Mokveiðin heldur áfram í Stóru Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 21. september 2014 17:03 Stórlax sem veddist við Stekkjarnef í Stóru Laxá Á miðvikudaginn voru komnir 530 laxar úr Stóru Laxá en sú tala er að hækka hratt þessa dagana enda er sannkölluð mokveiði í ánni. Síðustu tvo daga hafa veiðst yfir 90 laxar á svæði 1-2 og mest af þessum laxi sem er að veiðast er yfir 80 cm á lengd og nokkrir sem hafa verið um 100 cm. Á svæði 1-2 er mesta veiðin búin að vera í Kálfhagahyl og við Bergsnös en þó er aðeins farið að veiðast meira á öðrum veiðistöðum. Einn stórlax veiddist til að mynda við Kóngsbakka og við Stekkjarnef hafa nokkrir stórlaxar gripið flugurnar en kvatt veiðimenn skömmu síðar. Mesta eftirsjáin á veiðistöðum á svæði 1-2 og þá sérstaklega í haustveiðinni eru Skarðsstrengir en þeir eyðilögðust eitt árið þegar hún fór í sitt árlega vorflóð og eftir það hefur þessi veiðistaður lítið gefið. En það hefur þó varla komið að sök því nokkrir aðrir staðir sem höfðu verið frekar dræmir fóru að gefa lax þegar flóðið mokaði möl upp úr þeim. Það eru annars fáir veiðidagar eftir í Stóru Laxá en haldi þessi mokveiði áfram er líklegt að áin gæti náð 800 löxum sem er vel yfir meðalári en nær þó ekki metárinu í fyrra þegar veiðin var 1776 laxar. Stangveiði Mest lesið Fyrstu laxarnir eru mættir í Elliðaárnar Veiði Hreinsunardagur framundan í Elliðaánum Veiði Frábær opnun í Hítará: 11 stórlaxar af 16 Veiði Fjólmennt við Þingvallavatn í dag Veiði 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Frýs í lykkjum og takan eftir því Veiði Vorveiði í Soginu getur gefið fína veiði Veiði Opnunin í Þverá og Kjarrá komin í 130 laxa Veiði Elliðavatn búið að vera gjöfult Veiði Mögnuð veiði í Litluá í Keldum Veiði
Á miðvikudaginn voru komnir 530 laxar úr Stóru Laxá en sú tala er að hækka hratt þessa dagana enda er sannkölluð mokveiði í ánni. Síðustu tvo daga hafa veiðst yfir 90 laxar á svæði 1-2 og mest af þessum laxi sem er að veiðast er yfir 80 cm á lengd og nokkrir sem hafa verið um 100 cm. Á svæði 1-2 er mesta veiðin búin að vera í Kálfhagahyl og við Bergsnös en þó er aðeins farið að veiðast meira á öðrum veiðistöðum. Einn stórlax veiddist til að mynda við Kóngsbakka og við Stekkjarnef hafa nokkrir stórlaxar gripið flugurnar en kvatt veiðimenn skömmu síðar. Mesta eftirsjáin á veiðistöðum á svæði 1-2 og þá sérstaklega í haustveiðinni eru Skarðsstrengir en þeir eyðilögðust eitt árið þegar hún fór í sitt árlega vorflóð og eftir það hefur þessi veiðistaður lítið gefið. En það hefur þó varla komið að sök því nokkrir aðrir staðir sem höfðu verið frekar dræmir fóru að gefa lax þegar flóðið mokaði möl upp úr þeim. Það eru annars fáir veiðidagar eftir í Stóru Laxá en haldi þessi mokveiði áfram er líklegt að áin gæti náð 800 löxum sem er vel yfir meðalári en nær þó ekki metárinu í fyrra þegar veiðin var 1776 laxar.
Stangveiði Mest lesið Fyrstu laxarnir eru mættir í Elliðaárnar Veiði Hreinsunardagur framundan í Elliðaánum Veiði Frábær opnun í Hítará: 11 stórlaxar af 16 Veiði Fjólmennt við Þingvallavatn í dag Veiði 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Frýs í lykkjum og takan eftir því Veiði Vorveiði í Soginu getur gefið fína veiði Veiði Opnunin í Þverá og Kjarrá komin í 130 laxa Veiði Elliðavatn búið að vera gjöfult Veiði Mögnuð veiði í Litluá í Keldum Veiði