Lars: Þetta snýst allt um smáatriðin Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. september 2014 12:57 Lars Lagerbäck. vísir/getty Ísland hefur leik í undankeppni 2016 í fótbolta á þriðjudaginn þegar liðið mætir Tyrklandi á Laugardalsvellinum. Strákarnir okkar æfðu í mígandi rigningu í Laugardalnum í morgun þar sem Vísir tók LarsLagerbäck, annan landsliðsþjálfara Íslands, tali. Hvað er það sem hann og Heimir Hallgrímsson eru búnir að vera að predika fyrir strákunum um hið firnasterka tyrkneska lið sem Lars segir sjálfur vera það næstbesta í riðlinum á eftir Hollandi. „Heimir er búinn að kynna tyrkneska liðið fyrir strákunum. Við erum búnir að fara í gegnum það hvernig þeir spila og hvernig þeir stilla upp í föstum leikatriðum,“ sagði Lagerbäck. „Við erum með allar þær upplýsingar sem við þurfum, en þetta snýst alltaf meira um það sem við ætlum að gera.“ Áhuginn er eðlilega mikill á liðinu eftir sögulega undankeppni sem lauk með grátlegu tapi í Króatíu í fyrra. Það verður líklega fullur Laugardalsvöllur á þriðjudagskvöldið og Svíinn segir það mikilvægt að byrja vel til að halda stuðningi fólksins. „Það er mikilvægt að byrja vel til að vera með fólkið á bakvið okkur. Það skiptir okkur miklu máli að fá stuðning íslensku þjóðarinnar og við tökum því alvarlega að spila á heimavelli,“ sagði Lagerbäck. „Fyrir okkur sjálfa er líka bara gott að fara vel af stað. Þessi riðill er mjög erfiður, en líka mjög jafnt. Því eigum við alveg möguleika þó illa fari á þriðjudaginn.“ Síðustu undankeppni lauk í Zagreb þar sem strákunum okkar var skellt af Króötum og draumurinn um fyrsta stórmótið dó. Hvernig er að reyna að endurræsa hópinn fyrir nýja undankeppni eftir slíkt ævintýri? „Við höfum aðeins litið til baka á síðustu undankeppni en ekki mikið. Þá helst bara til að hvetja okkur áfram. Við sáum að þetta snýst alltaf um smáatriðin, sérstaklega gegn góðu liði eins og Tyrklandi. Við þurfum að spila vel í öllum tíu leikjunum til að komast áfram og það er það sem við höfum verið að einbeita okkur að,“ sagði Lars Lagerbäck. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lars: Tyrkir eru næstbestir í riðlinum Landsliðsþjálfarinn telur Ísland, Tyrkland og Tékkland frekar jöfn að getu. 5. september 2014 13:03 Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35 Jóhann Berg tæpur fyrir leikinn gegn Tyrkjum Landsliðsmaðurinn meiddist í nára og æfði ekki með strákunum í dag. 7. september 2014 12:37 Aron Einar: Við ætlum okkur á stórmót Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 gegn Tyrklandi á þriðjudagskvöldið. 5. september 2014 12:54 Var staðráðinn í að vinna mig aftur inn í liðið Aron Einar vann aftur sætið sitt í byrjunarliði Cardiff á dögunum og hann segist vera sáttur á meðan hann fær að spila. 6. september 2014 07:00 Meiðsli í tyrkneska hópnum Miðvörðurinn Semih Kaya og miðjumaðurinn Oğuzhan Özyakup hafa dregið sig úr tyrkneska landsliðshópnum vegna meiðsla, en Tyrkland mætir Íslandi á þriðjudag. 7. september 2014 12:28 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Ísland hefur leik í undankeppni 2016 í fótbolta á þriðjudaginn þegar liðið mætir Tyrklandi á Laugardalsvellinum. Strákarnir okkar æfðu í mígandi rigningu í Laugardalnum í morgun þar sem Vísir tók LarsLagerbäck, annan landsliðsþjálfara Íslands, tali. Hvað er það sem hann og Heimir Hallgrímsson eru búnir að vera að predika fyrir strákunum um hið firnasterka tyrkneska lið sem Lars segir sjálfur vera það næstbesta í riðlinum á eftir Hollandi. „Heimir er búinn að kynna tyrkneska liðið fyrir strákunum. Við erum búnir að fara í gegnum það hvernig þeir spila og hvernig þeir stilla upp í föstum leikatriðum,“ sagði Lagerbäck. „Við erum með allar þær upplýsingar sem við þurfum, en þetta snýst alltaf meira um það sem við ætlum að gera.