Top Gear myndar Citroën á Íslandi Finnur Thorlacius skrifar 11. ágúst 2014 10:27 Ófáir bílaframleiðendur og bílatímarit hafa notað íslenska náttúru sem bakgrunn er teknar eru upp auglýsingar eða kynningarmyndbönd fyrir nýja bíla þeirra. Einn þeirra hefur greinilega nýlega verið á Íslandi, en þar fer Top Gear iPad Magazine með nýjan bíl frá Citroën, þ.e. Citroën Cactus. Úr varð ríflega 4 mínútnar langt og hugljúft myndskeið þar sem ekið er um í Mývatnssveit og víðar á Norðurlandi. Top Gear menn hrífast greinilega mikið af íslenskum hverasvæðum því þau leika stóran þátt í bakgrunni myndskeiðsins. Í upphafi sést hvar bílinn ekur frá borði úr Norrænu á Seyðisfirði. Ökumaður bílsins er ekki einn af þríeykinu sem framleiða Top Gear sjónvarpsþættina vinsælu, en hann er engu að síður öfundsverður af vinnu sinni. Sjón er sögu ríkari. Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent
Ófáir bílaframleiðendur og bílatímarit hafa notað íslenska náttúru sem bakgrunn er teknar eru upp auglýsingar eða kynningarmyndbönd fyrir nýja bíla þeirra. Einn þeirra hefur greinilega nýlega verið á Íslandi, en þar fer Top Gear iPad Magazine með nýjan bíl frá Citroën, þ.e. Citroën Cactus. Úr varð ríflega 4 mínútnar langt og hugljúft myndskeið þar sem ekið er um í Mývatnssveit og víðar á Norðurlandi. Top Gear menn hrífast greinilega mikið af íslenskum hverasvæðum því þau leika stóran þátt í bakgrunni myndskeiðsins. Í upphafi sést hvar bílinn ekur frá borði úr Norrænu á Seyðisfirði. Ökumaður bílsins er ekki einn af þríeykinu sem framleiða Top Gear sjónvarpsþættina vinsælu, en hann er engu að síður öfundsverður af vinnu sinni. Sjón er sögu ríkari.
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent