Eystri Rangá fer líklega fyrst yfir 2000 laxa í sumar Karl Lúðvíksson skrifar 17. ágúst 2014 21:09 Einn af stærstu löxunum úr Eystri Rangá í sumar sem var vigtaður 10.5 kg Í gærkvöldi var búið að bóka 1738 laxa í Eystri Rangá og miðað við veiðina í henni síðustu daga verður hún líklega fyrsta áin yfir 2000 laxa í sumar. Hún verður þó vonandi ekki eina áin en Ytri Rangá fer vafalítið vel yfir það í sumar ásamt Eystri Rangá. Blanda á ennþá möguleika en veiðin í henni hefur verið mjög góð í sumar þrátt fyrir skort á smálaxi. Það verður að teljast líklegt miðað við veiðitölur síðustu viku að aðeins tvær ár fari örugglega yfir 2000 laxa en það verða á systurárnar á Rangárvöllum en Blanda eins og áður segir á samt ennþá möguleika. Nú fer í hönd veiðitími sem oft er gjöfull á norður og norðausturlandi sem á eftir að lyfta veiðitölum vonandi hressilega upp á þeim landshluta. Maðkahollin mæta síðan upp úr miðjum september í Ytri Rangá og þá getur verið mokveiði fyrstu dagana þar á eftir þegar laxinn sér þann orminn í fyrsta skipti. Stangveiði Mest lesið Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði 147 laxar á einum degi Veiði Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði Góður gangur í Langá Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði
Í gærkvöldi var búið að bóka 1738 laxa í Eystri Rangá og miðað við veiðina í henni síðustu daga verður hún líklega fyrsta áin yfir 2000 laxa í sumar. Hún verður þó vonandi ekki eina áin en Ytri Rangá fer vafalítið vel yfir það í sumar ásamt Eystri Rangá. Blanda á ennþá möguleika en veiðin í henni hefur verið mjög góð í sumar þrátt fyrir skort á smálaxi. Það verður að teljast líklegt miðað við veiðitölur síðustu viku að aðeins tvær ár fari örugglega yfir 2000 laxa en það verða á systurárnar á Rangárvöllum en Blanda eins og áður segir á samt ennþá möguleika. Nú fer í hönd veiðitími sem oft er gjöfull á norður og norðausturlandi sem á eftir að lyfta veiðitölum vonandi hressilega upp á þeim landshluta. Maðkahollin mæta síðan upp úr miðjum september í Ytri Rangá og þá getur verið mokveiði fyrstu dagana þar á eftir þegar laxinn sér þann orminn í fyrsta skipti.
Stangveiði Mest lesið Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði 147 laxar á einum degi Veiði Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði Góður gangur í Langá Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði