Bransadagar RIFF beina sjónum að íslensku hugviti og hæfileikum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. ágúst 2014 18:00 Ottó Tynes er einn skipuleggjenda RIFF í ár. Bransadagar verða aftur hluti af Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, í ár en þá kemur til landsins erlent kvikmyndagerðarfólk og blaðamenn frá tímaritum á borð við Hollywood Reporter og Variety. „Hingað til hafa Bransadagar beint sjónum sínum að hlutum sem snúa almennt að kvikmyndagerð, stuldur á myndum á netinu og dreifingarkerfi og þess háttar. Nú ætlum við eingöngu að einblína á að kynna það sem við Íslendingar erum að gera,“ segir Ottó Tynes einn skipuleggjandi Bransadaga og RIFF. „Við ætlum að leggja áherslu á íslenska hæfileika og listsköpun. Víkka þetta mengi þar sem íslensk náttúra hefur verið okkar aðalsöluvara hingað til.“ Að mati Ottós er RIFF góður vettvangur til þess að kynna Ísland erlendis þar sem hátíðin er orðin þekkt víða um heim. „Það sem verður í aðalhlutverki hjá okkur núna eru þrír ákveðnir punktar.“ Nefnir Ottó í fyrsta lagi íslenska kvikmyndatónlist, bæði Íslendinga sem eru að semja tónlist sérstaklega fyrir kvikmyndir bæði hérlendis og í Hollywood og íslenskar hljómsveitir sem hafa lánað tónlist sína til spilunar í stórum erlendum myndum. Í öðru lagi langar skipuleggjendur til þess að víkka út þá pælingu að kvikmyndagerðarmenn taki upp myndir sínar hér á landi. „Hugmyndin er að þeir átti sig á því að hér geturðu gert fleira en að taka upp við Jökulsárlón. Hér væri til dæmis hægt að bjóða upp á að menn vinni með Sinfoníuhljómsveit Íslands til að taka upp „scorið“ sitt [innsk.blaðam. tónlis í kvikmyndum]. Það eru alls konar möguleikar í boði.“ Í þriðja og síðasta lagi verður kynning á hinni íslensku skáldsögu. „Hvort það sé eitthvað sérstakt í sambandi við íslenskar skáldsögur og kvikmyndagerð.“ „Þetta verður blanda af kvikmyndagerðarmönnum – leikstjórar en mikið af framleiðendum – og síðan bjóðum við blaðamönnum þrátt fyrir að þeir séu kannski ekki beinir gestir Bransadaga. Auk þeirra koma leikstjórar sem eiga mynd á hátíðinni, heiðursgestir og einhverjir Íslendingar. Þetta slefar hátt í hundrað manns.“ Kvikmyndahátíðin RIFF fer fram dagana 25. september til 5. október og eru Bransadagar í lok hátíðar dagana 1. – 4. október. RIFF Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Bransadagar verða aftur hluti af Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, í ár en þá kemur til landsins erlent kvikmyndagerðarfólk og blaðamenn frá tímaritum á borð við Hollywood Reporter og Variety. „Hingað til hafa Bransadagar beint sjónum sínum að hlutum sem snúa almennt að kvikmyndagerð, stuldur á myndum á netinu og dreifingarkerfi og þess háttar. Nú ætlum við eingöngu að einblína á að kynna það sem við Íslendingar erum að gera,“ segir Ottó Tynes einn skipuleggjandi Bransadaga og RIFF. „Við ætlum að leggja áherslu á íslenska hæfileika og listsköpun. Víkka þetta mengi þar sem íslensk náttúra hefur verið okkar aðalsöluvara hingað til.“ Að mati Ottós er RIFF góður vettvangur til þess að kynna Ísland erlendis þar sem hátíðin er orðin þekkt víða um heim. „Það sem verður í aðalhlutverki hjá okkur núna eru þrír ákveðnir punktar.“ Nefnir Ottó í fyrsta lagi íslenska kvikmyndatónlist, bæði Íslendinga sem eru að semja tónlist sérstaklega fyrir kvikmyndir bæði hérlendis og í Hollywood og íslenskar hljómsveitir sem hafa lánað tónlist sína til spilunar í stórum erlendum myndum. Í öðru lagi langar skipuleggjendur til þess að víkka út þá pælingu að kvikmyndagerðarmenn taki upp myndir sínar hér á landi. „Hugmyndin er að þeir átti sig á því að hér geturðu gert fleira en að taka upp við Jökulsárlón. Hér væri til dæmis hægt að bjóða upp á að menn vinni með Sinfoníuhljómsveit Íslands til að taka upp „scorið“ sitt [innsk.blaðam. tónlis í kvikmyndum]. Það eru alls konar möguleikar í boði.“ Í þriðja og síðasta lagi verður kynning á hinni íslensku skáldsögu. „Hvort það sé eitthvað sérstakt í sambandi við íslenskar skáldsögur og kvikmyndagerð.“ „Þetta verður blanda af kvikmyndagerðarmönnum – leikstjórar en mikið af framleiðendum – og síðan bjóðum við blaðamönnum þrátt fyrir að þeir séu kannski ekki beinir gestir Bransadaga. Auk þeirra koma leikstjórar sem eiga mynd á hátíðinni, heiðursgestir og einhverjir Íslendingar. Þetta slefar hátt í hundrað manns.“ Kvikmyndahátíðin RIFF fer fram dagana 25. september til 5. október og eru Bransadagar í lok hátíðar dagana 1. – 4. október.
RIFF Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira