Veiðin í Laxá í Ásum heldur áfram að vera frábær Karl Lúðvíksson skrifar 5. ágúst 2014 15:30 Það er engin laxveiðiá á Íslandi sem nær því að skáka Laxá í Ásum við hvað varðar fjölda laxa á stöng. Tölfræðin úr ánni er stundum eins og draumur hvers veiðimanns og þannig hefur því verið lýst að veiða í ánni þessa dagana, eins og draumi. Síðasta 3 daga holl landaði 70 löxum og samtals hafa veiðst 219 laxar síðustu 9 daga sem er frábær veiði á aðeins tvær stangir. Takan fór á yfirsnúning í gær og þar sem það er lax í öllum hyljum hefur vafalítið verið mikið fjör við bakkann. Samtals eru komnir 589 laxar á land þegar 45 dagar eru liðnir af veiðitímanum sem gerir meðalveiði upp á 6.5 laxa á stöng á dag. Ágúst hefur oft gefið feyknagóða veiði í ánni og ef veiðin heldur sama takti verður ekki langt í að þessi litla skemmtilega á fari yfir 1000 laxa. Stangveiði Mest lesið Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Lifnar yfir veiðinni í Hraunsfirði Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Núll í Blöndu á fyrsta degi Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Góð byrjun í Haffjarðará Veiði
Það er engin laxveiðiá á Íslandi sem nær því að skáka Laxá í Ásum við hvað varðar fjölda laxa á stöng. Tölfræðin úr ánni er stundum eins og draumur hvers veiðimanns og þannig hefur því verið lýst að veiða í ánni þessa dagana, eins og draumi. Síðasta 3 daga holl landaði 70 löxum og samtals hafa veiðst 219 laxar síðustu 9 daga sem er frábær veiði á aðeins tvær stangir. Takan fór á yfirsnúning í gær og þar sem það er lax í öllum hyljum hefur vafalítið verið mikið fjör við bakkann. Samtals eru komnir 589 laxar á land þegar 45 dagar eru liðnir af veiðitímanum sem gerir meðalveiði upp á 6.5 laxa á stöng á dag. Ágúst hefur oft gefið feyknagóða veiði í ánni og ef veiðin heldur sama takti verður ekki langt í að þessi litla skemmtilega á fari yfir 1000 laxa.
Stangveiði Mest lesið Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Lifnar yfir veiðinni í Hraunsfirði Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Núll í Blöndu á fyrsta degi Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Góð byrjun í Haffjarðará Veiði