Pantaði 30 Rolls Royce af dýrustu gerð Finnur Thorlacius skrifar 17. september 2014 16:26 Rolls Royce Phantom eins og Macau búinn hefur pantað 30 eintök af. Macau búinn Stephen Hung pantaði nýverið 30 eintök af sérsmíðuðum Rolls Royce bílum og er hver þeirra dýrari en nokkur Rolls Royce bíll sem yfirgefið hefur verksmiðjurnar bresku. Hung er mjög efnaður maður og er að byggja flottasta hótel og spilavíti í heimi í Macau sem bera mun nafnið Louis XIII, eftir þeim „lítilláta“ konungi Frakka sem lét byggja Versali yfir íburð og lifnað konungsfjölskyldu sinnar. Bílana ætlar Hung að nota fyrir gesti hótelsins og spilavítisins. Rolls Royce bílarnir eru af Phantom gerð og svo yfirgengilega hlaðnir lúxus að gestir hótelsins sem Hung er að reisa eiga greinilega að hafa það á tilfinningunni að þeir hafi alls ekki yfirgefið íburðinn á hóteli hans og spilavíti. Bæði að utan og innan er Phantom bílarnir hlaðnir gulli og platínu og klukkurnar í bílnum eru frá Graff Luxury Watches. Stephen Hung er sonur mjög efnaðra foreldra og var sjálfur farþegi í Rolls Royce frá barnæsku. Hann hefur unnið hjá bankarisanum Citibank og varð síðar æðsti yfirmaður fjárfestingabanka Merrill Lynch í Asíu. Með því virðist hann enn hafa aukið við auð fjölskyldunnar og miðað við bílana, hótelið og spilavítið er til nóg af fé á þeim bænum. Það verður ekki slorlegt að sitja í þessum bílum.Stephen Hung, til vinstri, handsalar kaupin við forstjóra Rolls Royce. Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent
Macau búinn Stephen Hung pantaði nýverið 30 eintök af sérsmíðuðum Rolls Royce bílum og er hver þeirra dýrari en nokkur Rolls Royce bíll sem yfirgefið hefur verksmiðjurnar bresku. Hung er mjög efnaður maður og er að byggja flottasta hótel og spilavíti í heimi í Macau sem bera mun nafnið Louis XIII, eftir þeim „lítilláta“ konungi Frakka sem lét byggja Versali yfir íburð og lifnað konungsfjölskyldu sinnar. Bílana ætlar Hung að nota fyrir gesti hótelsins og spilavítisins. Rolls Royce bílarnir eru af Phantom gerð og svo yfirgengilega hlaðnir lúxus að gestir hótelsins sem Hung er að reisa eiga greinilega að hafa það á tilfinningunni að þeir hafi alls ekki yfirgefið íburðinn á hóteli hans og spilavíti. Bæði að utan og innan er Phantom bílarnir hlaðnir gulli og platínu og klukkurnar í bílnum eru frá Graff Luxury Watches. Stephen Hung er sonur mjög efnaðra foreldra og var sjálfur farþegi í Rolls Royce frá barnæsku. Hann hefur unnið hjá bankarisanum Citibank og varð síðar æðsti yfirmaður fjárfestingabanka Merrill Lynch í Asíu. Með því virðist hann enn hafa aukið við auð fjölskyldunnar og miðað við bílana, hótelið og spilavítið er til nóg af fé á þeim bænum. Það verður ekki slorlegt að sitja í þessum bílum.Stephen Hung, til vinstri, handsalar kaupin við forstjóra Rolls Royce.
Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent