UFC 177: Nýliði berst um titilinn í kvöld með sólarhrings fyrirvara Pétur Marinó Jónsson skrifar 30. ágúst 2014 17:00 TJ Dillashaw og Joe Soto í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Í kvöld fer UFC 177 fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í aðalbardaganum munu mætast þeir TJ Dillashaw og UFC nýliðinn Joe Soto, en Soto kemur inn í titilbardagann með aðeins sólarhrings fyrirvara. Seint í gær bárust þær fregnir að Renan Barao gæti ekki keppt um titilinn gegn TJ Dillashaw eins og til stóð. Ástæðan ku vera sú að niðurskurður Barao hafi verið honum um of, en Barao féll í yfirlið við að reyna að ná 135 punda takmarkinu. UFC nýliðinn Joe Soto tekur því hans stað. Það var í maí á þessu ári sem TJ Dillashaw og Renan Barao mættust fyrst um bantamvigtartitil UFC. Renan Barao var ríkjandi meistari og hafði farið taplaus í gegnum 33 bardaga í röð yfir níu ára tímabil. Andstæðingur hans, TJ Dillashaw, var upprennandi bardagamaður sem margir töldu að gæti orðið meistari einn daginn, þó þessi bardagi væri almennt álitinn sem of snemmbær fyrir hann. Samkvæmt veðbönkunum átti hann ekki séns í meistarann. Flestir töldu því að bardaginn yrði leikur einn fyrir Renan Barao, en annað kom á daginn. Dillashaw var nálægt því að rota Barao í fyrstu lotu og náði Barao aldrei að jafna sig eftir það. Eftir mikinn yfirburðabardaga kórónaði Dillashaw svo eigin frammistöðu með því að rota Barao í fimmtu og síðustu lotunni. Einn óvæntasti (en jafnframt mest sannfærandi) sigur í sögu UFC varð að veruleika. Til stóð að Renan Barao fengi að hefna ófaranna frá því í maí og endurheimta titilinn sinn. Því miður fyrir hann var niðurskurðurinn of erfiður og því fær UFC nýliðinn Joe Soto tækifæri lífs síns í kvöld þegar hann tekst á við sjálfan bantamvigtarmeistarann. Upphaflega átti Soto að berjast í einum af upphitunarbardögum kvöldsins gegn Anthony Birchak en fær nú titilbardaga. Soto var eini bantamvigtarmaðurinn sem UFC gat fengið með sólarhrings fyrirvara þar sem hann var nú þegar tilbúinn til að berjast annað kvöld. UFC hefði aldrei getað fengið þekktari bantamvigtarkappa til að berjast með aðeins sólarhrings fyrirvara þar sem enginn hefði getað náð 135 punda takmarkinu á svo skömmum tíma, hvað þá komið sér á staðinn. Því var eina lausn UFC að fá annan bantamvigtarkappa af sama bardagakvöldi. Fyrsti bardagi Soto verður risastór – mun stærri en hann átti upphaflega að vera. Hann hefur þó engu að tapa og má vel við una ef hann lifir af fyrstu lotuna. Sigri hann á morgun væru það óvæntustu úrslit í sögu UFC, svo einfalt er það. Nánar má lesa um Joe Soto á vef MMA Frétta hér. Ákveðin bölvun hefur hvílt á UFC 177 bardagakvöldinu enda hafa margir bardagamenn meiðst sem áttu að berjast á þessu kvöldi. Tíðindin í gær voru stærsta áfallið, en UFC gerðu þó það besta sem hægt var að gera úr stöðunni. Bardaginn í kvöld verður því áhugaverður fyrir margar sakir. Útsendingin hefst kl 2 á Stöð 2 Sport. MMA Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sjá meira
Í kvöld fer UFC 177 fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í aðalbardaganum munu mætast þeir TJ Dillashaw og UFC nýliðinn Joe Soto, en Soto kemur inn í titilbardagann með aðeins sólarhrings fyrirvara. Seint í gær bárust þær fregnir að Renan Barao gæti ekki keppt um titilinn gegn TJ Dillashaw eins og til stóð. Ástæðan ku vera sú að niðurskurður Barao hafi verið honum um of, en Barao féll í yfirlið við að reyna að ná 135 punda takmarkinu. UFC nýliðinn Joe Soto tekur því hans stað. Það var í maí á þessu ári sem TJ Dillashaw og Renan Barao mættust fyrst um bantamvigtartitil UFC. Renan Barao var ríkjandi meistari og hafði farið taplaus í gegnum 33 bardaga í röð yfir níu ára tímabil. Andstæðingur hans, TJ Dillashaw, var upprennandi bardagamaður sem margir töldu að gæti orðið meistari einn daginn, þó þessi bardagi væri almennt álitinn sem of snemmbær fyrir hann. Samkvæmt veðbönkunum átti hann ekki séns í meistarann. Flestir töldu því að bardaginn yrði leikur einn fyrir Renan Barao, en annað kom á daginn. Dillashaw var nálægt því að rota Barao í fyrstu lotu og náði Barao aldrei að jafna sig eftir það. Eftir mikinn yfirburðabardaga kórónaði Dillashaw svo eigin frammistöðu með því að rota Barao í fimmtu og síðustu lotunni. Einn óvæntasti (en jafnframt mest sannfærandi) sigur í sögu UFC varð að veruleika. Til stóð að Renan Barao fengi að hefna ófaranna frá því í maí og endurheimta titilinn sinn. Því miður fyrir hann var niðurskurðurinn of erfiður og því fær UFC nýliðinn Joe Soto tækifæri lífs síns í kvöld þegar hann tekst á við sjálfan bantamvigtarmeistarann. Upphaflega átti Soto að berjast í einum af upphitunarbardögum kvöldsins gegn Anthony Birchak en fær nú titilbardaga. Soto var eini bantamvigtarmaðurinn sem UFC gat fengið með sólarhrings fyrirvara þar sem hann var nú þegar tilbúinn til að berjast annað kvöld. UFC hefði aldrei getað fengið þekktari bantamvigtarkappa til að berjast með aðeins sólarhrings fyrirvara þar sem enginn hefði getað náð 135 punda takmarkinu á svo skömmum tíma, hvað þá komið sér á staðinn. Því var eina lausn UFC að fá annan bantamvigtarkappa af sama bardagakvöldi. Fyrsti bardagi Soto verður risastór – mun stærri en hann átti upphaflega að vera. Hann hefur þó engu að tapa og má vel við una ef hann lifir af fyrstu lotuna. Sigri hann á morgun væru það óvæntustu úrslit í sögu UFC, svo einfalt er það. Nánar má lesa um Joe Soto á vef MMA Frétta hér. Ákveðin bölvun hefur hvílt á UFC 177 bardagakvöldinu enda hafa margir bardagamenn meiðst sem áttu að berjast á þessu kvöldi. Tíðindin í gær voru stærsta áfallið, en UFC gerðu þó það besta sem hægt var að gera úr stöðunni. Bardaginn í kvöld verður því áhugaverður fyrir margar sakir. Útsendingin hefst kl 2 á Stöð 2 Sport.
MMA Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sjá meira