“ Áhuginn er eðlilega mikill á liðinu eftir sögulega undankeppni sem lauk með grátlegu tapi í Króatíu í fyrra. Það verður líklega fullur Laugardalsvöllur á þriðjudagskvöldið og Svíinn segir það mikilvægt að byrja vel til að halda stuðningi fólksins. „Það er mikilvægt að byrja vel til að vera með fólkið á bakvið okkur. Það skiptir okkur miklu máli að fá stuðning íslensku þjóðarinnar og við tökum því alvarlega að spila á heimavelli,“ sagði Lagerbäck. „Fyrir okkur sjálfa er líka bara gott að fara vel af stað. Þessi riðill er mjög erfiður, en líka mjög jafnt. Því eigum við alveg möguleika þó illa fari á þriðjudaginn.“ Síðustu undankeppni lauk í Zagreb þar sem strákunum okkar var skellt af Króötum og draumurinn um fyrsta stórmótið dó. Hvernig er að reyna að endurræsa hópinn fyrir nýja undankeppni eftir slíkt ævintýri? „Við höfum aðeins litið til baka á síðustu undankeppni en ekki mikið. Þá helst bara til að hvetja okkur áfram. Við sáum að þetta snýst alltaf um smáatriðin, sérstaklega gegn góðu liði eins og Tyrklandi. Við þurfum að spila vel í öllum tíu leikjunum til að komast áfram og það er það sem við höfum verið að einbeita okkur að,“ sagði Lars Lagerbäck.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lars: Tyrkir eru næstbestir í riðlinum Landsliðsþjálfarinn telur Ísland, Tyrkland og Tékkland frekar jöfn að getu. 5. september 2014 13:03 Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35 Jóhann Berg tæpur fyrir leikinn gegn Tyrkjum Landsliðsmaðurinn meiddist í nára og æfði ekki með strákunum í dag. 7. september 2014 12:37 Aron Einar: Við ætlum okkur á stórmót Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 gegn Tyrklandi á þriðjudagskvöldið. 5. september 2014 12:54 Var staðráðinn í að vinna mig aftur inn í liðið Aron Einar vann aftur sætið sitt í byrjunarliði Cardiff á dögunum og hann segist vera sáttur á meðan hann fær að spila. 6. september 2014 07:00 Meiðsli í tyrkneska hópnum Miðvörðurinn Semih Kaya og miðjumaðurinn Oğuzhan Özyakup hafa dregið sig úr tyrkneska landsliðshópnum vegna meiðsla, en Tyrkland mætir Íslandi á þriðjudag. 7. september 2014 12:28 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Lars: Tyrkir eru næstbestir í riðlinum Landsliðsþjálfarinn telur Ísland, Tyrkland og Tékkland frekar jöfn að getu. 5. september 2014 13:03
Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35
Jóhann Berg tæpur fyrir leikinn gegn Tyrkjum Landsliðsmaðurinn meiddist í nára og æfði ekki með strákunum í dag. 7. september 2014 12:37
Aron Einar: Við ætlum okkur á stórmót Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 gegn Tyrklandi á þriðjudagskvöldið. 5. september 2014 12:54
Var staðráðinn í að vinna mig aftur inn í liðið Aron Einar vann aftur sætið sitt í byrjunarliði Cardiff á dögunum og hann segist vera sáttur á meðan hann fær að spila. 6. september 2014 07:00
Meiðsli í tyrkneska hópnum Miðvörðurinn Semih Kaya og miðjumaðurinn Oğuzhan Özyakup hafa dregið sig úr tyrkneska landsliðshópnum vegna meiðsla, en Tyrkland mætir Íslandi á þriðjudag. 7. september 2014 12:28