Varð af 60 milljónum vegna rigningar Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. september 2014 09:45 Phil Hughes á alveg fyrir salti í grautinn. vísir/getty Phil Hughes, kastari hafnaboltaliðs Minnesota Twins í bandarísku MLB-deildinni, varð af 60 milljónum króna í gærkvöldi þegar það byrjaði að rigna undir lok leiks liðsins gegn Arizona Diamondbacks. Hughes, sem gekk í raðir Minnesota frá stórveldinu New York Yankees fyrir tímabilið, var búinn að kasta í 201,2 lotum á tímabilinu, en hann átti að fá 500.000 dala bónus (60 milljónir króna) ef hann næði 210 lotum sem þykir mjög mikið fyrir kastara í MLB-deildinni. Hann þurfti því bara að kasta í átta lotum og ná einum manni út í þeirri níundu til að fá bónusinn. Hughes kastaði vissulega í átta lotur, en þá byrjaði að rigna og var hlé gert á leiknum. Þegar leikurinn hélt svo áfram fékk Hughes ekki að halda áfram. Kastarar í MLB-deildinni spila bara á fimm daga fresti (hvert lið spilar sex leiki á viku) en aðeins eru fjórir dagar eftir af tímabilinu. Hughes er því í raun kominn í vetrarfrí því Minnesota er ekki nálægt því að komast í úrslitakeppnina.Ron Gardenhire, þjálfari Twins-liðsins, sagði eftir leikinn að Hughes muni ekki koma inn á sem varamaður um helgina til að ná þessum eina manni úr leik sem hann vantar til að fá bónusinn. „Ég vissi alveg að svo færi. Sumir hlutir eiga bara ekki að gerast,“ sagði Phil Hughes eftir leikinn. Þó Hughes finnist rigningin vafalítið ekki góð þessa dagana þá þarf enginn að vorkenna honum. Hann gerði þriggja ára samning við Minnesota í nóvember í fyrra sem skila honum 24 milljónum dala. Þá er hann búinn að fá tvo bónusa á tímabilinu upp á 250.000 dali hvorn eða í heildina 60 milljónir króna aukalega fyrir að ná að kasta fyrst í 180 lotum og svo 195 lotum. Besti árangur hans áður var 191,1 lota tímabilið 2012. Íþróttir Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Körfubolti Fleiri fréttir Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Í beinni: Fram - HC Kriens-Luzern | Slá Framarar frá sér í kvöld? Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Sjá meira
Phil Hughes, kastari hafnaboltaliðs Minnesota Twins í bandarísku MLB-deildinni, varð af 60 milljónum króna í gærkvöldi þegar það byrjaði að rigna undir lok leiks liðsins gegn Arizona Diamondbacks. Hughes, sem gekk í raðir Minnesota frá stórveldinu New York Yankees fyrir tímabilið, var búinn að kasta í 201,2 lotum á tímabilinu, en hann átti að fá 500.000 dala bónus (60 milljónir króna) ef hann næði 210 lotum sem þykir mjög mikið fyrir kastara í MLB-deildinni. Hann þurfti því bara að kasta í átta lotum og ná einum manni út í þeirri níundu til að fá bónusinn. Hughes kastaði vissulega í átta lotur, en þá byrjaði að rigna og var hlé gert á leiknum. Þegar leikurinn hélt svo áfram fékk Hughes ekki að halda áfram. Kastarar í MLB-deildinni spila bara á fimm daga fresti (hvert lið spilar sex leiki á viku) en aðeins eru fjórir dagar eftir af tímabilinu. Hughes er því í raun kominn í vetrarfrí því Minnesota er ekki nálægt því að komast í úrslitakeppnina.Ron Gardenhire, þjálfari Twins-liðsins, sagði eftir leikinn að Hughes muni ekki koma inn á sem varamaður um helgina til að ná þessum eina manni úr leik sem hann vantar til að fá bónusinn. „Ég vissi alveg að svo færi. Sumir hlutir eiga bara ekki að gerast,“ sagði Phil Hughes eftir leikinn. Þó Hughes finnist rigningin vafalítið ekki góð þessa dagana þá þarf enginn að vorkenna honum. Hann gerði þriggja ára samning við Minnesota í nóvember í fyrra sem skila honum 24 milljónum dala. Þá er hann búinn að fá tvo bónusa á tímabilinu upp á 250.000 dali hvorn eða í heildina 60 milljónir króna aukalega fyrir að ná að kasta fyrst í 180 lotum og svo 195 lotum. Besti árangur hans áður var 191,1 lota tímabilið 2012.
Íþróttir Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Körfubolti Fleiri fréttir Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Í beinni: Fram - HC Kriens-Luzern | Slá Framarar frá sér í kvöld? Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Sjá meira