Eftir 30 ár á Drekasvæðinu vonast Steinar til að styttist í gleðitíðindi Kristján Már Unnarsson skrifar 25. október 2014 19:30 Íslenskur jarðeðlisfræðingur, sem byrjaði fyrir yfir þrjátíu árum að leita olíu á Drekasvæðinu, segir að nú séu sterk fyrirtæki komin inn sem dragi vagninn og vonast hann eftir skemmtilegum tíðindum af olíuleitinni innan fárra ára. Segja má á að athöfnin í Ráðherrabústaðnum í byrjun síðasta árs hafi markað formlegt upphaf olíuleitar í lögsögu Íslands en þá voru fyrstu sérleyfin afhent olíufélögum. Olíuleitin á sér þó mun lengri aðdraganda, eða allt aftur til þess tíma þegar Íslendingar og Norðmenn sömdu um lögsögumörk á Jan Mayen-svæðinu fyrir 33 árum. Hluti samkomulagsins var að Norðmenn kostuðu rannsóknir á svæðinu en meðal þeirra sem að þeim komu var Steinar Guðlaugsson jarðeðlisfræðingur. „Við fórum nú ansi snemma af stað, fólk tengt Orkustofnun, sem þá var, og tókum þátt í að móta fyrstu rannsóknir á svæðinu í kjölfar samninganna sem gerðir voru um Jan Mayen-svæðið árið 1981. Ég held að ég hafi komið fyrst að þessu 1983 eða ´84,“ sagði Steinar í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Steinar starfar nú fyrir verkfræðistofuna Mannvit og Eykon Energy og sat í byrjun vikunnar á fundum með erlendum olíufélögum í Reykjavík við að undirbúa rannsóknir næsta sumars. „Við erum bara komin vel áleiðis og það er mjög ánægjulegt að sjá það, fyrir fólk sem hefur verið að vinna að þessum málum í mjög langan tíma,“ segir Steinar. Innkoma kínverska félagsins CNOOC í byrjun þessa árs þykir marka þáttaskil en félagið er í hópi stærstu olíufélaga heims og hefur fjárhaglega getu til að standa fyrir dýrum borunum í hafi. „Þarna vegast á fjárhagsleg áhætta þeirra sem eru að fara í þessa vinnslu og mögulegur ávinningur. Og allt er þetta í góðum lagaramma um auðlind, að mörgu leyti fyrirmynd auðlindalöggjafar, sá rammi sem er um þetta hér. Nú erum við líka komin með sterka aðila inn sem geta dregið vagninn. Þannig að ég er ánægður með á hvaða stað þetta er komið og vonast til þess að rannsóknaráætlanir gangi vel og að það verði hægt að segja frá einhverju skemmtilegu innan allt of margra ára,“ sagði Steinar Guðlaugsson. Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Tengdar fréttir 2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15 Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. 20. október 2014 20:15 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Íslenskur jarðeðlisfræðingur, sem byrjaði fyrir yfir þrjátíu árum að leita olíu á Drekasvæðinu, segir að nú séu sterk fyrirtæki komin inn sem dragi vagninn og vonast hann eftir skemmtilegum tíðindum af olíuleitinni innan fárra ára. Segja má á að athöfnin í Ráðherrabústaðnum í byrjun síðasta árs hafi markað formlegt upphaf olíuleitar í lögsögu Íslands en þá voru fyrstu sérleyfin afhent olíufélögum. Olíuleitin á sér þó mun lengri aðdraganda, eða allt aftur til þess tíma þegar Íslendingar og Norðmenn sömdu um lögsögumörk á Jan Mayen-svæðinu fyrir 33 árum. Hluti samkomulagsins var að Norðmenn kostuðu rannsóknir á svæðinu en meðal þeirra sem að þeim komu var Steinar Guðlaugsson jarðeðlisfræðingur. „Við fórum nú ansi snemma af stað, fólk tengt Orkustofnun, sem þá var, og tókum þátt í að móta fyrstu rannsóknir á svæðinu í kjölfar samninganna sem gerðir voru um Jan Mayen-svæðið árið 1981. Ég held að ég hafi komið fyrst að þessu 1983 eða ´84,“ sagði Steinar í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Steinar starfar nú fyrir verkfræðistofuna Mannvit og Eykon Energy og sat í byrjun vikunnar á fundum með erlendum olíufélögum í Reykjavík við að undirbúa rannsóknir næsta sumars. „Við erum bara komin vel áleiðis og það er mjög ánægjulegt að sjá það, fyrir fólk sem hefur verið að vinna að þessum málum í mjög langan tíma,“ segir Steinar. Innkoma kínverska félagsins CNOOC í byrjun þessa árs þykir marka þáttaskil en félagið er í hópi stærstu olíufélaga heims og hefur fjárhaglega getu til að standa fyrir dýrum borunum í hafi. „Þarna vegast á fjárhagsleg áhætta þeirra sem eru að fara í þessa vinnslu og mögulegur ávinningur. Og allt er þetta í góðum lagaramma um auðlind, að mörgu leyti fyrirmynd auðlindalöggjafar, sá rammi sem er um þetta hér. Nú erum við líka komin með sterka aðila inn sem geta dregið vagninn. Þannig að ég er ánægður með á hvaða stað þetta er komið og vonast til þess að rannsóknaráætlanir gangi vel og að það verði hægt að segja frá einhverju skemmtilegu innan allt of margra ára,“ sagði Steinar Guðlaugsson.
Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Tengdar fréttir 2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15 Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. 20. október 2014 20:15 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15
Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. 20. október 2014 20:15