12 ára vann Volvo með holu í höggi Finnur Thorlacius skrifar 27. ágúst 2014 14:07 Varla gat hin 12 ára gamla Natasha Oon fundið heppilegri tímasetningu á sína fyrstu holu í höggi. Hún var stödd ásamt foreldrum sínum á Ladies Amateur Open Championship í Malasíu og sló golfboltann á einni holunni með 8-járni. Boltinn fór beinustu leið í holuna, sem að sjálfsögðu var par 3. Það sem hún vissi ekki, eða öllu heldur sá ekki, var skilti eitt sem stóð við brautina. Á því stóð að ef einhver keppenda færi holu í höggi á brautinni yrði sá hinn sami einum Volvo XC60 T5 jepplingi ríkari. Hún þarf því að bíða í nokkur ár eftir að njóta vinningsins, en þó, hún getur setið í og látið foreldrana aka. Henni á víst að hafa orðið að orði til móður sinnar þegar henni var afhentur bíllinn; „þetta er bíllinn sem þú munt aka mér á í skólann.“ Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent
Varla gat hin 12 ára gamla Natasha Oon fundið heppilegri tímasetningu á sína fyrstu holu í höggi. Hún var stödd ásamt foreldrum sínum á Ladies Amateur Open Championship í Malasíu og sló golfboltann á einni holunni með 8-járni. Boltinn fór beinustu leið í holuna, sem að sjálfsögðu var par 3. Það sem hún vissi ekki, eða öllu heldur sá ekki, var skilti eitt sem stóð við brautina. Á því stóð að ef einhver keppenda færi holu í höggi á brautinni yrði sá hinn sami einum Volvo XC60 T5 jepplingi ríkari. Hún þarf því að bíða í nokkur ár eftir að njóta vinningsins, en þó, hún getur setið í og látið foreldrana aka. Henni á víst að hafa orðið að orði til móður sinnar þegar henni var afhentur bíllinn; „þetta er bíllinn sem þú munt aka mér á í skólann.“
Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent