300 km hraði dugar ekki Finnur Thorlacius skrifar 11. ágúst 2014 10:00 Ótakmarkaður hraði er leyfður víða á þýskum hraðbrautum. Ófáir taka því fagnandi og aka þar eins og ökutæki þeirra leyfa. Eigandi mótorhjóls þess sem hér sést er einn þeirra og myndavél hans sýnir að hann þeysist um á 300 km hraða eins og enginn sé morgundagurinn. Þegar hann hefur náð þeim hraða gerist hinsvegar það sem hvorki hann né aðrir sem skoða þetta myndskeið eiga von á. Þá fer Audi RS6 bíll framúr og það á umtalsvert meiri ferð. Hámarkshraði bílsins er því greinilega öllu meiri en 300 km/klst og hverfur hann fljótt sýnum. Ekki finnst ökumanni mótorhjólsins þetta skemmtilegt og sést hvar hann eltir uppi bílinn og nær honum reyndar. Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent
Ótakmarkaður hraði er leyfður víða á þýskum hraðbrautum. Ófáir taka því fagnandi og aka þar eins og ökutæki þeirra leyfa. Eigandi mótorhjóls þess sem hér sést er einn þeirra og myndavél hans sýnir að hann þeysist um á 300 km hraða eins og enginn sé morgundagurinn. Þegar hann hefur náð þeim hraða gerist hinsvegar það sem hvorki hann né aðrir sem skoða þetta myndskeið eiga von á. Þá fer Audi RS6 bíll framúr og það á umtalsvert meiri ferð. Hámarkshraði bílsins er því greinilega öllu meiri en 300 km/klst og hverfur hann fljótt sýnum. Ekki finnst ökumanni mótorhjólsins þetta skemmtilegt og sést hvar hann eltir uppi bílinn og nær honum reyndar.
Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent