Gengur fyrir beikoni Finnur Thorlacius skrifar 15. ágúst 2014 09:34 Á eldsneytistankinum stendur, "Bacon fuel only". Það er vel þekkt staðreynd að beikon gerir allt betra, en erfitt getur reynst að sjá hvernig beikon getur bætt samgöngur. En auðvitað er það svo, því þetta mótorhjól gengur fyrir beikonfitu og engu öðru. Það er beikonframleiðandinn Hormel í Bandaríkjunum sem breytti þessu mótorhjóli á þann veg að nú brennir það bara beikonfitu, sem annars hefði verið hent. Það er því umhverfisvænt, auk þess hversu vel hjólið náttúrulega lyktar. Hjólið er nú á leið frá Austin í Texas til San Diego í Kaliforníu þar sem International Bacon Film Festival fer fram á næstu dögum. Mótorhjólið er hollenskt af gerðinni EVA Track T800CDI og gekk fyrir dísilolíu áður. Einfalt reyndist að breyta því til brennslu á beikonfitu.Svona lítur hjólið út. Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent
Það er vel þekkt staðreynd að beikon gerir allt betra, en erfitt getur reynst að sjá hvernig beikon getur bætt samgöngur. En auðvitað er það svo, því þetta mótorhjól gengur fyrir beikonfitu og engu öðru. Það er beikonframleiðandinn Hormel í Bandaríkjunum sem breytti þessu mótorhjóli á þann veg að nú brennir það bara beikonfitu, sem annars hefði verið hent. Það er því umhverfisvænt, auk þess hversu vel hjólið náttúrulega lyktar. Hjólið er nú á leið frá Austin í Texas til San Diego í Kaliforníu þar sem International Bacon Film Festival fer fram á næstu dögum. Mótorhjólið er hollenskt af gerðinni EVA Track T800CDI og gekk fyrir dísilolíu áður. Einfalt reyndist að breyta því til brennslu á beikonfitu.Svona lítur hjólið út.
Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent