Lagt til að sameina Kjöl og Bakkakot Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. nóvember 2014 15:00 Mynd/GKJ Líklegt er að nýr golfklúbbur verði stofnaður í Mosfellsbæ í lok ársins eftir saminingu Golfklúbbsins Kjalar og Golfklúbbs Bakkakots í Mosfellsdal. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem formenn klúbbana sendu frá sér og birtist á kylfingi.is. Stjórnir beggja hafa komist að samkomulagi um sameiningu en næsta skref er að boða til félagsfundar þar sem hugmyndirnar um sameininguna verða kynntar. Yfirlýsinguna má lesa hér fyrir neðan: „Klúbbarnir munu í framhaldinu boða formlega til þriggja funda með félagsmönnum sínum til að fara yfir og svo kjósa um sameiningu klúbbanna. Meðlimir klúbbanna munu fá send kynningargögn vegna sameiningarinnar í byrjun nóvember. Í framhaldinu munu klúbbarnir boða kynningarfund um miðjan nóvember mánuð þar sem hægt verður að svara spurningum félagsmanna varðandi málið. Kosningafundir um sameiningu verða boðaðir í framhaldinu og þeim lokið áður en aðalfundir klúbbana fara fram í byrjun desember. Það er von beggja stjórna að málið fái brautargengi meðal félagsmanna enda telja stjórnir klúbbanna að í sameiningu klúbbanna verði til nýr og sterkur golfklúbbur sem verði í góðri stöðu til að þjónusta félagsmenn sína og gesti með fjölbreyttum golfvallarsvæðum og góðu félagsstarfi. Mikil áhersla verður lögð á að halda eftir öllu því besta sem báðir klúbbar hafa byggt upp en á sama tíma að horfa til framtíðar með metnaðarfulla uppbyggingu í huga sem fer í gang strax á nýju ári. Fyrir hönd stjórnar GKJ, Guðjón Karl Þórisson, formaður Fyrir hönd stjórnar GOB, Gunnar Ingi Björnsson, formaður“ Golf Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Líklegt er að nýr golfklúbbur verði stofnaður í Mosfellsbæ í lok ársins eftir saminingu Golfklúbbsins Kjalar og Golfklúbbs Bakkakots í Mosfellsdal. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem formenn klúbbana sendu frá sér og birtist á kylfingi.is. Stjórnir beggja hafa komist að samkomulagi um sameiningu en næsta skref er að boða til félagsfundar þar sem hugmyndirnar um sameininguna verða kynntar. Yfirlýsinguna má lesa hér fyrir neðan: „Klúbbarnir munu í framhaldinu boða formlega til þriggja funda með félagsmönnum sínum til að fara yfir og svo kjósa um sameiningu klúbbanna. Meðlimir klúbbanna munu fá send kynningargögn vegna sameiningarinnar í byrjun nóvember. Í framhaldinu munu klúbbarnir boða kynningarfund um miðjan nóvember mánuð þar sem hægt verður að svara spurningum félagsmanna varðandi málið. Kosningafundir um sameiningu verða boðaðir í framhaldinu og þeim lokið áður en aðalfundir klúbbana fara fram í byrjun desember. Það er von beggja stjórna að málið fái brautargengi meðal félagsmanna enda telja stjórnir klúbbanna að í sameiningu klúbbanna verði til nýr og sterkur golfklúbbur sem verði í góðri stöðu til að þjónusta félagsmenn sína og gesti með fjölbreyttum golfvallarsvæðum og góðu félagsstarfi. Mikil áhersla verður lögð á að halda eftir öllu því besta sem báðir klúbbar hafa byggt upp en á sama tíma að horfa til framtíðar með metnaðarfulla uppbyggingu í huga sem fer í gang strax á nýju ári. Fyrir hönd stjórnar GKJ, Guðjón Karl Þórisson, formaður Fyrir hönd stjórnar GOB, Gunnar Ingi Björnsson, formaður“
Golf Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira