Haustskotið byrjað í Stóru Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 3. september 2014 12:04 Pierre Affre með stórlax sem hann veiddi í Stóru Laxá í síðustu viku. Mynd: KL Stóra Laxá í Hreppum er búin að vera róleg í sumar en þeir sem þekkja hana eru ekkert sérstaklega áhyggjufullir því betri síðsumarsá er vandfundin a Íslandi. Það hafa þó komið ár þar sem veiðin hefur verið jöfn á tímabilinu en heilt yfir er þetta áin sem fer í fullann gang um lok ágúst. Í fyrra veiddust 1776 laxar í ánni og mest af því í byrjun september þegar hyljirnir fylltust af laxi á fáum dögum og mikið af því var vænn tveggja ára lax. Veiðin er mest á svæðum 1-2 og svæði 3 og 4 fengu þó sinn skammt af göngunni. Dæmi eru um að menn hafi verið að fá 20-30 laxa á dag á stöngina og kannski 4-5 stórlaxa i þeirri tölu. Samkvæmt fréttum frá Lax-Á er Stóra Laxá komin í gang enda hafa haustgöngurnar farið að sýna sig í auknum mæli eftir stórrigningu liðinna daga. Vikuveiðin var 90 laxar í síðustu viku og var ástundun heldur róleg vegna veðurs. Meðal þeirra sem hafa verið að gera það gott er t.d. franski veiðimaðurinn Pierre Affre en hann náði meðal annars um 100 sm laxi sem sést á meðfylgjandi mynd. Þeir sem eiga daga þarna á næstunni geta því farið að hlakka til. Stangveiði Mest lesið Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði
Stóra Laxá í Hreppum er búin að vera róleg í sumar en þeir sem þekkja hana eru ekkert sérstaklega áhyggjufullir því betri síðsumarsá er vandfundin a Íslandi. Það hafa þó komið ár þar sem veiðin hefur verið jöfn á tímabilinu en heilt yfir er þetta áin sem fer í fullann gang um lok ágúst. Í fyrra veiddust 1776 laxar í ánni og mest af því í byrjun september þegar hyljirnir fylltust af laxi á fáum dögum og mikið af því var vænn tveggja ára lax. Veiðin er mest á svæðum 1-2 og svæði 3 og 4 fengu þó sinn skammt af göngunni. Dæmi eru um að menn hafi verið að fá 20-30 laxa á dag á stöngina og kannski 4-5 stórlaxa i þeirri tölu. Samkvæmt fréttum frá Lax-Á er Stóra Laxá komin í gang enda hafa haustgöngurnar farið að sýna sig í auknum mæli eftir stórrigningu liðinna daga. Vikuveiðin var 90 laxar í síðustu viku og var ástundun heldur róleg vegna veðurs. Meðal þeirra sem hafa verið að gera það gott er t.d. franski veiðimaðurinn Pierre Affre en hann náði meðal annars um 100 sm laxi sem sést á meðfylgjandi mynd. Þeir sem eiga daga þarna á næstunni geta því farið að hlakka til.
Stangveiði Mest lesið Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði