Watson gælir enn við að velja Tiger Woods í Ryder-liðið 13. ágúst 2014 23:45 Woods hefur alls ekki fundið sig að undanförnu. AP/Getty Þrátt fyrir að það hafi gengið mjög illa hjá Tiger Woods eftir að hann sneri aftur á golfvöllinn eftir fjögurra mánaða fjarveru segir Tom Watson, Ryder-fyrirliði Bandaríkjanna, að hann sé enn að velta fyrir sér að velja Tiger í liðið. Tiger hefur aðeins spilað í átta mótum á árinu en hann hefur aðeins klárað þrjú þeirra. Þrisvar hefur hann misst af niðurskurðinum og í tveimur öðrum mótum hefur hann þurft að hætta vegna meiðsla. Þá endaði hann jafn í 117. sæti á PGA-meistaramótinu sem kláraðist um síðustu helgi og missti af niðurskurðinum með heilum fimm höggum. Watson, sem fær að velja þrjá kylfinga í liðið, segir þó að það sé enn möguleiki að hann velji Tiger enda sé hann kylfingur sem geti gert gæfumuninn á Gleneagles í haust. „Ég mun halda því opnu að velja hann í liðið, ef hann verður frískur þá væri ég kjáni að velta því ekki fyrir mér.“ „Ég mun vera í sambandi við hann á komandi vikum til þess að fylgjast með hvernig honum gengur. Ef ég vel hann í liðið mun það hafa jákvæð áhrif á alla hina í liðinu, ég er viss um það. Hann er enn Tiger Woods þrátt fyrir bakaðgerðina.“ Golf Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Þrátt fyrir að það hafi gengið mjög illa hjá Tiger Woods eftir að hann sneri aftur á golfvöllinn eftir fjögurra mánaða fjarveru segir Tom Watson, Ryder-fyrirliði Bandaríkjanna, að hann sé enn að velta fyrir sér að velja Tiger í liðið. Tiger hefur aðeins spilað í átta mótum á árinu en hann hefur aðeins klárað þrjú þeirra. Þrisvar hefur hann misst af niðurskurðinum og í tveimur öðrum mótum hefur hann þurft að hætta vegna meiðsla. Þá endaði hann jafn í 117. sæti á PGA-meistaramótinu sem kláraðist um síðustu helgi og missti af niðurskurðinum með heilum fimm höggum. Watson, sem fær að velja þrjá kylfinga í liðið, segir þó að það sé enn möguleiki að hann velji Tiger enda sé hann kylfingur sem geti gert gæfumuninn á Gleneagles í haust. „Ég mun halda því opnu að velja hann í liðið, ef hann verður frískur þá væri ég kjáni að velta því ekki fyrir mér.“ „Ég mun vera í sambandi við hann á komandi vikum til þess að fylgjast með hvernig honum gengur. Ef ég vel hann í liðið mun það hafa jákvæð áhrif á alla hina í liðinu, ég er viss um það. Hann er enn Tiger Woods þrátt fyrir bakaðgerðina.“
Golf Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira