta fyrir hana. Helst íslensks víkings,“ segir Joyce hlæjandi og Maaike brosir líka. „Þau vilja að ég næli mér í íslenskan kærasta svo þau geti komið oftar til Íslands.“ Aðspurð hvernig gangi að finna hinn eina sanna fyrir vinkonuna segir Joyce ekkert að frétta enn sem komið er. Hátíðin sé hins vegar aðeins nýhafin. „Hún er líka svo kröfuhörð!“ segir Theo og uppsker mótmæli frá Maaike. Skella þau svo öll upp úr saman. Vinirnir voru búnir að sjá Agent Fresco sem eru í miklu uppáhaldi hjá Theo. „Þeir voru góðir en hljómburðurinn í Gamla bíói var ekki alveg nógu góður,“ segir Theo sem ætlar að sjá sveitina öðru sinni á föstudagskvöldið. Airwaves Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
„Við erum ástfangin af Íslandi,“ segja hjónin Joyce og Theo van Kaathoven frá Hollandi sem eru á meðal fimm þúsund erlendra gesta á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni sem fór formlega af stað í gærkvöldi. Hjónin voru mætt í Hörpu í gærkvöldi ásamt vinkonu sinni Maaike van Oorsouw og voru í frábærum gír þegar blaðamaður hitti á þau. „Við elskum íslenska náttúru, fólkið og Reykjavík. Eiginlega bara allt,“ segir Theo og Joyce bætir um leið við: „Og súkkulaðikökuna. Hún er ótrúlega góð.“ Blaðamaður verður aðeins undrandi. Þótt hann sé sjálfur mikill aðdáandi súkkulaðiköku gerði hann sér ekki grein fyrir að sú íslenska væri svo vinsæl meðal ferðamanna, eða Hollendinga. Aðspurð hvar þau fái þessa tilteknu súkkulaðiköku svara hjónakornin því til að þau geti fengið hana úti um allt í íslenskum bakaríum. „Svona súkkulaðikaka er ófáanleg í Hollandi,“ segja þau hlæjandi og bæta við að íslenska gulrótarkakan sé sömuleiðis einstök. Þremenningarnir hafa verið vinir í níu ár, voru saman í skóla. Van Kaathoven-hjónin eru á Íslandi í fjórða skipti en þetta er í annað sinn sem þau mæta á Iceland Airwaves. Maaike er hins vegar í sinni fyrstu heimsókn til landsins. Í tal berst að hún er einhleyp. „Við erum að leita að kærasta fyrir hana. Helst íslensks víkings,“ segir Joyce hlæjandi og Maaike brosir líka. „Þau vilja að ég næli mér í íslenskan kærasta svo þau geti komið oftar til Íslands.“ Aðspurð hvernig gangi að finna hinn eina sanna fyrir vinkonuna segir Joyce ekkert að frétta enn sem komið er. Hátíðin sé hins vegar aðeins nýhafin. „Hún er líka svo kröfuhörð!“ segir Theo og uppsker mótmæli frá Maaike. Skella þau svo öll upp úr saman. Vinirnir voru búnir að sjá Agent Fresco sem eru í miklu uppáhaldi hjá Theo. „Þeir voru góðir en hljómburðurinn í Gamla bíói var ekki alveg nógu góður,“ segir Theo sem ætlar að sjá sveitina öðru sinni á föstudagskvöldið.
Airwaves Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira