Lars: Tyrkir eru næstbestir í riðlinum Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. september 2014 13:03 Lars Lagerbäck. vísir/daníel Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara karla í fótbolta, hefur aðra tilraun sína ásamt Heimi Hallgrímssyni að koma Íslandi á stórmót á þriðjudagskvöldið þegar strákarnir okkar hefja leik í undankeppni EM 2016. Mótherjinn er Tyrkland sem spilaði vináttuleik gegn Dönum í vikunni. Þar komu Tyrkirnir aðeins á óvart. „Þjálfari Tyrkja breytti skipulaginu sem var það eina sem kom á óvart. Við höldum að hann hafi notað leikmenn sem byrja ekki á þriðjudaginn,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi í dag. „Við munum fara í gegnum allt sem þeir hafa gert og eftir æfingu munum við fara vel með strákunum yfir leik Tyrkja. Það er samt mikilvægast hvernig við spilum.“ Tyrkir byggja leik sinn ekki upp á mikilli liðsheild, að sögn Svíans, heldur treysta þeir á gæði einstaklinga í liðinu. En þau eru mikil. „Þeir eru með sterka einstaklinga sem eru góðir með boltann. Sóknir þeirra eru byggðar upp á einstaklingsframtökum. Þeir vilja sækja og keyra bakverðina upp völlinn,“ sagði Lagerbäck. „Í vörninni verjast þeir meira maður á mann en með svæðisvörn. Aðalatriðið fyrir okkur er að vinna einvígin maður gegn manni úti á vellinum. Ef það tekst þá eigum við möguleika á að vinna leikinn.“ Auk Tyrkja er Ísland í riðli með Lettum, Kasakstan, Hollandi og Tyrklandi. Holland náði bronsi á HM í Brasilíu og þykir langsigurstranglegast í riðlinum. En hvaða lið er næstbest? „Við, Tyrkir og Tékkar erum frekar jafnir. En ég myndi segja að Tyrkir eru með næstbesta liðið í riðlinum. Þeir eru búnir að skipta um þjálfara sem ég hef mætt áður. Hann er reynslumikill sem hjálpar þeim. Það verður gaman samt að sjá hvernig Holland bregst við nýjum þjálfara og kemur til leiks eftir að komast svona langt á stórmóti,“ sagði Lars Lagerbäck. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35 Aron Einar: Við ætlum okkur á stórmót Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 gegn Tyrklandi á þriðjudagskvöldið. 5. september 2014 12:54 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara karla í fótbolta, hefur aðra tilraun sína ásamt Heimi Hallgrímssyni að koma Íslandi á stórmót á þriðjudagskvöldið þegar strákarnir okkar hefja leik í undankeppni EM 2016. Mótherjinn er Tyrkland sem spilaði vináttuleik gegn Dönum í vikunni. Þar komu Tyrkirnir aðeins á óvart. „Þjálfari Tyrkja breytti skipulaginu sem var það eina sem kom á óvart. Við höldum að hann hafi notað leikmenn sem byrja ekki á þriðjudaginn,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi í dag. „Við munum fara í gegnum allt sem þeir hafa gert og eftir æfingu munum við fara vel með strákunum yfir leik Tyrkja. Það er samt mikilvægast hvernig við spilum.“ Tyrkir byggja leik sinn ekki upp á mikilli liðsheild, að sögn Svíans, heldur treysta þeir á gæði einstaklinga í liðinu. En þau eru mikil. „Þeir eru með sterka einstaklinga sem eru góðir með boltann. Sóknir þeirra eru byggðar upp á einstaklingsframtökum. Þeir vilja sækja og keyra bakverðina upp völlinn,“ sagði Lagerbäck. „Í vörninni verjast þeir meira maður á mann en með svæðisvörn. Aðalatriðið fyrir okkur er að vinna einvígin maður gegn manni úti á vellinum. Ef það tekst þá eigum við möguleika á að vinna leikinn.“ Auk Tyrkja er Ísland í riðli með Lettum, Kasakstan, Hollandi og Tyrklandi. Holland náði bronsi á HM í Brasilíu og þykir langsigurstranglegast í riðlinum. En hvaða lið er næstbest? „Við, Tyrkir og Tékkar erum frekar jafnir. En ég myndi segja að Tyrkir eru með næstbesta liðið í riðlinum. Þeir eru búnir að skipta um þjálfara sem ég hef mætt áður. Hann er reynslumikill sem hjálpar þeim. Það verður gaman samt að sjá hvernig Holland bregst við nýjum þjálfara og kemur til leiks eftir að komast svona langt á stórmóti,“ sagði Lars Lagerbäck.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35 Aron Einar: Við ætlum okkur á stórmót Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 gegn Tyrklandi á þriðjudagskvöldið. 5. september 2014 12:54 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35
Aron Einar: Við ætlum okkur á stórmót Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 gegn Tyrklandi á þriðjudagskvöldið. 5. september 2014 12:54