Bensínlítrinn á 107 krónur í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 1. september 2014 09:34 Bandaríkjamenn dæla bensíninu glaðari en íbúar margra annarra heimshluta. Verð á bensíni hefur verið á niðurleið í Bandaríkjunum að undaförnu og ekki verið lægra á þessum tíma árs frá því árið 2010. Meðalverð á galloni bensíns er nú 3,45 dollarar, eða 107 krónur á hvern lítra. Er það innan við 44% af bensínverði hér á landi. Bensínverð vestanhafs hefur lækkað um fjórðung dollars frá því í júní, eða um ríflega 7%. Samsvarandi lækkun hérlendis myndi breyta bensínverði úr 244 í 227 krónur. Helsta ástæðan fyrir lækkun bensínverðs í Bandaríkjunum nú er lækkun verðs á olíu sem unnin er í Norðusjó. Einnig hefur aukin framleiðsla á olíu frá Líbíu haft áhrif til lækkunar verðs. Það eru því ekki innlendar ástæður sem liggja að baki lækkun bensínverðs vestanhafs. Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent
Verð á bensíni hefur verið á niðurleið í Bandaríkjunum að undaförnu og ekki verið lægra á þessum tíma árs frá því árið 2010. Meðalverð á galloni bensíns er nú 3,45 dollarar, eða 107 krónur á hvern lítra. Er það innan við 44% af bensínverði hér á landi. Bensínverð vestanhafs hefur lækkað um fjórðung dollars frá því í júní, eða um ríflega 7%. Samsvarandi lækkun hérlendis myndi breyta bensínverði úr 244 í 227 krónur. Helsta ástæðan fyrir lækkun bensínverðs í Bandaríkjunum nú er lækkun verðs á olíu sem unnin er í Norðusjó. Einnig hefur aukin framleiðsla á olíu frá Líbíu haft áhrif til lækkunar verðs. Það eru því ekki innlendar ástæður sem liggja að baki lækkun bensínverðs vestanhafs.
Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent